24.3.2025 | 12:01
myndi það drepa mig að hætta að ofhugsa? nei bara spyr
hæ vinir
ég veit ekki hvort ég sé að vera stjórnsöm eða hvort ég sé að fylgja því sem ég ´á´ að fylgja núna. mig langar svoooo mikið í smitten. ég veit ekki hvort það sé verið að testa mig eða ekki. hvort ég eigi að standast prófið og ekki fá mér smitten. eða hvort ég eigi að fá mér smitten og að það megi skipta um skoðun.
ég veit að það er partur af mér sem þráir ást. auðvitað vil ég vera elskuð en mig langar líka svoooo að elska. ég elska að elska. það er það besta sem ég geri. ég veit líka að þessi partur af mér er alltaf með voðalega háar væntingar sem enginn hefur geta staðist (hingað til). ég held að það sé ekki ómögulegt. þær eru ekkert svo háar...... en í staðin fyrir að halda áfram að leita og reyna þá fór ég í fýlu. ákvað að eignast ekki kærasta og hætta á öllum öppum....
þó ég hafi málað það sem ´ah hversu næs ég þarf ekki að eignast kærasta á þessu ári. því ég er búin að ákveða að vera single allt árið´.... þá er það held ég bara hræðsla. léttara að stjórna því og ætla ekki að eignast kærasta heldur en að vilja og fá ekki. þetta er einhver væntingastjórnun sem virkar bara ekki. ég ræð ekki svona hlutum.
en nú spyr ég einfaldlega: er ég að fela mig? hvernig á ég að elska ef ég þykist vera að fela mig frá ástinni? afhverju held ég að ég geti ekki gert tvo hluti í einu. ég á þetta líf til þess að elska. afhverju ætti þá ást að stoppa mig frá öðrum markmiðum mínum? það er eiginlega bara mjög skrítið. núna þegar ég skrifa um þetta... þá finnst mér þetta vera svoldið skýrt. að hræðsla mín við að vera ekki elskuð sé að hindra mig frá því a) að finna ástina og b) allt annað sem tengist því að fylgja mínum draumum.
en á sama tíma.... hvað ef þetta er test. hvað ef ég á ekki að vera á smitten. hvað með loforðið sem ég setti sjálfri mér? að vera ekki á öppunum á þessu ári. eða reyndar ákvað ég að fara aldrei aftur. er það virkilega svona erfitt? er heimsendir að vera ekki á stefnumótaöppum? nei alls ekki.
og langar mig svona mikið núna því venus er að ganga aftur og ég vil sjá strákana mína... eða vil ég nýtt? eða hvað er þetta eiginlega. hvaða endalausu reglur set ég mér alltaf? og afhverju? ég er farin að hallast að því að ég sé kvalin af stjórnsemi. og hvernig á ég að vita hvað ég á að gera? ég þþarf bara að ákveða það sjálf?? úff....
svo veit ég reyndar. eða ég trúi því. að maður getur ekki tekið ranga ákvörðun. og ég veit að þetta skiptir engu máli. ekki þannig. en guð minn góður hvað í ósköpunum vil ég gera? ég veit það ekki. hver á þá að vita það?????????
sos
(ég fékk mér svo smitten og það var ekki heimsendir. en það var ekkert sérlega skemmtilegt heldur. er hætt aftur núna)(ef þið sáuð mig á smitten.... no you didn´t)
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2025 | 10:00
þessi er fyrir þig
ég held að einn strákur sé í fýlu út í mig...............
sem ég skil mjög vel. ef þú ert í fýlu og ef það er útaf því sem ég held... þá er það svoooooo valid hahaha. ég veit að ég yrði brjáluð ef að strákur sem ég var að deita og dumpaði myndi svo blogga um það að hafa bara verið skotinn í annarri allan þann tíma sem við vorum að deita.
en má ég segja eitt. ég er nokkuð viss um að vitum bæði vel að við myndum ekkert meika sens sem kærustupar.... ég held að við getum verið sammála um það. ekki það - mér fannst ótrúlega skemmtilegt saman. hafði mjög gaman af þér og því að vera að deita. þú ert alveg frábær! sætur, fyndinn og skemmtilegur. en þér finnst ekki fyndið þegar stelpur moona. og ég er stelpa sem moonar. dæmið gengur bara ekki upp.
ég held að við höfum svoldið sært egó hvors annars.... ég veit amk fyrir mitt leiti þá var það alveg frekar sárt í egóið þegar þú dumpaðir mér. aðallega því að ég hélt að þú héldir að þú hefðir verið ástin í lífinu mínu og að það væri heimsendir að þú vildir mig ekki.... en það var ekki heimsendir..
ég veit líka að ég var í keppni við þig eftir að þú dumpaðir mér hahahahahaha. það er ógeðslega fyndið. og það var 1000000% bara frá egóinu hahahah. ég var í svo mörgum keppnum við þig. mér er t.d. alveg sama um followers. en ég var í keppni hver var með fleiri followers á tiktok. og á insta. þú vannst insta keppnina en ég vann tiktok. ég vann líka kíkja ekki í story keppnina... bara segja..
en ég ákvað svo núna um helgina að hætta í keppni við þig. og líka að hætta að vorkenna þér. því það er svo ljótt að vorkenna. ég fór bara yfir í sama pakka og ég ímyndaði mér að þú varst í þegar þú dumpaðir mér. ég fór í það að halda að þú værir búinn að lesa bloggið mitt og værir sár að ég væri skotin í öðrum. og svo fór ég að finna til með þér fyrir það. og veistu sorry! svona án gríns.
aðallega fyrirgefðu að ég hafi vorkennt þér. þú ert stór strákur. þú þarft ekki að láta vorkenna þér. (ég líka hata ef fólk vorkennir mér... þannig sorry enn og aftur). en líka sorry að ég hafi verið skotin í öðrum. ég bara vissi það ekki! ég hélt að ég væri komin yfir hann og svo þegar þú dumpaðir mér þá hugsaði ég strax hmm hvað segir gamli? þú varst lowkey rebound og það er sökkað, i´m sorry. ég hélt að fólk vissi þegar það væri að rebounda... en ég hafði ekki hugmynd um það á meðan ´aþví stóð. ekki hugmynd!!!!!!
en já ég er hætt í keppni við þig og ég vona að þú hættir í fýlu út í mig. ég vil nefnilega að þú vinnir þína keppni. og ég vinni mína keppni. við erum ekki einu sinni að keppa í sömu íþróttinni fattarðu. allavega. love u. þurfum ekkert að vera vinir. en ég er að reyna að snappa úr því að vilja vera betri en þú ahhaha. ég er ekkert betri en þú. og ég er líka að reyna að hætta vilja að þú viljir mig. hahaha það er eitthvað egó dæmi. vilja að þú sjáir eftir mér. ég vil það ekkert raunverulega. því við myndum held ég ekkert virka sem kærustupar..
væri líka ógeðslega fyndið ef þú ert ekkert í fýlu og lest þetta hahahahahh. ég að uppljóstra keppnunum sem ég er búin að vera í. það er svo fyndið. en hey ég er bara mannleg.
vona að þér líði vel!! kannski verðum við vinir einn daginn. segi svona.
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt 24.3.2025 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2025 | 17:54
gleðilegt eitt ár <3
jæja sæti þá er komið ár síðan við hittumst í fyrsta skipti.
magnað.
málið er. ég er ennþá að hugsa um þig og allt það. en ég held ég sakni þín ekkki. ekki raunverulega. ég held að ég sakni þess hvernig mér leið með þér. ég sakna fantasíunnar sem ég var búin að búa til í hausunum. frekar en að ég sakni þín. því ókei eigum við að vera alveg hreinskilin? í tilefni dagsins!
hvað gafstu mér til að sakna?? svona raunverulega? þú gafst mér fallegar stundir sure. ætla ekkert að fara að gera lítið úr því. en það var líka bara það eina. við fórum ekki einu sinni á deit. common. hahahhahahha. ég er mikil deit kona. og við fórum ekki einu sinni á deit.
þú sagðir vinum þínum ekki frá mér. við fórum ekki á deit. þú vildir mig ekki! það er bara staðan og það er allt í lagi líka. þó þú hafir ekki gefið mér það sem ég vildi þá kenndirðu mér fullt. þú kenndir mér að mig langar í börn (með rétta makanum). þú kenndir mér að ég get sett mörk og ég get staðið með sjálfri mér sama hvað. þó mig langði endalaus í þig þá varstu bara ekki á réttum stað fyrir mig.
en þú gafst mér sokka. og þú gafst mér nærbuxur. og þú gafst mér safa. það er eitthvað.
þú reyndir endalaust að fá mig til að drekka mjólk? það er svoldið spes....... og fokk þú án gríns talaðir ekki um mig!!??????? og ég þykist vilja giftast þér? hahahhahah. það var alveg sárt. man svo vel þegar þú sagðir þetta. ég var að segja þér hvað systur mínar og vinkonur væru að segja um þig. sagði þér að ein hefði sagt að þú værir svo ruglaður að hún héldi næstum því með þér. þú spyrð hvað ég segi meira um þig. að ég megi sko segja hvað sem er. og ég sagði þér eitthvað meira sem ég hef sagt fólkinu mínu um þig. svo spyr ég. hvað þú segir um mig. og þá segirðu bara það ljótasta sem athyglissjúk kona getur heyrt. að þú talir ekkert um mig. því ´strákar tala ekki um svona´ shut UP!!!!!!
án gríns haltu kjafti og hættu að fela þig á bak við að strákar tali ekki um svona??? þeir gera það bara víst. þú átt bara leiðinlega vini. ógeðslega dónalegt. ég er svona hægt og rólega að hætta að hafa gaman af því að vera búin að vera svona skotin í þér. því það var ekki einu sinni smá endurgoldið.
og það er ekkert á þér. það er á mér. þú varst eins skýr og þú gast verið um að við myndum ekki byrja saman. og að þú vildir ekkert með mig hafa. lowkey. þú vildir bara sofa hjá mér og njóta samveru minnar. það er bara ekki sjálfsagt að þú fáir það kallinn minn. og fokk ég er reyndar bara frekar pirruð núna. eða reið.
afhverju í fokkaum varstu að skoða story hjá mér um daginn? það er ógeðslega dónalegt. þú vildir mig ekki. afhverju í andskotanum ertu þá að likea mig á smitten (í des) og skoða svo fokking storyið mitt á instagram? það er dónalegt. mér finnst það bara mjög dónalegt. því ég hef verið ótrúlega opin og skýr og berskjölduð (lowkey) þegar ég hef sagt þér hvernig mér líður. ég meina fokk þarna í lok september þegar ég segi þér að ég geti ekki verið að followa hvort annað því ég er full on ennþá skotin í þér.
þú veist þetta allt. og samt heldurðu áfram að skoða. samt lætur þú mig ekki vera. nú vil ég að þú látir mig vera. ég er búin að fela storyið mitt frá þér. þannig þú getur ekki verið að kíkja þar. en gaddem plís láttu mig bara vera. ég þarf frið frá þér annars mun ég aldrei hætta að hugsa um þig.
þú vildir mig ekki!!!!!!!!!! man þegar við hittumst í seinasta skiptið og þú sagðir að þú værir búinn að vera skrítinn því þig langar svo í konu og börn. en þú værir ennþá að jafna þig eftir fyrra samband þannig þú gætir ekki einu sinni verið að leita þér af konu. það er lowkey fokked up að segja við konu sem stendur fyrir framan þig og er skotin í þér. það var amk bara frekar sárt að heyra það.
þannig veistu já. láttu mig vera. ég ætla ekki að vera til staðar þegar þú fattar hvað þú misstir svona fr. því im sorry. það er bara fact. einn daginn þá vaknarðu og fattar að við hefðum geta átt svo gott líf saman. að ég er allt sem þú vilt og meira til. egóið mitt vonar að þú fattir það amk. en hjartað mitt vill að þú finnir það sem þú raunverulega vilt. og fáir allt sem þú þráir og átt skilið. og það er ekki ég.
ég er ekki konan þín. og þú ert ekki maðurinn fyrir mig.
ég sendi þér samt endalausa ást þó ég sé pirruð hahahhaha. þú gafst mér alveg margt líka. þó þú hafir ekki gefið mér neitt. þú tókst mér eins og ég er. alveg nákvæmlega. þó þú vildir að ég myndi drekka mjólk og hætta að vera vegan. þá tókstu mér annars nákvæmlega eins og ég er. ég kann mjög innilega að meta það. það verður mér kært alla mína ævi. að finna að þú dæmdir mig ekki. ekki fyrir neitt. það er ómetanlegt og þeim kosti ætla ég svo sannarlega að leita af í mínum manni.
gleðilegt eitt ár<3
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt 30.3.2025 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2025 | 14:58
mér leiðist
hæ vinir.
mér leiðist. ég er að upplifa rosalegan dramaskort. sem er mjög gott. ég veit það alveg. en mér leiðist bara. þetta er gott og ég er þakklát fyrir það að það sé ekkert óþarfa drama í lífinu mínu núna. en það er líka bara ekkert (!!) drama í lífinu mínu.
ég er á mjög rólegum stað. líkamlega. bý bara uppi í sveit. er að sinna mínu. vinna í spekinni og fer í ræktina. en það er líka semi það eina sem ég er að gera. þetta er lognið á undan storminum. er að reyna að njóta þess að vera í logninu en ég er bara orðin frekar spennt fyrir storminum..... ég er spennt að hafa meira að gera. og vera að grinda við það sem veitir mér raunverulega gleði. kemur allt með kalda vatninu.
en svo er líka venus að ganga aftur. eins og astrólafía vinkona mín var að blogga um.... allavega.... venus að ganga aftur er að vekja púka í mér. mig langar að allir fyrrverandi lífs míns tali við mig. aðeins að fokka í mér. mig langar það samt (semi) ekki í alvörunni samt. ég veit það alveg. mér bara leiðist. ok fine þetta er lygi. það er einn sem ég vil að sendi. hahahahhahah hver ætli það sé. nú ímynda ég mér alla strákana mína vera að lesa bloggið mitt og allir að halda að ég sé að tala um þá. bestu mínir. elska ykkur strákar.
btw hversu ótrúlega þæginlegt að vilja stalka mig. ég er bókstaflega með opið blogg. smá vinna að lesa það en vá hvað það er örugglega gaman fyrir ultra forvitna.
svo er venus líka að endurvekja stefnumóta-appa-púkann. en öppin eru bara out. ég ræð engu um það því miður. ég mun aldrei aftur láta sjá mig á smitten eða tinder. það er bara staðan. svo er ég líka upptekin núna. deita bara seinna. þegar að því kemur.
fór í göngutúr í gær það var næs. aðeins út að labba. njóta þess að vera í logninu muniði..... þetta er alveg næs. mig langar ekki í drama í lífið... en finnst ég ekki vera að biðja um mikið þegar ég bið um smáá´áaá spennu. bara pínu.
var reyndar að eignast gym crush. það er gaman. förum stundum á sama tíma í ræktina. ætli það verði ekki að duga í bili.
AAARG ÞAÐ ER SVO MIKILL PÚKI Í MÉR. okei nei ég ætla bara að chilla. bæ.
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2025 | 11:52
heimsendir (fékk 37 like á instagram)
hæ vinir
ég hef mjög mikið að segja reyndar. og allt því ég fékk svo fá like á nýjustu myndina mína á instagram. en fyndið. okei ég postaði s.s. mynd í gær. ég ákvað að hafa svoldið gaman, því ég elska að hafa gaman. og lífið er leikur. don´t forget it.
ég postaði s.s. mynd af "they don´t know..." memeinu nema gæjinn var að hugsa um mynd af mér. í staðin fyrir texta. fattiði. mér finnst það mjög skemmtilegt. en instagram hatar að hafa gaman. eins og við vitum öll.
og vegna þess að instagram hatar að hafa gaman þá fékk ég bara 37 like á myndina. sem er svo fyndið. ég vissi ekki að ég gæti fengið svona fá like. svo finnst mér svo galið og grillað og fáránlegt að pæla í því hvað þessar tölur, like og áhorf og svona dæmi nær okkur. ég er mjög örugg í sjálfri mér en ég hugsa samt hmm dem fólk var ekki að fýla myndina. eins og það skipti einhverju máli???????????? !!!!! það skiptir bókstaflega engu máli. ef það er raunin, að fólk sá og likeaði ekki. það er bara gott og blessað. í rauninni er það nauðsynlegt fyrir konu eins og mig. koma mér aðeins niður á jörðina af og til.
en ég held samt líka að instagram hati þegar fólk hlýðir þeim ekki. eða held. er ekki búið að sanna það eða? instagram (og meta) er eins og frekur og illa upp alinn krakki sem vill að allir hlusti á sig og geri hlutina eins og hann vill. bara því hann segir það. ég fokka svooooo lítið í því. og tala nú ekki um nýjast nýtt hjá mark ljóta. að leyfa meiri hatursorðræðu. reynir að láta eins og þetta snúist um tjáningarfrelsi. en þetta snýst bara um að fá að hata minnihlutahópa, það er nefnilega svo gott fyrir algorithamnn. að fá okkur öll til að hata hvort annað svo við gleymum hvern við eigum í raun að hata..... segi bara eins og haymitch og finnick í hunger games.... remember who the real enemy is.
allavega. ég er alveg komin með upp í kok að eiga að spila eftir reglunum sem þessir miðlar setja okkur. ég er ekki að fara að posta stuttum myndböndum því það er það sem öppin vilja. það fer gegn öllu sem ég stend fyrir. ef fólk er ekki tilbúið að hlusta á mig tala eins og mig langar að tala þá er það bara þannig. ég er ekki fyrir alla. sem er líka svo frábært.
plús það að mig langar alls alls alls ekki að spila inn í núverandi vanda að fólk geti ekki haldið athygli. það er bara mjög alvarlegt. og ég ætla ekki að taka þátt í því að búa til efni sem gjörsamlega fokkar því upp en meira. gleymdu því.
svo er ég líka sannfærð um það að instagram sé á seinasta snúning. fólk er hætt að fokka í þessu. að láta segja sér hvað það á að fýla. hvernig það á að lifa. þetta er svo miklu dýpra en maður leyfir sér að pæla í. því ef maður pælir í því þá verður svo raunverulegt hvað þarf mikið að breytast. en krakkar. við getum alveg breytt. það er nefnilega ekkert svo flókið. það tekur bara smá tíma og það tekur mikinn aga.
instagram er búið að missa allan sinn sjarma. og það er alveg langt síðan. ef instagram myndi einfaldlega sætta sig við að vera eitt af mörgum öppum. í staðin fyrir að vera stanslaust að reyna að vera eina appið. það bað enginn um myndbönd á instagram. og ég held að heilt yfir þá vill fólk ekki hafa reels. en það er það sem grípur fólk. þar festist fólk. og meta elskar það. elskaaaaar að eyða tímanum okkar.
ég hef pælt í því lengi að hætta bara. það sem stoppar mig er stjörnuspekin. það er astrólafía. því instagram er í raunninni bara business. það eru endalausar auglýsingar. allir að reyna að selja þér eitthvað. meira að segja ég. ég er að byggja upp stjörnuspeki-dæmið á instagram. ég auglýsi bloggið á instagram. fokk maður ég er komin með svo mikið ógeð af instagram. það er ekki hægt að treysta á þennan miðil fyrir neitt.
persónulega er ég að taka skref á bakvið tjöldin til að tryggja það að ég sé ekki háð þessum miðli. því hann er að syngja sitt síðasta. ég finn það. ég veit það. og við vitum það öll.
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2025 | 15:17
afmæli
hæ vinir
ég á afmæli á morgun og ég er svo til í það. ég elska afmæli. elska að eiga afmæli, elska þegar aðrir eiga afmæli, elska að bjóða í afmæli elska að vera boðið í afmæli. allt við þetta er svo skemmtielgt. mér finnst svo gaman að halda upp á hlutina. fagna mér. fagna öðrum. fagna lífinu! það eru forréttindi að fá að eldast og fara enn einn hringinn í kringum sólina. þvílík gjöf.
mér er hugsað til vina minna. til tímans þar sem það var eðlilegast í heimi að setja þvílíku ræðurnar á facebookið hjá nánustu vinum sínum þegar þau áttu afmæli. og helst vera búinn að safna saman myndum og ýmsu skemmtilegu í myndband sem fékk að fylgja með.
svo fór ég að hugsa um menninguna að setja í story þegar einhver á afmæli. og að það sé smá deyjandi list. samt ekki. en samt. eins og afmæli séu ekkert svo merkileg lengur. æj bíðið ég ætla fyrst að segja það sem mig langaði að tala um. svo skal ég tala um þetta.....
mig langaði nefnilega að segja að tilhugsunin um að einhverjir vinir mínir óski mér til hamingju er að gera mig voðalega væmna akkurat núna. fékk afmælisgjöf frá vinkonum mínum um daginn og á kortinu stóð að þær væru þvílíkt heppnar að eiga mig. hættu nú fer ég að gráta. ég er heppin að eiga þær!!!!!
ég er svo ótrúlega heppin með fólkið í kringum mig. svona án gríns. og ég veit vel að ég hef rætt þetta áður en ég í alvörunni get talað um þetta endalaust. ég á svo ótrúlega dýrmætar vinkonur. þær eru mér allt!!!! allt sem ég er og allt sem ég á er útaf öllum konunum í lífi mínu. shit stelpur ég elska ykkur. konur eru bestar. svona almennt. en líka.... ég án gríns þekki allar bestu konur heimsins. allar vinkonur mínar eru svo ótrúlega fallegar, dýrmætar, góðar, skemmtilegar og yndislegar sálir að það hálfa væri nóg! ég án gríns skil þetta ekki.
hvað fær ein kona eins og ég að vera heppin? hvað er hægt að vera heppin???? svona án GRÍNS?
hvernig datt ég eiginlega í þennan lukkupott? það er svo fallegt að vera umkringd fólki sem vill mér allt það besta. sem styður mig og hvetur mig áfram í einu og öllu! ég gaddem elska ykkur. verð svo ótrúlega montin líka. bara mmmmmhm þetta eru sko vinkonur mínar! og vinir mínir!!! eru þau ekki öll ótrúlega fyndin og skemmtileg og blíð og góð? óóójú! þau eru það nefnilega!!!
get ekki lýst því með orðum hvað ég er þakklát fyrir það að svona yndislegt fólk kjósi að vera vinir mínir. við eigum í rauninni öll afmæli á morgun því ég væri ekki konan sem ég er í dag nema út af ykkur!
(ég tel btw systur mínar með sem vinkonur... þó þær hafi ekki valið mig endilega sem systur)(nema reyndar helgu systur.... því hún er alltaf að segja að við séum ekki vinkonur, heldur bara systur)(tussa)
en já svo ætla ég aðeins að ræða þessar afmæliskveðjur. því ég var bara að hugsa það núna á meðan ég skrifaði. afhverju ætli við séum farin að posta minna þegar vinir okkar eiga afmæli? er það því við erum bara meira í núinu? var þetta orðið of mikil skylda? gæti vel trúað því, ég veit að ég fann mig oft knúna til að posta öllum því annars myndi viðkomandi verða fúll. (fyrir mörgum árum)(tek það fram)
en vitiði hvað ég held..... okei sko við getum öll verið sammála um að stelpur voru (og er) duglegri að posta þegar fólkið í lífi þeirra á afmæli. gæti verið að við séum líka búnar að minnka þetta þvi að strákar (bókstaflega allir strákar í öllum heiminum) gerðu grín af þessu........... ég held að það gæti alveg spilað eitthvað inn í.
og nú er ég ekkert að segja að þetta sé endilega eitthvað sem þurfi að endurvekja. þetta var alveg frekar mikið á tímabili. amk í minni upplifun á instagraminu góða. en það er samt svo ótrúlega fallegt hvað við mennirnir höldum mikið upp á hvort annað.
það er svo fallegt að við elskum hvort annað. og að við séum svona montin með fólkið okkar. auðvitað vil ég að sem flestir viti þegar uppáhalds fólkið mitt á afmæli. mér finnst afmæli og afmæliskveðjur frábær leið til þess að deila gleðinni. deila ástinni.
ókei hætt að vera væmin (í bili) love u
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2025 | 11:24
bon appétit
vitiði vinir
sumir mega bara éta skít. og helst með bestu lyst.
nú á ég afmæli eftir nokkra daga. hef því verið í miklum hugleiðingum varðandi það hvernig ég vil að stemningin hjá 25 ára ólafíu sé. muniði, mikil tímamótakona. og ég trúi því að hvernig maður eyðir afmælisdeginum endurspegli svo hvernig árið mun vera. ég ætla t.d. að fara í nudd.... mmmmmmmhmm ólafía 25 ára ætlar nefnilega að hafa það goooooooottttt. YUP.
en já svo var ég að ákveða eitt annað. þegar ég er 25 ára þá verð ég svo miiiiikil no bullshit gella að þið mynduð ekki trúa því. svona án gríns. ég myndi reyndar ekki halda því fram að ég sé mikil bullshit gella núna eða hafi verið síðustu ár. en nú verður það bara tekið svo innilega alla leið. ætla ekki að eyða hálfri hugsun í fólk sem kemur illa fram við mig. það má nefnilega bara éta skít.
þú mátt alveg haga þér eins og fáviti! endilega! en afleiðing þess er einfaldlega sú að við erum ekkki vinir. því vinir mínir eru ekki fávitar. vinir mínir eru bestir í heimi! vinir mínir eru skemmtilegir, fyndnir og bera virðingu fyrir mér (og öðrum). ef þú velur að koma illa fram við mig þá ertu einfaldlega að sýna mér að við séum ekki vinir. þetta er ekki mikið flóknara en það! vertu sökkuð týpa en ekki ibba gogg við mig eða væla því ég vil ekki vera í kringum sökkaðar týpur lol.
svo horfði ég á svo frábæra mynd um daginn. scent of a woman (1992). mér fannst hún svo góð að ég ákvað að fá mér loksins letterboxd til að skrifa umsögn (á reyndar eftir að gera það). en þetta er það sem ég skrifaði um hana í notes:
9/10
svo góð að eg ætla að fá mér letterboxd til að skrifa skoðun mina.
falleg mynd og skemmtileg. ég grét smá.
fylltist innblæstri, helst þá til að hafa hátt og láta í mér heyra og til að haggast ekki á minni réttlætiskennd. þ.e. finna það sem er rétt fyrir mig, mín gildi, og lifa samkvæmt þeim.
og lokið nú augum ef þið viljið ekki að ég spilli myndinni fyrir ykkuur. nei samt ekki beint spoiler. nú er kallinn í myndinni alveg krefjandi týpa. sérstaklega á ákveðnum tímapunktum. en það er bara ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir honum. hann lætur í sér heyra!!!!! sama með strákinn. hann haggast ekki á sínu. og ræðan þarna í lokin. guyyyyys hún var svo góð.
allavega allt þetta til að segja. ég er hætt að bera ábyrgð á öðrum. ég ber bara ábyrgð á mér. og ég ætla að hætta algjörlega að pæla í því afhverju fólk hagar sér eins og það hagar sér. það kemur mér ekki við. og tala nú ekki um þegar fólk segir manni ekki einu sinni afhverju það hagar sér einhvernvegin. guuuuuð. gleeeyyyyyyymdu því að ég ætli að eyða mínum tíma að pæla afhverju einhver var dónalegur við mig hahahhahaha. ekki sééééééns.
en ég vil samt líka taka það fram að ég er ekki fáviti sjálf. og ég ætla mér ekkert endilega að vera fáviti við fávitana. ólafía 25 ára ætlar ekki að vera dónaleg! ég er ekki dónaleg! en ef dónum finnst ég vera dóni þegar ég sýni ekki áhuga.... þá er það bara þeirra.....stundum þarf maður bara að sitja í súpunni....
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2025 | 11:16
haha var að drepa partinn sem hrökklast
guyyyyyyyyyys vitiði hverju ég er alveg komin með nóg af?
og ég ætla bara að hætta því u.þ.b. núna STRAX!!!!!!!!! ég er komin með nóg af því að vera feimin. ókei þið sem þekkið mig gætuð hugsað hmmmm ólafía..... feimin.... veit ekki hvort dæmið gangi upp. og ég skal svo sannarlega gefa ykkur það. alemennt þá er ég alls ekki feimin. ég er mjög opin og skemmtileg og alltaf til í að kynnast nýju fólki. EN! ég er með tvær aðstæður (?) í huga þar sem ég verð bara víst frekar feimin. og ég nenni því ekki lengur. nei er með þrjár.
ókei númer eitt. mér finnst þetta hrjá mig mest, ég tek amk mest eftir þessu hjá mér. og það er ég er svo ótrúlega feimin á ensku. sem er mjög áhugavert því ég kann alveg að tala ensku? er þetta því við sem íslendingar erum svo ótrúlega meðvituð um hreiminn okkar? og viljum svo innilega ekki vera með hreim? guys allir eru með hreim? líka fólk sem talar ensku sem móðurmál. afhverju ætti þeirra eðlilegi breski hreimur að vera eitthvað meira valid en minn íslenski?
ég tek svo innilega eftir því að ég þori ekki að tala ensku. mér finnst það svo vandræðanlegt. ég er t.d. að læra meiri stjörnuspeki með hóp af ótrúlega flottum konum á netinu. og þar erum við allar frá mismunandi löndum. seinast þegar við vorum með live-fund þá var ein kona frá frakklandi sem hafði svo mikið að segja og hún talar ekki bestu ensku í heimi. og mér fannst það svo frábært. og það var svo gaman að sjá hvað hún var ekki feimin við að tala þó hún hikaði og tók tíma að finna réttu orðin. hún vildi svo innilega deila því sem hún vildi segja. það var svo fallegt!!!!!
svo fór ég líka í stjörnukortalestur til gamla kennarans míns í febrúar 2023. hann er frá ástralíu, algjört yndi. allavega. ég hef svo alltaf ætlað mér að hlusta á upptökuna aftur en ég hef aldrei komið mér í það. jú hef hlustað á fyrstu 3 mínúturnar og svo þegar ég heyri mig tala ensku þá finnst mér það svo kjánalegt að ég stoppa? GELLA???? afhverju í aaaandskotanum fæ ég kjánahroll yfir sjálfri mér? þegar ég er bara ein að hlusta? hvaða rugl er það? hverjum er ekki sama? og hvað með það ef ég er skrítin þegar ég tala ensku?????? (sem ég er btw bara alls ekki neitt)
ég get ekkert haldið áfram að lifa lífinu mínu að finnst vandræðanlegt að tala önnur tungumál. fæ sting í hjartað að ímynda mér öll fallegu tengslin sem ég myndi missa af. úff. það var ein stelpa á ráðstefnunni í ítalíu sem er svo ótrúlega falleg sál. svo opin og hlý. algjört yndi. og ég fann að ég var abbó. sem er svo frábært tilfinning!! ekki ein og sér en hún segir manni svo margt! afbrýðisemin mín var að sýna mér að ég vil vera opnari. ég vil elska!! alla! eins og þau eru! elska ykkur<3
ókei og númer tvö. þetta hrjáir mig ekki alveg jafn mikið því ég fæ fleiri tækifæri til að bæta mig í mínu daglega lífi. en ég er stundum svoldið feimin við að byrja samtöl. að byrja að tala við ókunnuga. en eins og ég sagði þá hráir þetta mig ekki jafn mikið. því ég vil ekki heldur tala við bókstaflega alla alltaf.
en númer þrjú. sem ég hef tekið svoldið eftir. þegar ég er að hitta menn... (og stráka)(ekki allir sem ég hef hitt fá að vera kallaðir menn)(ég flokka ykkur) allavega. og ef ég t.d. gisti eða er að chilla hjá þeim þá finn ég að ég verð svoldið passív. og ég er að vega og meta hvort ég geri þetta of mikið. hvort þeir fá of mikið að ráða för..... einu sinni horfði ég á strák spila tölvuleik í svona klukkutíma. það var ekki alveg jafn hræðilegt og það hljómar en ég man ég hugsaði ??? er þetta bara staðan ??? er ég an gríns bara að horfa á hann í tölvuleik hahahaha hvað er ég gömul?
ég held að það sé ákveðið jafnvægi sem ég þarf að mastera í þessum málum. því ég vil alls ekki ráða för of mikið. held það sé ótrúlega mikilvægt að taka stundum skref til baka og sjá hvernig stemningin er. til að geta séð hvort ég fokka í stemningunni eða ekki. því ég er varla að fara að breyta einum né neinum. en svo má líka biðja um það sem maður vill. ohh þetta er svo frábært. ég elska lífið. og alla partana af því.
ég elska að vera skotin í strákum og ég að vera í ástarsorg. nei ókei elska það ekki en mér finnst það svo fallegur partur af lífinu. tilveran er dásamleg og ég er hætt að vera feimin forever!
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2025 | 11:31
frekar reið í dag
mér finnst eitthvað ótrúlega skrítið við það að vera að tala um stjörnuspeki. og hvernig maður getur lifað sínu besta lífi blablabla þegar það er svona ótrúlega mikil hægri sveifla í gangi.
en ég held samt,,,, og ég hef sagt þetta áður. ég held að með plútó í vatnsbera þá mun allt fara í meira fokk áður en við fáum okkur alveg fullsadda af þessu. þess vegna vann trump. held ég. því að trump felur ekki ógeðið sem hann er. það að það sjá ekki allir að það sé ógeð er annað. en hann felur ekkert. hann er alveg hreinskilinn og það mun koma aftan að honum.
held að hann muni uppljóstra ljótu vini sína (elon og co) fyrir að vera að eyða pening í eitthvað fáranlegt. eða eitthvað ég veit ekki. eða það verða fleiri svona hamfarir eins og los angeles eldarnir þar sem venjulegt fólk er að fara í fokk en ríku ljótu gera ekkert í því. ég held að það verði eitthvað svona ótrúlega fokked dæmi sem gerist til að láta ljótu sem styðja trump.... heimsku.... rasistana og kvenhatarana. til að fá þau til að snappa út úr þessu. og þau munu (amk einhver hluti þeirra) fatta hver óvinurinn er. eins og í catching fire. remeber who the real enemy is. óvinurinn er ekki trans-konan sem notar sama klefa og aðrar konur og er ekki með neitt vesen. óvinurinn er auðvaldið.
auðvaldið mun falla. en það verður líklegast frekar messy. og við verðum að muna eftir hjartanu krakkar. ekki gleyma að elska. en þetta er það sem mer finnst svo erfitt......... mer finnst eg ekki vera að gera neitt gagn. mér finnst ég vera svo gagnslaus. mér finnst eins og ég viti ekki nóg um pólitík til þess að vera að tjá mig um þetta. en ég veit samt líka alveg fullt. og stjörnuspeki er mjög mögnuð! líka í tenglsum við söguna. þarf að skoða það betur. ég á bara erfitt með það þegar fólk í andlega heiminum lætur eins og ekkert sé.
það hjálpar ekki að láta eins og það sé bara allt í góðu í heiminum og það mesta sem ég get gert er að halda áfram að vera jákvæð:) nei stundum þarf bara að vera brjálaður. og það þarf að vera reiður. og það þarf að gera eitthvað í málunum. að manifesta eitt og sér er ekki allt. palestína verður ekki frjáls ef ég hugsa bara nógu mikið um það. ég þarf líka að mæta á mótmæli og fræða aðra og allt það. mér finnst svo erfitt þegar fólk vill bypassa þetta.
maður skilur það samt alveg. þetta er fokking mikið af shitti. og það er ótrúlega vont og erfitt að horfast í augu við þetta. að þetta sé bara án gríns staðan í heiminum núna. og veistu mér finnst líka ótrúlega sökkað að vera ein umkringd ógeðslega hatursfullum öfga kalla bloggum hérna á blog.is
ég skoðaði um daginn nýjustu færslur og það var án gríns allt að tala um jæja loksins er trump kallinnn að taka við forsetaembættinu gleðilega hátið. þið eruð öll ógeðsleg. ég nenni ekki að þið séuð án gríns að styðja þennan mann. já því hann segir það sem hann hugsar? og er hreinskilinn? hann er líka bara mökk ógeðslegur. erum við að gleyma því eða? haha já nei það voru náttúrulega allt! konur að ljúga. allar að reyna að fella kónginn
vona að allir sem eru ekki ógeðslegir séu duglegir í ræktinni, undirbúa sig fyrir byltinguna.
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2025 | 22:55
ég ræð og í mínum heimi þá eru allir skotnir í mér
heil og sæl kæru vinir!
vil byrja á því að hvetja ykkur (enn og aftur) til þess að byrja að blogga! það er svo gaman! ég elska þetta dæmi. og ekki þykjast vera lélegir pennar.... trúi ekki á neitt slíkt. svo er ég líka sannfærð um það að þið hafið miklu meira að segja en ykkur grunar.
vil einnig benda á það að það er hægt að vera blogg vinir á blog.is. OG!!! það er hægt að hafa læst blogg, þá geta bara þeir sem eru með lykilorð komist inn og skoðað það sem þið skrifið. það er svo töff.... þið sofið á þessu!
allavega mig langar svoldið að ræða ákveðna hugmyndafræði sem ég hef tileinkað mér. ég veit samt í rauninni ekki hvort þetta sé hugmyndafræði....veit ekki hverjar kröfurnar eru svo að eitthvað teljist sem hugmyndafræði. aaaaallavega. það sem ég vildi sagt hafa er að ég er búin að tileinka mér það að lifa bara í mínum heimi. og í mínum heimi þá ræð ég og allir eru skotnir í mér.
um daginn þá postaði ég í story á instagram og maður sem ég var að deita (erum ekki lengur að followa hvort annað) skoðaði storyið mitt. sjúkur í mig. svo daginn eftir þá horfði annar strákur sem ég var að deita (vorum aldrei að followa hvort annað) á storyið mitt. skotinn í mér. og málið er. ég veit alveg að það er ekkert endilega satt. í þeirra heimi. ég veit vel að það eitt að horfa á story þýðir ekkert endilega að viðkomandi sé ástfanginn af mér og sakni mín og hugsi um mig oft á dag.
en í mínum heimi!!!!! ræð ég og þá eru þeir ennþá skotnir í mér hahahhahaha. þetta er svo mikil snilld. svo gaman að ráða svona miklu. ef ég myndi horfa á story hjá þeim myndi það þýða að ég væri skotin í þeim? nei! því ég ræð hahahha. kannski í þeirra heimi, en ég bý ekki þar. ég held að á meðan ég geri mér grein fyrir því að minn heimur endurspegli ekkert endilega raunveruleikann þá sé þetta bara stemning. og allt í góðu. og ekkert hættulegt.
æj vitiði ég hélt ég myndi hafa meira að segja um þetta... en svo hef ég bara ekkert meira að segja. ætla að tala um eitthvað annað.
skal segja ykkur eitt sem ég er búin að ákveða. ég er búin að ákveða að hætta að setja mér svona miklar reglur. ég er alltaf eitthvað að bæta mig og blaaablabla. nenni ekki þessu endalausa dæmi maður shit. það er alveg gott og blessað að breytast og bætast og allt það! segi það ekki. ég vil aldrei hætta að verða betri og læra meira. en ég er svo oft að reyna að fatta hvað ég er að læra af ÖLLU.
í rauninni þá langar mig stundum bara að fá að gera eitthvað án þess að vera endalaust að pæla í því hvað mér finnst um það sem ég geri. sem dæmi mætti ég alveg hitta mann án þess að vilja byrja með honum og án þess að vera að pæla í því hvað ég væri að læra af því að vera hitta mann sem ég vil ekki byrja með. það kemur mér ekkert allt við!!! sumt á ég bara að fatta eftir á.
ef ég á að fatta eitthvað þá fatta ég það bara. þarf ekkert að vinna svona mikið fyrir þessu. þá er ég líka ekki að njóta mín í augnablikinu.
hef ekki meiru við að bæta.......sofið á þessu
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)