ljúfa líf

halló vinir !

 

ég elska fólk. mér finnst þetta ljúfa líf vera svo ótrúlega fallegt. fæ ekki nóg. er að fljúga til hollands að heimsækja hildi mína bestu konu!!!!!!!! mér finnst fólkið í vélinni með mér svo mannlegt. það er svo mannlegt. krútta yfir mig. við erum án gríns bara eitthvað fólk sem er saman á jörðinni að upplifa okkar líf saman. það er svo fallegt.

 

það er til dæmis hópur af strákum (sumir myndu segja mönnum)(þeir eru allir fullornir)(en samt svona 30-40 ára max) og þeir eru greinilega í vinnuferð. eða einhverskonar strákaferð. og það er svo gaman hjá þeim. þeir eru svo spenntir að vera fara saman og hafa gaman ooooh ég er að elska þetta. svo góð stemning.

 

síðan er par fyrir aftan mig sem fékk að sitja saman þrátt fyrir að vera ekki með sæti saman upprunalega. sætu. konan er eitthvað flughrædd greyið sagði hún. svo er annað par við hliðina á mér sem er max!!!! kósy á því. með svona ferðakodda og viftu í sambandi. og þau eru bæði sofandi. stemningin hjá þeim er mjög kósy en samt líka svona kannski líður þeim óþæginlega. ég fæ smá innilokunarkennd með þeim eitthvað. veit ekki hvað það er.

 

svo er strákur við hliðina á mér. veit nú ekkert með hverjum hann er. en hann pantaði sér vodka og appelsínusafa. fékk glas með til að blanda þessu saman en hann var ekkert að því. hann tók bara skot og fékk sér síðan sopa af appelsínusafanum. svo fyndið.

 

ok jæja lífið er hætt að vera fallegt það var einhver að prumpa rosalegri lykt. lífið er ömurlegt. sike!!!!! þetta er víst líka partur af þessu lífi. en nei vó ok þetta er alveg svakaleg lykt hahahhahahahahaha.

 

svo er ég líka mannleg. munum það. ég sit ein að skrifa í tölvunni og flissa. það er nefnilega svoldið gaman að vera ég. og ég hugsa mjög oft eitthvað mjög skemmtilegt sem fær mig til að hlægja og flissa. það er ótrúlega skemmtilegt. nú heldur einhver eflaust að ég sé að hlusta á fyndið podcast. en ég er bara svona fyndin sjálf. það er svo gaman að vera svona fyndin oh ég elska það. þakklát fyrir að deila sama húmor og ég sjálf.

 

ég fæ svipaða tilfinningu oft þegar ég er að fylgjast með fólki í sundi. þar eru allir svo mannlegir. börn að leika sér. foreldrar að leika við börnin sín. ung pör. og taktlausu pörin sem eru bara í feitum sleik í pottinum. og svo gamlir kallar að snýta sér í bakkann. eða reyndar það gera það alveg fleiri en bara gamlir kallar. það finnst mér alltaf jafn ógeðslegt. en hey partur af þessu lífi!

 

þetta líf er gjöf elsku vinir. njótið þess í botn. njótið þess góða og þess ´slæma´. love you<3<3 ég er til dæmis að njóta og sjá fegurðina í þessu öllu þrátt fyrir það að vera með bólu. mjög stórt.

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband