myndi það drepa mig að hætta að ofhugsa? nei bara spyr

hæ vinir

 

ég veit ekki hvort ég sé að vera stjórnsöm eða hvort ég sé að fylgja því sem ég ´á´ að fylgja núna. mig langar svoooo mikið í smitten. ég veit ekki hvort það sé verið að testa mig eða ekki. hvort ég eigi að standast prófið og ekki fá mér smitten. eða hvort ég eigi að fá mér smitten og að það megi skipta um skoðun. 

 

ég veit að það er partur af mér sem þráir ást. auðvitað vil ég vera elskuð en mig langar líka svoooo að elska. ég elska að elska. það er það besta sem ég geri. ég veit líka að þessi partur af mér er alltaf með voðalega háar væntingar sem enginn hefur geta staðist (hingað til). ég held að það sé ekki ómögulegt. þær eru ekkert svo háar...... en í staðin fyrir að halda áfram að leita og reyna þá fór ég í fýlu. ákvað að eignast ekki kærasta og hætta á öllum öppum.... 

 

þó ég hafi málað það sem ´ah hversu næs ég þarf ekki að eignast kærasta á þessu ári. því ég er búin að ákveða að vera single allt árið´.... þá er það held ég bara hræðsla. léttara að stjórna því og ætla ekki að eignast kærasta heldur en að vilja og fá ekki. þetta er einhver væntingastjórnun sem virkar bara ekki. ég ræð ekki svona hlutum.

 

en nú spyr ég einfaldlega: er ég að fela mig? hvernig á ég að elska ef ég þykist vera að fela mig frá ástinni? afhverju held ég að ég geti ekki gert tvo hluti í einu. ég á þetta líf til þess að elska. afhverju ætti þá ást að stoppa mig frá öðrum markmiðum mínum? það er eiginlega bara mjög skrítið. núna þegar ég skrifa um þetta... þá finnst mér þetta vera svoldið skýrt. að hræðsla mín við að vera ekki elskuð sé að hindra mig frá því a) að finna ástina og b) allt annað sem tengist því að fylgja mínum draumum. 

 

en á sama tíma.... hvað ef þetta er test. hvað ef ég á ekki að vera á smitten. hvað með loforðið sem ég setti sjálfri mér? að vera ekki á öppunum á þessu ári. eða reyndar ákvað ég að fara aldrei aftur. er það virkilega svona erfitt? er heimsendir að vera ekki á stefnumótaöppum? nei alls ekki.

 

og langar mig svona mikið núna því venus er að ganga aftur og ég vil sjá strákana mína... eða vil ég nýtt? eða hvað er þetta eiginlega. hvaða endalausu reglur set ég mér alltaf? og afhverju? ég er farin að hallast að því að ég sé kvalin af stjórnsemi. og hvernig á ég að vita hvað ég á að gera? ég þþarf bara að ákveða það sjálf?? úff....

 

svo veit ég reyndar. eða ég trúi því. að maður getur ekki tekið ranga ákvörðun. og ég veit að þetta skiptir engu máli. ekki þannig. en guð minn góður hvað í ósköpunum vil ég gera? ég veit það ekki. hver á þá að vita það?????????

 

sos

 

(ég fékk mér svo smitten og það var ekki heimsendir. en það var ekkert sérlega skemmtilegt heldur. er hætt aftur núna)(ef þið sáuð mig á smitten.... no you didn´t)

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband