mér leiðist

hæ vinir.

 

mér leiðist. ég er að upplifa rosalegan dramaskort. sem er mjög gott. ég veit það alveg. en mér leiðist bara. þetta er gott og ég er þakklát fyrir það að það sé ekkert óþarfa drama í lífinu mínu núna. en það er líka bara ekkert (!!) drama í lífinu mínu.

 

ég er á mjög rólegum stað. líkamlega. bý bara uppi í sveit. er að sinna mínu. vinna í spekinni og fer í ræktina. en það er líka semi það eina sem ég er að gera. þetta er lognið á undan storminum. er að reyna að njóta þess að vera í logninu en ég er bara orðin frekar spennt fyrir storminum..... ég er spennt að hafa meira að gera. og vera að grinda við það sem veitir mér raunverulega gleði. kemur allt með kalda vatninu.

 

en svo er líka venus að ganga aftur. eins og astrólafía vinkona mín var að blogga um....  allavega.... venus að ganga aftur er að vekja púka í mér. mig langar að allir fyrrverandi lífs míns tali við mig. aðeins að fokka í mér. mig langar það samt (semi) ekki í alvörunni samt. ég veit það alveg. mér bara leiðist. ok fine þetta er lygi. það er einn sem ég vil að sendi. hahahahhahah hver ætli það sé. nú ímynda ég mér alla strákana mína vera að lesa bloggið mitt og allir að halda að ég sé að tala um þá. bestu mínir. elska ykkur strákar.

 

btw hversu ótrúlega þæginlegt að vilja stalka mig. ég er bókstaflega með opið blogg. smá vinna að lesa það en vá hvað það er örugglega gaman fyrir ultra forvitna. 

 

svo er venus líka að endurvekja stefnumóta-appa-púkann. en öppin eru bara out. ég ræð engu um það því miður. ég mun aldrei aftur láta sjá mig á smitten eða tinder. það er bara staðan. svo er ég líka upptekin núna. deita bara seinna. þegar að því kemur. 

 

fór í göngutúr í gær það var næs. aðeins út að labba. njóta þess að vera í logninu muniði..... þetta er alveg næs. mig langar ekki í drama í lífið... en finnst ég ekki vera að biðja um mikið þegar ég bið um smáá´áaá spennu. bara pínu.

 

var reyndar að eignast gym crush. það er gaman. förum stundum á sama tíma í ræktina. ætli það verði ekki að duga í bili.

 

AAARG ÞAÐ ER SVO MIKILL PÚKI Í MÉR. okei nei ég ætla bara að chilla. bæ.

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband