afmæli

hæ vinir

 

ég á afmæli á morgun og ég er svo til í það. ég elska afmæli. elska að eiga afmæli, elska þegar aðrir eiga afmæli, elska að bjóða í afmæli elska að vera boðið í afmæli. allt við þetta er svo skemmtielgt. mér finnst svo gaman að halda upp á hlutina. fagna mér. fagna öðrum. fagna lífinu! það eru forréttindi að fá að eldast og fara enn einn hringinn í kringum sólina. þvílík gjöf. 

 

mér er hugsað til vina minna. til tímans þar sem það var eðlilegast í heimi að setja þvílíku ræðurnar á facebookið hjá nánustu vinum sínum þegar þau áttu afmæli. og helst vera búinn að safna saman myndum og ýmsu skemmtilegu í myndband sem fékk að fylgja með. 

 

svo fór ég að hugsa um menninguna að setja í story þegar einhver á afmæli. og að það sé smá deyjandi list. samt ekki. en samt. eins og afmæli séu ekkert svo merkileg lengur. æj bíðið ég ætla fyrst að segja það sem mig langaði að tala um. svo skal ég tala um þetta.....

 

mig langaði nefnilega að segja að tilhugsunin um að einhverjir vinir mínir óski mér til hamingju er að gera mig voðalega væmna akkurat núna. fékk afmælisgjöf frá vinkonum mínum um daginn og á kortinu stóð að þær væru þvílíkt heppnar að eiga mig. hættu nú fer ég að gráta. ég er heppin að eiga þær!!!!! 

 

ég er svo ótrúlega heppin með fólkið í kringum mig. svona án gríns. og ég veit vel að ég hef rætt þetta áður en ég í alvörunni get talað um þetta endalaust. ég á svo ótrúlega dýrmætar vinkonur. þær eru mér allt!!!! allt sem ég er og allt sem ég á er útaf öllum konunum í lífi mínu. shit stelpur ég elska ykkur. konur eru bestar. svona almennt. en líka.... ég án gríns þekki allar bestu konur heimsins. allar vinkonur mínar eru svo ótrúlega fallegar, dýrmætar, góðar, skemmtilegar og yndislegar sálir að það hálfa væri nóg! ég án gríns skil þetta ekki. 

 

hvað fær ein kona eins og ég að vera heppin? hvað er hægt að vera heppin???? svona án GRÍNS? 

hvernig datt ég eiginlega í þennan lukkupott? það er svo fallegt að vera umkringd fólki sem vill mér allt það besta. sem styður mig og hvetur mig áfram í einu og öllu! ég gaddem elska ykkur. verð svo ótrúlega montin líka. bara mmmmmhm þetta eru sko vinkonur mínar! og vinir mínir!!! eru þau ekki öll ótrúlega fyndin og skemmtileg og blíð og góð? óóójú! þau eru það nefnilega!!! 

get ekki lýst því með orðum hvað ég er þakklát fyrir það að svona yndislegt fólk kjósi að vera vinir mínir. við eigum í rauninni öll afmæli á morgun því ég væri ekki konan sem ég er í dag nema út af ykkur!

 

(ég tel btw systur mínar með sem vinkonur... þó þær hafi ekki valið mig endilega sem systur)(nema reyndar helgu systur.... því hún er alltaf að segja að við séum ekki vinkonur, heldur bara systur)(tussa)

 

en já svo ætla ég aðeins að ræða þessar afmæliskveðjur. því ég var bara að hugsa það núna á meðan ég skrifaði. afhverju ætli við séum farin að posta minna þegar vinir okkar eiga afmæli? er það því við erum bara meira í núinu? var þetta orðið of mikil skylda? gæti vel trúað því, ég veit að ég fann mig oft knúna til að posta öllum því annars myndi viðkomandi verða fúll. (fyrir mörgum árum)(tek það fram)

 

en vitiði hvað ég held..... okei sko við getum öll verið sammála um að stelpur voru (og er) duglegri að posta þegar fólkið í lífi þeirra á afmæli. gæti verið að við séum líka búnar að minnka þetta þvi að strákar (bókstaflega allir strákar í öllum heiminum) gerðu grín af þessu........... ég held að það gæti alveg spilað eitthvað inn í. 

 

og nú er ég ekkert að segja að þetta sé endilega eitthvað sem þurfi að endurvekja. þetta var alveg frekar mikið á tímabili. amk í minni upplifun á instagraminu góða. en það er samt svo ótrúlega fallegt hvað við mennirnir höldum mikið upp á hvort annað.

 

það er svo fallegt að við elskum hvort annað. og að við séum svona montin með fólkið okkar. auðvitað vil ég að sem flestir viti þegar uppáhalds fólkið mitt á afmæli. mér finnst afmæli og afmæliskveðjur frábær leið til þess að deila gleðinni. deila ástinni. 

ókei hætt að vera væmin (í bili) love u

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband