bon appétit

vitiði vinir

sumir mega bara éta skít. og helst með bestu lyst.

 

nú á ég afmæli eftir nokkra daga. hef því verið í miklum hugleiðingum varðandi það hvernig ég vil að stemningin hjá 25 ára ólafíu sé. muniði, mikil tímamótakona. og ég trúi því að hvernig maður eyðir afmælisdeginum endurspegli svo hvernig árið mun vera. ég ætla t.d. að fara í nudd.... mmmmmmmhmm ólafía 25 ára ætlar nefnilega að hafa það goooooooottttt. YUP.

 

en já svo var ég að ákveða eitt annað. þegar ég er 25 ára þá verð ég svo miiiiikil no bullshit gella að þið mynduð ekki trúa því. svona án gríns. ég myndi reyndar ekki halda því fram að ég sé mikil bullshit gella núna eða hafi verið síðustu ár. en nú verður það bara tekið svo innilega alla leið. ætla ekki að eyða hálfri hugsun í fólk sem kemur illa fram við mig. það má nefnilega bara éta skít. 

 

þú mátt alveg haga þér eins og fáviti! endilega! en afleiðing þess er einfaldlega sú að við erum ekkki vinir. því vinir mínir eru ekki fávitar. vinir mínir eru bestir í heimi! vinir mínir eru skemmtilegir, fyndnir og bera virðingu fyrir mér (og öðrum). ef þú velur að koma illa fram við mig þá ertu einfaldlega að sýna mér að við séum ekki vinir. þetta er ekki mikið flóknara en það! vertu sökkuð týpa en ekki ibba gogg við mig eða væla því ég vil ekki vera í kringum sökkaðar týpur lol. 

 

svo horfði ég á svo frábæra mynd um daginn. scent of a woman (1992). mér fannst hún svo góð að ég ákvað að fá mér loksins letterboxd til að skrifa umsögn (á reyndar eftir að gera það). en þetta er það sem ég skrifaði um hana í notes:

 

9/10

svo góð að eg ætla að fá mér letterboxd til að skrifa skoðun mina.

falleg mynd og skemmtileg. ég grét smá.

fylltist innblæstri, helst þá til að hafa hátt og láta í mér heyra og til að haggast ekki á minni réttlætiskennd. þ.e. finna það sem er rétt fyrir mig, mín gildi, og lifa samkvæmt þeim.

 

og lokið nú augum ef þið viljið ekki að ég spilli myndinni fyrir ykkuur. nei samt ekki beint spoiler. nú er kallinn í myndinni alveg krefjandi týpa. sérstaklega á ákveðnum tímapunktum. en það er bara ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir honum. hann lætur í sér heyra!!!!! sama með strákinn. hann haggast ekki á sínu. og ræðan þarna í lokin. guyyyyys hún var svo góð. 

 

allavega allt þetta til að segja. ég er hætt að bera ábyrgð á öðrum. ég ber bara ábyrgð á mér. og ég ætla að hætta algjörlega að pæla í því afhverju fólk hagar sér eins og það hagar sér. það kemur mér ekki við. og tala nú ekki um þegar fólk segir manni ekki einu sinni afhverju það hagar sér einhvernvegin. guuuuuð. gleeeyyyyyyymdu því að ég ætli að eyða mínum tíma að pæla afhverju einhver var dónalegur við mig hahahhahaha. ekki sééééééns. 

 

en ég vil samt líka taka það fram að ég er ekki fáviti sjálf. og ég ætla mér ekkert endilega að vera fáviti við fávitana. ólafía 25 ára ætlar ekki að vera dónaleg! ég er ekki dónaleg! en ef dónum finnst ég vera dóni þegar ég sýni ekki áhuga.... þá er það bara þeirra.....stundum þarf maður bara að sitja í súpunni....

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband