21.1.2025 | 11:31
frekar reið í dag
mér finnst eitthvað ótrúlega skrítið við það að vera að tala um stjörnuspeki. og hvernig maður getur lifað sínu besta lífi blablabla þegar það er svona ótrúlega mikil hægri sveifla í gangi.
en ég held samt,,,, og ég hef sagt þetta áður. ég held að með plútó í vatnsbera þá mun allt fara í meira fokk áður en við fáum okkur alveg fullsadda af þessu. þess vegna vann trump. held ég. því að trump felur ekki ógeðið sem hann er. það að það sjá ekki allir að það sé ógeð er annað. en hann felur ekkert. hann er alveg hreinskilinn og það mun koma aftan að honum.
held að hann muni uppljóstra ljótu vini sína (elon og co) fyrir að vera að eyða pening í eitthvað fáranlegt. eða eitthvað ég veit ekki. eða það verða fleiri svona hamfarir eins og los angeles eldarnir þar sem venjulegt fólk er að fara í fokk en ríku ljótu gera ekkert í því. ég held að það verði eitthvað svona ótrúlega fokked dæmi sem gerist til að láta ljótu sem styðja trump.... heimsku.... rasistana og kvenhatarana. til að fá þau til að snappa út úr þessu. og þau munu (amk einhver hluti þeirra) fatta hver óvinurinn er. eins og í catching fire. remeber who the real enemy is. óvinurinn er ekki trans-konan sem notar sama klefa og aðrar konur og er ekki með neitt vesen. óvinurinn er auðvaldið.
auðvaldið mun falla. en það verður líklegast frekar messy. og við verðum að muna eftir hjartanu krakkar. ekki gleyma að elska. en þetta er það sem mer finnst svo erfitt......... mer finnst eg ekki vera að gera neitt gagn. mér finnst ég vera svo gagnslaus. mér finnst eins og ég viti ekki nóg um pólitík til þess að vera að tjá mig um þetta. en ég veit samt líka alveg fullt. og stjörnuspeki er mjög mögnuð! líka í tenglsum við söguna. þarf að skoða það betur. ég á bara erfitt með það þegar fólk í andlega heiminum lætur eins og ekkert sé.
það hjálpar ekki að láta eins og það sé bara allt í góðu í heiminum og það mesta sem ég get gert er að halda áfram að vera jákvæð:) nei stundum þarf bara að vera brjálaður. og það þarf að vera reiður. og það þarf að gera eitthvað í málunum. að manifesta eitt og sér er ekki allt. palestína verður ekki frjáls ef ég hugsa bara nógu mikið um það. ég þarf líka að mæta á mótmæli og fræða aðra og allt það. mér finnst svo erfitt þegar fólk vill bypassa þetta.
maður skilur það samt alveg. þetta er fokking mikið af shitti. og það er ótrúlega vont og erfitt að horfast í augu við þetta. að þetta sé bara án gríns staðan í heiminum núna. og veistu mér finnst líka ótrúlega sökkað að vera ein umkringd ógeðslega hatursfullum öfga kalla bloggum hérna á blog.is
ég skoðaði um daginn nýjustu færslur og það var án gríns allt að tala um jæja loksins er trump kallinnn að taka við forsetaembættinu gleðilega hátið. þið eruð öll ógeðsleg. ég nenni ekki að þið séuð án gríns að styðja þennan mann. já því hann segir það sem hann hugsar? og er hreinskilinn? hann er líka bara mökk ógeðslegur. erum við að gleyma því eða? haha já nei það voru náttúrulega allt! konur að ljúga. allar að reyna að fella kónginn
vona að allir sem eru ekki ógeðslegir séu duglegir í ræktinni, undirbúa sig fyrir byltinguna.
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning