innilegar þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða

hæ vinir!

 

nú er komið að því! árið er að klárast! ég dýýýýýrka tímamót og elska að horfa til baka og skoða hvað hefur breyst á árinu sem er að líða. hvort ég hafi náð þeim markmiðum sem ég setti mér og hvað ég hef lært. markmið mitt á árinu var fyrst og fremst að fara út fyrir þægindarammann. og prófa eins mikið nýtt og ég gæti. sem ég gerði svo sannarlega!

 

í janúar fór ég út að hlaupa í einhverju gríni... en svo fannst mér það smá skemmtilegt, síðan fór ég aftur út að hlaupa í mars.... og það var aftur bara frekar gaman. svo varð ég bara algjör hlaupakona um vorið/sumarið. en ég lærði líka,,, að að er mikilvægt að vera í alvöru hlaupaskóm. því undir lok sumars þá var ég nefnilega byrjuð að fá verk í vinstra hnéð þegar ég hljóp.

 

ég prófaði líka að æfa box. foooooookk hvað það var mikil stemning omg!! ég dýrka allt við það. var að æfa í mjölni og stemningin þar er svo góð!! strákarnir í boxinu voru reyndar frekar vandræðanlegir alltaf hahahahah það var svo fyndið. þeir áttu án gríns bara frekar erfitt með það að það væru gellur á æfingunum. voru ekkert dónalegir en flestir þorðu varla að horfa á mann. við vorum oftast fjórar gellur á æfingunum og það var biluð stemning. svo fór ég einu sinni og var eina gellan. sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég var að sparra við einn sem var svoldið vandró stundum. og hann nennti sko eeeeeeekkert að sparra við mig en lét sig þó hafa það greyið. hann kýldi mig ekkert eðlilega oft í andlitið hahahahah þá lærði ég að ég er ekki með snögg viðbrögð.. ég bara færði mig ekki frá þegar höggið kom. það var mjög fyndið.

 

lærði líka bara núna rétt í þessu að maður segir "í frásögur færandi" ekki "frásögu færandi".... alltaf að læra eitthvað nýtt!!! þvílíkt ár!

 

ég fór líka í fyrsta skipti á þessu ári í world class. og viti menn...... nú dýrka ég það, ekki world class per se, en bara svona ræktar stemningu. ég byrjaði að lyfta og eitthvað svona skemmtilegt. 2025 ætla ég að vera sterkust lífs míns. bíðið bara!!!!

 

ég hef verið að endurskoða samband mitt við snjallsímann minn mikið á árinu! í janúar 2024 þá tók ég mánuð án instagram. og var svo allt árið að skoða og vega og meta og eyða og downloada og ýmislegt. mjög upp og niður allt saman. er komin með ógeð af því að nota hann svona mikið en ég dýrka samt instagram. líður oft eins og ég hafi verið fædd til þess að posta í story. það er án gríns top 10 skemmtilegasta sem ég geri.

 

og nú hefur embla systir fundið töfralausnina (höldum við báðar). hún fékk hugmyndina að kaupa sér samlokusíma og nota hann sem síma. en eiga instagram og allt þannig ennþá í snjallsímanum. EN snjallsíminn verður bara heima. síðan keypti hún samlokusíma (bleikann)(barbie)(með spegli framan á) en var ekki alveg að fokka í því hvað hann væri rosalega bleikur þegar hún opnaði hann heima....sem var fullkomið fyrir mig því ég er rosa bleik gella.

 

annað sem einkenndi árið mitt svoldið voru stákar. vissuði að ég elska stráka. ég nenni samt í rauninni ekki að tala um þá því ég bloggaði svo gott strákablogg í september. hér er hlekkur á það, fyrir áhugasama. því ég hef ekki deitað síðan ég skrifaði þetta. eða jú fór einu sinni á rúntinn með ehv gaur fyrir vestan og svo fórum við í bíó og hann sofnaði hahahaha... hitti hann ekki aftur en myndin var góð!

 

ég missti líka köttinn minn. elsku hjartans besti rökkvi minn. fokk hvað ég sakna hans. hann var sálufélaginn minn. og nú er ég ekkert að grínast eða ýkja. það sem ég er þakklát fyrir það að hafa átt þennan kisa vá. þvílík forréttindi að fá að eiga hann og þekkja hann og elska hann. besti köttur í öllum heiminum. þakklát fyrir öll þau skipti sem við kúrðum. og öll þau skipti sem hann vakti mig um miðjar nætur. elsku kjána kisi. bestur. elska þig rökkvi leó. þangað til næst<3<3<3<3<3

 

fleira sem ég lærði á þessu ári.. hmmm ég lærði að ég er stjörnuspekingur, fyrst og fremst. svo lærði ég að mér finnst mjög gaman að vera uppi á sviði.... lærði líka að ég geri skemmtileg pub-quiz. ég gerði kalda pottinn að tíkinni minni. lærði að húðin manns getur farið í fokk þegar maður hættir á pillunni :) og það getur tekið heilt ár að lagast :) það var gaman.

 

ég eignaðist full af nýjum og dýrmætum vinum. ég naut mín líka í félagsskap vinanna sem ég átti fyrir. lærði að það er alls ekki sjálfsagt að vera umkringdur svona fallegu og góðu og jákvæðu fólki. læri líka á hverjum degi að ég er heppnust í heimi með vini og fjölskyldu. elsku elsku elsku elsku bestu mín! dýrka ykkur

 

ókei fleira er það ekki í bili! takk fyrir allt 2024, love u

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband