nei takk er á bíl

hæ elsku bestu vinir minir

 

á föstudaginn átti ég 2 ára, 2 mánaða og 22 daga áfengislaust afmæli! þann 1.11!! þvílíkur dagur!!! það er eins og ég hafi planað þetta þegar ég hætti að drekka. en það gerði ég svo sannarlega ekki! þetta var bara divine timing beibi. get svo svarið það stundum er ég svo ótrúlega klár.

 

það að hafa hætt að drekka er dýrmætasta og fallegasta gjöf sem ég hef gefið sjálfri mér. og ég er svo þakklát fyrir það á hverjum einasta degi. í alvöru talað! ég bara kemst ekki yfir það hvað þetta er frábært!!!!! gjöf sem heldur áfram að gefa! eru það ekki bestu gjafirnar?

 

ég veit alltaf nákvæmlega hvar ég hef mig. ég er alltaf með fulla meðvitund. veit alltaf hvað ég er að gera og segja og hugsa. og það er svo ótrúlega fokking illa hellað næs!!!!! og nú er ég alls ekki að segja að ég sé fullkomin og geri, segi og hugsa alltaf rökrétt. alls ekki. ég er bara mannleg eins og þið hin. en þegar ég segi t.d. eitthvað sem ég meina ekki eða vil ekki segja þá get ég bara tekið ábyrgð á því jafnóðum og beðist afsökunar ef þess þarf. svo geri ég bara betur næst. ég myndi líka ekki vilja vera laus við öll mistök, því hvernig í ósköpunum ætti ég þá að læra?? það er hægt að læra svooooo mikið af því að mistakast. og það er svo frábært! krefjandi og stundum erfitt en frábært. 

 

ég mæli svo ótrúlega mikið með því að hætta að drekka gaddem!!! ég var búin að pæla í því stundum áður en ég hætti. ég tók af og til ehv drykkjapásur og svona. en það entist aldrei lengi. þar til einn daginn þá sat ég úti með vinum að drekka bjór. vorum að fagna því að elsku besta salka mín átti afmæli. og þá labba 3 vinir mínir inn, segjast allir vera hættir þessu rugli. hættir að drekka. man þetta eins og þetta hafi gerst í gær! því þá hugsaði ég.,,,, mmmmmmhmm já okei ég er hætt líka. þetta er síðasti bjórinn minn. sem það var. og gaddem ég segi bara takk strákar!

 

nú er bara smá síðan ég fór að viðurkenna fyrir sjálfri mér að hvernig ég drakk var ekki heilbrigt. ég reyndar trúi því að það sé í rauninni ekkert til sem kallast heilbrigð drykkja... áfengi er bókstaflega eitur. en það er ekki mitt að dæma drykkju annarra. ég veit bara að það er ekki fyrir mig og er ekkert að vesenast mikið í því að segja öðrum að hætta. en ég var mjög mikill djammari. og úff það var bara ekki sexy. svo fannst mér alltaf svo gaman að vera þunn?? mér leið eins og ég væri fyndust í heimi þegar ég var þunn en svo skoða ég story tilbaka og ég var í rauninni bara lúmskt subbuleg. mér finnst það amk núna ef ég horfi til baka. en gott að ég skemmti mér þá. 

 

en vitiði samt eitt sem ég hef raunverulega þurft að syrgja eftir að ég hætti að drekka. það er það að vita ekki betur. því núna veit ég alltaf betur. og ég geri svo sjaldan eitthvað heimskulegt sem er ekki gott fyrir mig. á svona strákamála-skala aðallega. ég heyri ekki í neinum sem ég veit að ég ætti ekki að heyra í því ég veit betur. og shit hvað mér finnst það stundum þreytandi. stundum vil ég ekki vita betur!! og ég vil fá að taka heimskulegar ákvarðanir. sem ég leyfi mér alveg stundum en það er bara miklu erfiðara að taka heimskulegar ákvarðanir þegar maður er alveg meðvitaður um það. ég veit nákvæmlega hvernig áhrif það mun hafa á mig. svo er líka stundum bara mjög leiðinlegt að vera með háar kröfur og svona. en alltaf betra en að hafa þær ekki. 

 

hitt var bara svo gaman. en samt ekki. æj þið fattið. þetta er bara spurning um skammtíma skemmtun eða langtíma sælu. stundum vill maður bara fá að vera heimskur. en það er bara spari núna. má alveg aaaaaaf og til. þá er ég alltaf voða meðvituð um að ég sé að leyfa mér að vera stupid. og það er líka alveg ágætt af og til. stundum langar mig bara í sleik ókei er það of mikið til að biðja um?

 

mjög fyndið að það sem hráir mig mest við að hafa hætt að drekka er bara það að geta ekki verið heimsk lengur. ég er líka voðalega ´heppin´ að hafa hætt áður en það yrði erfitt. eftir að ég hætti að drekka var eitt skipti sem ég hugsaði "hmm okei ég byrja á morgun". það var bókstaflega svona 3 dögum seinna þegar það var frír bjór í boði í einhverju afmæli. en ég fékk mér ekki bjór og mér hefur ekki dottið það í hug síðan!! 

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband