niður af hestunum strákar!

hæ vinir

 

vitiði hvað er að bögga mig í augnablikinu. að strákar sem ég hef deitað halda að þeir hafi bara verið stóra ástin í lífi mínu og að þeir hafi brotið í mér hjartað þegar þeir dumpa mér.

 

okei viðurkenni er að hugsa um einn ákveðinn strák sem ég var að hitta í þrjár eða fjórar vikur einu sinni. omg nei ekki einu sinni!! var að kíkja og við vorum að hittast í tvær vikur og nokkra daga hahahha. 

 

allavega ætla að segja ykkur söguna... við vorum s.s. búin að fara á nokkur deit og svo gista nokkrum sinnum. svo finn ég að hann var að draga sig eitthvað til baka. en ég er að æfa mig að lesa ekki í þannig. því stundum (sjaldan) hef ég rangt fyrir mér og ég einfaldlega nenni ekki að vera að lesa á milli línanna. sérstaklega þegar hlutirnir eru svona nýir. plús það að ef einhver vill ekki lengur hitta mig þá þarf viðkomandi einfaldlega að segja mér það! er líka að kenna þeim að vera ábyrgir í stefnumótalífinu. ég þykist alltaf bara vita ekkert, vil ekki gera þetta auðveldara fyrir þá. færi þeim ekki tækifæri til að dumpa mér á silfurfati.

 

en já ókei hann var að draga sig til baka og ég fann það. en ég lét eins og ekkert væri. spyr hvort hann vilji hitta mig eitthvað á næstu dögum. þá svarar hann með þvíííílíku ræðunni!!!! heilt yfir ágæt ræða en ég fékk meeega yfirlætisfullt vibe frá þessum skilaboðum. hann segir ólafía mín...... eeeeeeewwww gaur er búin að þekkja þig í þrjár vikur. ekki ólafía mín-a mig. allavega hann segir mér upp í skilaboðum sem er bara gott og blessað en svo hittir hann manneksju sem ég þekki. og hann þekkir. niðri í bæ nokkrum dögum eftir að hafa dumpað mér. og nú ætla ég ekki að fara að uppljóstra heimildarmönnum en hann gefur viðkomandi svo skrítinn svip!! svona "æj ja eg veit eg var að dumpa vinkonu þinni og brjota i henni hjartað" svip.

sem ER BÖGGANDI því HANN BRAUT EKKI Í MÉR HJARTAÐ!!!!! ég er mjög opin með það þegar strákar eru mér mikilvægir og þegar ég er sár og leið og skotin. mér finnst ekkkert mál að viðurkenna það. ég viðurkenni t.d. að ég var ekkert að hoppa hæð mína úr gleði þegar þessi dumpaði mér en það var samt bara mjög gott. fattaði um leið að ég var skotnari í hugmyndinni um hann en í honum.

 

svo fór ég einu sinni á deit með öðrum strák. fórum á eitt deit og þegar ég spurði hvort hann vildi hittast aftur þá sagðist hann "vilja chilla aðeins með þetta"... brooooooo..... það er ekkert til að chilla með hahahha segðu bara nei. ég er stór stelpa ég höndla alveg að láta hafna mér! bara endilega! þá verður allt skýrt og flott og frábært!!

 

fer svo í mig þegar fólk er að reyna að vernda tilfinningarnar mínar svona?? það er svo leim og asnó þegar maður finnur að fólk er ekki að vera hreinskilið. ekki segjast vilja chilla aðeins með þetta þegar það sem þú vilt segja er nei vil ekki hitta þig. segðu bara að þú hafir ekki áhuga!! það er svo valid!!! og ekki segjast vera að dumpa mér því þú ert ekki að fýla þetta nóg en líka því ég er að flytja út á land og spyrja svo hver mín plön voru??hahahah nei kallinn minn þú ert að dumpa mér þá færð þú ekkert að vita meira um það. 

 

veit ekki hvort þeir fatti hvað ég hef verið dugleg að fara á stefnumót? bara því ég er skotin í þér þá þýðir það ekki að ég sé hrifin af þér.. hvað þá ástfangin! there´s levels to this shit!! líka þó ég sé skotin og þið dumpið mér þá eruði ekki að brjóta í mér hjartað elsku strákar. hafið ekki áhyggjur, ef þið brjótið í mér hjartað þá mun það ekki framhjá ykkur fara, ég er nefnilega svo dramatísk.

 

var t.d. að endurdumpa einum manni núna fyrr í október. manni sem ég dumpaði í byrjun júni því ég var skotin í honum en hann ekki í mér. svo var ég ennþá skotin hahaha og dumpaði honum aftur. var ekkert búin að hitta hann í millitíðinni btw. ég er nefnilega ekkert hrædd við það að vera opin og væmin og segja hvað liggur mér á hjarta. eða jú alveg smá stundum hrædd við væmnina en þess vegna forðast ég hana ekki! engin hræðsla fær að stjórna mér!!! hana nú!

 

ókei bæ er búin að ranta

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband