dramakast... segi svona...

hæ vinir! 

 

ég er smá týnd... ég er búin að vera í lýðskólanum á flateyri núna síðan í byrjun september. aðeins lengur en mánuð. og það er búið að vera mjög fínt.. en samt ekki mikið meira en það... bara fínt. ég hef alveg notið mín hérna... en ég nokkuð viss um að ég geti notið mín hvar sem er. 

 

ég sá fyrir mér að ég myndi fá meira út úr listræna-aspectinu af náminu. en mér finnst áherslan vera meira lögð á það að kynnast sér og læra að lifa og vera maður sjálfur.... sem er einfaldlega eitthvað sem ég er búin að mastera.. hate to say it en ég er svo mikið með það að vera ég á hreinu að ég gæti kennt fólki það.... sem er bókstaflega það sem mig langar að vinna við sem stjörnuspekingur.... aaaaallavega...

 

síðan dó elsku besti kötturinn minn núna um daginn og það var ótrúlega vont og erfitt og sorglegt. þá fór ég heim og syrgdi og kvaddi hann. það var mjög mikilvæg áminning um hvað lífið er ótrúlega dýrmætt og viðkvæmt. í kjölfarið fattaði ég að ég er ekki að njóta mín nóg hérna til að réttlæta fyrir sjálfri mér að vera svona langt frá öllum sem ég elska. ef ég væri að dýrka allt við það að vera hérna þá myndi mér finnast auðveldara að sakna allra...

 

allt fólkið mitt!! fjölskyldan mín! elsku bestu og yndislegustu vinir mínir eru fyrir sunnan. og ég er fyrir vestan. og ég er bara ekki að njóta mín nóg. ég var með ákveðnar væntingar til mín og til skólans en mér finnst hvorugt okkar vera að standast væntingar mínar. þetta er samt búið að vera ótrúlega gefandi. en líka ótrúlega krefjandi. þetta er frábær skóli með frábæra stefnu og ég fokka mjög í þessu öllu en ég held þetta sé einfaldlega ekki fyrir mig. 

 

mér finnst ég ekki vera að finna mig hérna. sem er alveg leiðinlegt því flateyri er yndislegur staður!! mér líður meira eins og ég sé að týna sjálfri mér. því ég hef ekki neina þörf eða löngun til að sanna mig fyrir neinum hérna og þar af leiðandi finn ég ekki neina þörf eða löngun til að verða betri útgáfa af sjálfri mér. ókei það er ekki satt, ég vil alltaf bæta mig fyrir mig en mig skortir innblástur og hvatningu. ég fæ svo mikinn innblástur af því að fylgjast með fólki sem er að gera sitt!! og veit hvað það vill og skammast sín EKKERT þegar það sækir það sem það vill og fær það!!!!

 

mér finnst samt mjög fallegt hvað það er mikið af mismunandi týpum hérna. erum rosalega fjölbreyttur hópur af fólki og ég elska fjölbreytileikann. en ég er líka of mikil félagsvera til þess að það sé nóg að hitta alltaf sama fólkið aftur og aftur. það eru líka bara ekki allir fyrir alla sem er svo fallegt. og það eru einfaldlega ekki nógu margir hérna fyrir mig. 

 

þetta hljómar svo dramó hahahah er ekki að dissa fólkið sem er hérna!!!! þau eru öll yndisleg með sína kosti en æj þið fattið. ég þarf bara eitthvað meira!! langar í eitthvað sem kveikir í mér!!!!!! þrái meiri spennu og ég sakna þess líka ekkert eðlilega mikið að geta farið á deit..... ég fór vissulega á deit um daginn en það var bara ekkert spes... svo er algjör strákaskortur á vestfjörðum. þetta er agalegt ástand fyrir konu eins og mig.

 

er að sofa á því hvort ég verði áfram hér eftir áramót...... er að hallast að því að koma heim en við sjáum bara hvernig þetta þróast...

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband