strákablogg!!!!!!

okei annað blogg

 

mig langar svolítið að tala um stráka. ég nefnilega elska stráka. ég elska að fara á stefnumót og vera að deita. það er svo svo skemmtilegt!!!!!! mér finnst það svo skemmtileg leið til þess að kynnast sjálfri mér betur. sama hvernig fer þá lærir maður alltaf eitthvað! og ég dýrka það.

 

nú hef ég verið ansi dugleg að fara á stefnumót seinustu nokkur ár lífs míns. það sem ég hef lært er rosa margt. en ef við byrjum á byrjuninni. þá átti ég kærasta í sirka tvo mánuði í menntaskóla lol. svo var mér dumpað og ég upplifði ástarsorg lífs míns. það var rosalega erfitt að vera 17 ára. elsku litla ólafía. sætust. ég týndi mér rosalega í því sambandi. var vissulega 17 ára og ennþá að finna út úr mínum málum. en ég gleymdi nánast öllu öðru í lífinu, sá bara hann. er mjög þakklát fyrir að hafa ekki þurft að komast að því hvernig þetta hefði þróast.. hvort ég hefði bara gleymt vinum mínum og misst þá. ég get svarið það, hann gaf mér lífið sem ég lifi í dag. og ég verð honum ævinlega þakklát fyrir það. það er svo fallegt líka að við höfum verið kærustupar í menntaskóla því við áttum svo innilega ekki samleið. en við vorum bæði bara 17 og skotin í hvort öðru.

 

þegar ég er tvítug flyt ég í reykjavík city og fór þá fyrst að deita að einhverri alvöru. og vá hlutirnir sem ég hef lært!!! einn kenndi mér að fara í kalda pottinn í sundi. annar sýndi mér hversu mikilvægt mér finnst að maki minn fýli sund. ég eeeeelska sund, það er voða stór partur af lífi mínu. annar kenndi mér að ég fýla ekki polygamy, það er ekki fyrir mig. sá maður kenndi mér líka að mig langar að maki minn kunni íslensku. bæði því ég er bara mikið skemmtilegri og fyndnari á íslensku en líka því mig langar að maki minn kynnist fjölskyldunni minni. að hann fái að upplifa hvað systur mínar eru fáránlega skemmtilegar og bestar í heimi. 

 

ég hef einnig lært að ég fokka ekki í því að hitta menn casually. ég er einfaldlega ekki casual týpa. það kemur fólki líklegast ekki á óvart lol. ekkert sem ég geri er casual. ég er voða mikil allt eða ekkert gella. myndi deyja fyrir fólkið mitt. og fólkið mitt myndi gera ýmislegt fyrir mig líka. og það er nákvæmlega þannig sem ég vil hafa hlutina. allir vinir mínir eru dramatískir og ekki casual.

 

einn maður sem ég var að hitta á hlut í máli þegar kemur að fjölskyldupælingunum mínum... hann var (og er) með svo ótrúlega fallega sýn á það að langa í fjölskyldu og það fékk mig klárlega til að velta vöngum. hann talaði um að geta búið til sína eigin stemningu, á jólunum sem dæmi. og dem i fuck with that!! ég dýrka fjölskylduna mína. systur mínar eru það besta sem ég á í þessum heimi. stundum þegar við erum heima eitthvað að kjánast allar saman þá situr mamma í horninu og það sést bara á henni hvað hún er þakklát fyrir okkur. (og við fyrir hana). og það er svo ótrúlega fallegt. maður getur skapað sína eigin stemningu frrrr!! (veit það er ekkert gefið og blabla þetta er blogg ekki taka neina pc löggu stæla hér)(blokka ykkur af blogginu)

 

svo hef ég líka lært að ég vil ekki vera í sambandi með djammara. nú hata ég alls ekki djammið,,, en sem kona sem drekkur ekki þá vil ég einhvern á sömu bylgjulengd. hef verið að hitta tvo svoleiðis, einn sem drekkur ekki og einn sem drakk aldrei meira en 2-3 bjóra max. og dem það var svo næs! svo deitaði ég einn þar á milli sem drakk meira en þessir og vitiði,, það var bara ekki jafn kósý. ekki fyrir mig amk. 

 

annar kenndi mér það að ég vil mann sem er til í að standa út úr hópnum. var á rúntinum með honum í eitt skiptið og vorum að ræða málin. síðan segir hann eitthvað um að ég hati greinilega ekki að láta taka eftir mér (lol). og ég segi bara já.... vænt?.. hélt að allir væru þar hahah. þá segist hann vera svona týpa sem,,, ef hann væri í strætó og ég myndi labba inn og horfa yfir öll sem væru þar inni, þá myndi ég ekki taka eftir honum. þetta eru btw hans orð! þetta er enn þann dag í dag með því galnasta sem ég hef heyrt. ég tengi svo innilega ekki. ég vil standa út úr... og ég vil maka sem gerir það sama. power couple stemning only!!!!!!

 

það sem ég er að reyna að læra núna er að taka lífinu ekki svona alvarlega!! og því að deita. sem er ákveðinn kúnst þegar ég veit að ég fýla ekki casual. læt ykkur vita hvernig þetta þróast allt saman.

 

ég mun aldrei hætta að elska að deita og mæla með því að fólk fari á deit. farið á deit plís!

 

málið er,,, það er alltaf hægt að fá innblástur í öllu! einu sinni var mér t.d. dumpað í smsi þar sem strákurinn kvittaði undir "með hjartans kveðju - og nafn stráksins"

 

okei bæ strákatali er hér með lokið.

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband