sjósund

kæru vinir

þá er ykkar kona mætt á blog.is og því ber að fagna með fyrstu bloggfærslu lífs míns!

ég verð þó að viðurkenna að þetta fer örlítið gegn nýja vibeinu sem ég vil gefa frá mér... ég er nefnilega að vinna með það að vera dularfull........ að ekki öll viti hvað ég er að gera og hugsa og upplifa og svo framvegis...

en það er ákveðinn sjarmur sem fylgir því að blogga frekar en að gramma.... ég kann að meta að það sé ákveðin vinna að fá að vita hvað ég er að bralla. fáið þetta ekki bara beint í æð á samfélagsmiðlum. en nóg um samfélagsmiðla í bili... á ég að segja ykkur eitthvað skemmtilegt?

ég er hætt að vinna á leikskóla. málið er nefnilega það að ég er 24 ára og hef unnið á leikskóla seinustu 4 ár lífs míns. tók því (mjög viðeigandi) freak out um daginn því mér finnst ég ekki hafa verið að lifa lífinu. (full dramó). ég er nefnilega ekki búin að vera að fokka mér!!! og nú er ég að fokka mér!!!!!

hvað meina ég með því? hvað felst í því að fokka mér? ég skal sko segja ykkur það kæru vinir! ég ætla einfaldlega að lifa lífinu!!!!!!!!!! ég á bara eitt líf og ekki ætla ég að eyða því í eitthvað sem ég brenn ekki fyrir. ég ætla mér t.d. ekki að vinna á leikskóla alla mína ævi. ég vil fara út fyrir þægindarammann minn þar til hann er ekki lengur til. 

nú vil ég ekki uppljóstra öllum mínum leyndarmálum en get sagt ykkur að fyrsti fasinn í fokka mér ferlinu er hafinn og gengur alveg hreint ljómandi vel! er t.d. orðin mikil sjósundskona. (búin að fara 2x). mottóin mín næstu mánuði (kannski ár) eru eftirfarandi: hik er sama og tap. yolo. fokk it. já. (ætla ekki að segja nei við neinu nema hættulegu næstu mánuði)

omg en líka eitt annað... að bókstaflega allt öðru hahahah vitiði hvað ég var að fatta á árinu að mig langar kannski í börn í framtíðinni. það er rosalegt. öll sem þekkja mig vita eflaust að ég hef verið mjög sannfærð um að mig langi ekki í börn. þau hefta nefnilega frelsið sem ég þrái svo innilega í lífi mínu. en kannski langar mig bara að eiga fjölskyldu þegar ég verð stór. hugsa að það sé biluð stemning með rétta makanum og svona. en við sjáum bara hvað setur. nei vitiði þetta er bara víst tengt fokka mér hugmyndafræðinni. var bara búin að gleyma. þessi nýja uppgötvun um að langa í fjölskyldu var það sem ýtti mér í það að vilja lifa lífinu NÚNA. 

þegar ég hélt að ég vildi barnlaust líf þá hefði ég alla ævina til að gera hvað sem er. en ef ég ætla mér að eignast börn þá vil ég vera búin að gera ýmislegt áður en að því kæmi. og þá er ekkert hægt að bíða endalaust. tala nú ekki um það að við vitum ekkert hvenær við deyjum og allt það! 

en ókei fleira hef ég ekki að deila með hópnum

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband