lífið er leikur!!!!!!!!!!!!!!!

góðan og blessaðan hjartans yndin mín! og gleðilegt nýtt ár elsku bestu!!!

 

nú er ég mikil tímamóta kona og tek þessu nýja upphafi fagnandi! 2024 kenndi mér ýmislegt og ég er voðalega þakklát fyrir allt sem það gaf mér. en það er líka ýmislegt sem ég ákvað að skilja eftir á árinu 2024 og fékk ekki að koma með mér yfir þennan þröskuld. vá hvað ég er ótrúlega til í þetta ár! þvílíkt tímamóta ár. ég veit það bara. (svo er stjörnuspekin þetta árið líka rosalega merkileg)(en ég blogga kannski frekar um það á astrólafíu-blogginu)(ef ég nenni)(sjáum til). 

 

ég er með fullt af alls konar markmiðum, misstór og mis-alvarleg. sum þeirra eru reyndar leyndarmál en ég er tilbúin að deila nokkrum með ykkur! 

en bíðið! byrjum á því allra mikilvægasta! það eru ekki markmiðin. það eru leiðarorðin mín. sem ég ætla að leyfa að leiða mig allt árið - ef ekki bara alla mína ævi. 

 

lífið er leikur! !!!!!!!!!

 

því lífið er leikur!!!!! ég kom í þennan heim til þess að skemmta mér og hafa gaman. það er mitt helsta markmið. að njóta lífsins! og fyrir mig þá fellst það í því að gera það sem mér þykir skemmtilegt. lífið er ekki svona alvarlegt. eða ókei sko ég er reyndar óssammála því að maður eigi ekki að taka neinu alvarlega. lífið er líka mjög alvarlegt. og ég trúi því að fólk þurfi að taka ábyrgð á sér og sínum gjörðum í þessu lífi. það spilar allt inn í. 

 

ég er meira að tala um svona hvers dags hluti. hverjum er ekki sama hvað fólki gæti fundist ef þú gerir eitthvað. hverjum er ekki sama svona án gríns!! mér er sama. lífið er leikur!!! ég er með mjög gott dæmi, sem ég var ekki viss um að ég vildi deila því ég er að fara að nafngreina strák... en svo rifjaðist upp fyrir mér að..... lífið er leikur!

 

ókei sko einu sinni, fyrir langa löngu, var ég að deita strák sem heitir þorlákur. sem er ekki að frásögum færandi nema hvað. svo kom þorláksmessa. og mig langaði svooooooo að senda honum "til hamingju með daginn" því það er svo fokking fyndið. og ég gerði það. og það var svo fokking fyndið!! fyrir mig amk. ef stráksi heldur núna að ég sé ennþá skotin í honum þá er það bara hans að kryfja. kemur mér ekki við!!! það er svo fallegt og gaman ég elska þetta!

 

ég er alveg lúmskt búin að vera óþolandi með þetta motto en þetta er bara svo fokking gott!! tek það fram að þetta er samt spilað innan skynsemismarka hjá mér. ætla ekki að koma mér í neitt vesen. og það má ekki nota þetta til að afsala sér ábyrgð eða gera eitthvað sem maður veit að fokkar í öðrum, á alvarlegan máta og að óþörfu.

 

lífið er leikur hugmyndafræðin smitast svoldið inn í markmið mín. því ég er líka með það markmið eða þema að leyfa gleðinni að leiða mig áfram í lífinu. ef mér finnst eitthvað skemmtilegt þá geri ég meira af því. ef eitthvað er leiðinlegt þá fer það ekki í forgang.

 

en já ókei að markmiðunum mínum. því þau eru svoldið skemmtileg. fyrst og fremst ætla ég ekki að eignast kærasta! rosalegt! seinustu tvö ár hef ég verið með það "markmið" að eignast kærasta. eða ég upplifði mig amk loksins tilbúna í það verkefni. og ég deitaði og leitaði og varð skotin í nokkrum en fann ekki neinn kærasta. sem er bara gott og blessað. en nú hef ég ákveðið að eignast ekki kærasta á þessu ári og ég er svooooo spennt fyrir því! mér finnst það frelsa mig svo mikið. ég get bara átt vini og flirtað og gert hvað sem er án þess að ég seti pressu á mig. því ég ætla ekki að eignast kærasta! þvílík gleði. 

 

ég ætla hins vegar að hlaupa maraþon. heilt maraþon. fyrst skrifaði ég hálf maraþon... en það er bara ekki jafn töff og að hlaupa heilt maraþon. og ég er fyrst og fremst töff og nett og því hleypt ég heilt maraþon. 

 

svo ætla ég líka að fara á mótorhjól.

 

hmm fleiri markmið???? úú já eitt sem er svoldið skemmtilegt. ég ætla að eiga fleiri leyndarmál. með sjálfri mér. ég er nefnilega rosalega opin og allt það en á sama tíma þá vel ég mjög hvað ég segi hverjum. það er ekki allt fyrir alla. þetta er eitthvað sem ég fór að tileinka mér meira í lok árs 2024 og ætla að gera meira af núna 2025. mjög spennandi. er mjög spennt fyrir því að eiga leyndarmál sem enginn!!!!!!! veit. ekki einu sinni systur mínar. sorry stelpur þið megið ekki vita allt! núna ætla ég að eiga leyndarmál.

 

ég vil vera duglegri að tala við ókunnuga. og brosa til fólks. langar svo að fólk (líka ég) hætti að vera svona afskaplega lokað og feimið og ég ætla að mynda tengsl beibi.

 

ætla líka að læra að gera orminn og fara amk einu sinni í stjörnuskoðun!

 

með hjartans kveðju, 

ólafía sigurðardóttir


Bloggfærslur 6. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband