19.1.2025 | 22:55
ég ræð og í mínum heimi þá eru allir skotnir í mér
heil og sæl kæru vinir!
vil byrja á því að hvetja ykkur (enn og aftur) til þess að byrja að blogga! það er svo gaman! ég elska þetta dæmi. og ekki þykjast vera lélegir pennar.... trúi ekki á neitt slíkt. svo er ég líka sannfærð um það að þið hafið miklu meira að segja en ykkur grunar.
vil einnig benda á það að það er hægt að vera blogg vinir á blog.is. OG!!! það er hægt að hafa læst blogg, þá geta bara þeir sem eru með lykilorð komist inn og skoðað það sem þið skrifið. það er svo töff.... þið sofið á þessu!
allavega mig langar svoldið að ræða ákveðna hugmyndafræði sem ég hef tileinkað mér. ég veit samt í rauninni ekki hvort þetta sé hugmyndafræði....veit ekki hverjar kröfurnar eru svo að eitthvað teljist sem hugmyndafræði. aaaaallavega. það sem ég vildi sagt hafa er að ég er búin að tileinka mér það að lifa bara í mínum heimi. og í mínum heimi þá ræð ég og allir eru skotnir í mér.
um daginn þá postaði ég í story á instagram og maður sem ég var að deita (erum ekki lengur að followa hvort annað) skoðaði storyið mitt. sjúkur í mig. svo daginn eftir þá horfði annar strákur sem ég var að deita (vorum aldrei að followa hvort annað) á storyið mitt. skotinn í mér. og málið er. ég veit alveg að það er ekkert endilega satt. í þeirra heimi. ég veit vel að það eitt að horfa á story þýðir ekkert endilega að viðkomandi sé ástfanginn af mér og sakni mín og hugsi um mig oft á dag.
en í mínum heimi!!!!! ræð ég og þá eru þeir ennþá skotnir í mér hahahhahaha. þetta er svo mikil snilld. svo gaman að ráða svona miklu. ef ég myndi horfa á story hjá þeim myndi það þýða að ég væri skotin í þeim? nei! því ég ræð hahahha. kannski í þeirra heimi, en ég bý ekki þar. ég held að á meðan ég geri mér grein fyrir því að minn heimur endurspegli ekkert endilega raunveruleikann þá sé þetta bara stemning. og allt í góðu. og ekkert hættulegt.
æj vitiði ég hélt ég myndi hafa meira að segja um þetta... en svo hef ég bara ekkert meira að segja. ætla að tala um eitthvað annað.
skal segja ykkur eitt sem ég er búin að ákveða. ég er búin að ákveða að hætta að setja mér svona miklar reglur. ég er alltaf eitthvað að bæta mig og blaaablabla. nenni ekki þessu endalausa dæmi maður shit. það er alveg gott og blessað að breytast og bætast og allt það! segi það ekki. ég vil aldrei hætta að verða betri og læra meira. en ég er svo oft að reyna að fatta hvað ég er að læra af ÖLLU.
í rauninni þá langar mig stundum bara að fá að gera eitthvað án þess að vera endalaust að pæla í því hvað mér finnst um það sem ég geri. sem dæmi mætti ég alveg hitta mann án þess að vilja byrja með honum og án þess að vera að pæla í því hvað ég væri að læra af því að vera hitta mann sem ég vil ekki byrja með. það kemur mér ekkert allt við!!! sumt á ég bara að fatta eftir á.
ef ég á að fatta eitthvað þá fatta ég það bara. þarf ekkert að vinna svona mikið fyrir þessu. þá er ég líka ekki að njóta mín í augnablikinu.
hef ekki meiru við að bæta.......sofið á þessu
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)