ungfrú instagram

hæ vinir!!!

 

takk fyrir að taka svona vel í bloggið!!!!!!! þetta er ekkert eðlilega mikil stemning og ég er að dýrka allt við þetta!! gleður mig að þið séuð líka að hafa gaman að þessu. næsta skref er einfaldlega að verða bloggstjarna og eyða öllum öðrum samfélagsmiðlum. 

 

eins og sum ykkar vita þá hef ég verið að endurskoða samband mitt við samfélagsmiðla voða mikið þetta árið. og þá sérstaklega instagram. ég nefnilega gaddem elska að setja í story. það er bara eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. en það er eitthvað skrítið við það samt líka. ég dýrka að setja allt sem mér sýnist. ég upplifi þetta sem mjög mikla sköpun. mín leið til að tjá mig og vera ég sjálf. og að veita öðrum amk smá innblástur til að gera slíkt hið sama. mér finnst ótrúlega gott að gefa af mér og mér finnst ég ná að gefa af mér í gegnum story lol. það er svo fyndið. en það er bara staðan! og ég veit líka að fólk hefur gaman af því að fylgjast með því sem ég hef að deila. 

 

ég er bara rosa mikið að endurskoða hversu mikið ég vil vera að segja fólki. er að reyna að finna jafnvægi í því að posta semi hverju sem er án þess að vera að segja öllum á internetinu hvað ég er að gera. þetta er smá flókið.. því á einn bóginn er lífið ekki svona alvarlegt og ég dýrka að setja í story. en á hinn bóginn þá vil ég geta lifað lífinu án þess að upplifa þessa þörf til að sýna öllum hvað ég er að gera.... skiljiði hvað ég á við?

 

þegar ég og vinkona mín (s/o á sigríði magneu) fórum saman í heimsreisu í byrjun 2020 þá hittum við stelpu í vietnam. sú stelpa var ekkert eðlilega mikil stemningskona vá! við djömmuðum með henni í hanoi og vorum svo að fara í sama flug til filipseyja. fórum því samferða upp á flugvöll. þegar okkur sigríði langaði að adda henni á einhverjum miðli þá sagði hún okkur að hún væri ekki á samfélagsmiðlum. þessi stelpa er mín helsta fyrirmynd í lífinu. hversu ótrúlega töff og powerful að vera ein að ferðast í asíu og vera ekki að deila því á instagram!!!! það er svo fokking töff, langar svo að vera þessi týpa. 

 

en að öðru.. varðandi instagram... vitiði hverju ég er komin með gaddem nóg af? að likea story á instagram sem ehv flirt. þaað er svooooooooooo leiiiiim!!! amk er ég algjörlega hætt að taka nokkuð mark á því. ég túlka like á story bara sem vinalegt. sama hversu sexy storyið er. fyrir mér er like á story það sama og að senda like putta í spjalli á messenger. það er, í besta falli, vinalegt. 

og nú vil ég að það komi mjög skírt fram að ég hata ekki að fá like á story!! ég elska elska elska like á story, ég elska likes og ég elska story.. dæmið gengur upp. en ef einhver er skotinn í mér þá getur viðkomandi einfaldlega heyrt í mér. og helst bara boðið mér á deit. mig vantar nefnilega ekki neina pennavini sem svara stundum story...

að geta likeað story er að aumingjavæða heilu kynslóðirnar!!!!!!!!!! 

takið þetta með ykkur á koddann!!!

 

ég ætla amk að leggjast á koddann... og kannski sofa rótt í alla nótt... það væri best..

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


Bloggfærslur 20. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband