26.11.2024 | 17:57
ég er hætt að taka í vörina (remastered)
hæ vinir!
ég er hætt að taka í vörina. eina ferðina enn! batnandi mönnum og allt það!!!! í tilefni þess að plútó er farinn yfir í vatnsbera. og verður í vatnsbera næstu 20 ár þá ákvað ég að hætta að taka í vörina.
þetta eru tímamót! ég hugsaði hmm hvernig sé ég næstu 20 ár fyrir mér? vil ég taka í vörina næstu 20 árin? og svarið var nei. þannig ég hætti bara að taka í vörina. núna eru komnir 10 dagar síðan ég hætti. og ég held ég þurfi að vera bara alveg hætt. ég var að láta mig dreyma um að taka í vörina kannskki einu sinni í viku eða eitthvað. en ég held það sé ekki raunhæft. ég myndi alltaf vilja fá mér meira í vörina.
svo veldur það líka frumubreytingum. að taka bara einu sinni. eða ég held það. geri bara ráð fyrir því. ekki segja mér ef það gerist ekki. vil halda að ég fái krabbamein ef ég tek í vörina.
ég er búin að taka ýmsar ákvarðanir í lífinu seinustu daga. ekki að það komi ykkur endilega við. ég er nefnilega líka að æfa mig að segja ekki öllum allt, alltaf. ég trúi því að sumir draumar séu of stórir til að leyfa öllum að heyra. þið fáið bara að sjá þegar það hefur ræst úr draumunum mínum. þolinmæði börnin góð!
en ég get sagt ykkur að ég er hætt við að fara aftur að vinna í leikskólanum. ég hringdi í leikskólastjórann um daginn og sagðist vilja koma aftur. en hefði hugsað mér að vera bara að vinna 50% max og bara þar til í sumar. en svo fannst mér það vera of mikið skref aftur á bak. ég ákvað þegar ég hætti að ég væri hætt. í alvörunni. og ég finn að það er staðan. ég er með of mikið af hlutum sem mig langar að gera til að réttlæta að fara alltaf aftur í sama gamla. sama gamla gefur mér ekki neitt nýtt!!! hallóóóó?!?!?!
önnur pæling. ég var að frétta af substack um helgina. vissuði öll af því eða? er meiri stemning þar? nei vitiði ég er að fýla mig of vel hérna á blog.is. íslenskt og skemmtilegt!!
ókei að öðru. um daginn þá var ég í mestu fýlu lífs míns yfir því að eiga ekki kærasta. þið munið kannski eftir því.... það er færsla hér fyrir neðan. munið kannski líka eftir þvi þegar ég hætti í þeirri fýlu.... það er færsla fyrir ofan fýlu færsluna. allavega. ég er ennþá bara sæl og glöð að vera kærastalaus. það er gjöf. ég er bara slök og að slappa af þar til minn tími kemur. ég ætla ekki að hafa neiiiinar áhyggjur af þessu. ég held að það muni bara birtast kærasti fyrir mig einn daginn. og ég mun ekki þurfa að hafa neitt fyrir því!!
svo fyndið samt því nú eru tvær vinkonur mínar aaaaalltaf að reyna að fá mig til að vera skotin í einum strák. og svo eru þær líka þvílíkt að segja sama strák að vera skotinn í mér. elsku strákurinn hahhahaha. þetta er svo fyndið. það er svo ótrúlega mikil 5. bekkjar stemning í þessu öllu saman. en vitið þetta kemur mér ekki einu sinni við! ég er bara chilliin. mér liggur ekkert á að eignast kærasta! veit í rauninni ekki hvort ég myndi hafa tíma til að viðhalda einum slíkum í augnablikinu. er nefnilega að láta mig dreyma svo stórt og svo þarf ég að fara að vinna fyrir hlutunum.
það er svoooooo gaman að vera bara að chilla omg. kannski verð ég skotin í þessum strák. það kemur mér bara ekki við. var líka lúmskt að fríka um daginn að núna yrði vandró þegar ég hitti hann næst. en svo rifjaðist upp fyrir mér að lífið er leikur og það þarf ekki að vera vandró ef það er ekki vandró. og mér finnst ekkert vandró.
þó ég sé ekkert að stressa mig þá er ég samt með markmið að fara á (amk) eitt deit og fara í (amk) einn sleik fyrir áramót. því mig langar á deit og í sleik. það er bara það skemmtilegasta sem ég geri! það verður gaman. ókei þetta var bara smá uppfærsla af pælingum mínum upp á síðkastið.
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)