baggfærsla

nú er ég í vandræðum kæru vinir. því mig langar að blogga en ég hef ekkert að segja.... ég er smá að pæla að hætta að taka í vörina. hef hætt 2x áður, í fyrra skiptið hætti ég í 3 vikur og í seinna entist ég í mánuð. en það er bara svooo gaman að byrja aftur þegar maður er hættur. mér finnst mjög gaman að taka í vörina,,, en mér finnst ekki gaman að vera háð einhverju. og nú er ég orðin eitthvað svo aum í gómnum. veit ekki hvort það sé alvöru áhyggjuefni eða hvort ég sé að gera meira mál úr því í tilefni þess að mig langar ekkert að vera að taka í vörina.

 

seinast þegar ég hætti þá hélt ég að ég myndi í alvörunni aldrei taka aftur í vörina. öllu gríni sleppt. ég hætti að taka í vörina 10. ágúst 2024... sirka 2-3 vikum seinna fór ég út að borða með nokkrum vinum mínum svona rétt áður en ég flutti svo vestur... og þá var salka vinkona mín líka nýhætt að taka í vörina. og við vorum að ræða það hvað það væri fokk næs og auðvelt. því mér fannst svo létt að hætta. var bara hætt og það var svo næs. 

 

svo segir siggi (mesti púki sem ég þekki) að hann fer spenntur að sofa á kvöldin vitandi það að á morgun getur tekið í vörina. sem er svo fyndið. hann var líka ekkert að grínast.

 

þetta er einn af þessum hlutum sem ég á svo innilegt love/hate samband við. annars vegar þá veit ég að nikótín er ávanabindandi og að ég er alveg háð því.. og ég er ekki að gera mér neina greiða að vera alltaf að bagga. en svo hugsa ég líka, hvað í ósköpunum má ÉG EKKERT? ég drekk ekki. ég reyki ekki. jú okei ég reyki alveg aaaaaf og til. samt ekki einu sinni einu sinni í mánuði. má ég þá ekki taka í vörina??? en svo vil ég það ekki heldur því ég vil ekki vera háð. þetta er alveg ástand.

 

er að æfa mig að taka lífinu ekki of alvarlega muniði! svo datt mér í hug um daginn að vera bara týpan sem er alltaf að hætta og byrja aftur. að hætta til að byrja aftur. taka 3 vikur no bagg og svo 2 vikur with bagg. það gæti verið eitthvað. 

ég byrjaði aftur seinast því ég var að eyða svo mikilli hugarorku í að pæla hvort ég ætti að byrja aftur. langaði að byrja aftur og hugsaði ekki um annað!!!! þá fannst mér betra að byrja bara aftur og losa amk um smá hugarplásss.

 

þetta er dagbók fíkilsins í raunninni. svo fyndið að sjá allar afsakanarnir sem maður finnur bara til að réttlæta það að halda áfram að taka í vörina. veit ég mun hætta þegar ég verð stór. sé ekki fyrir mér að vera 30+ og taka í vörina... það er svoldið asnó. ég hætti líka að veipa bókstaflega bara því mér finnst það svo kjánalegt og asnalegt. þarf bara að finna leið til að gera munntóbakið asnalegt og þá er ég góð. 

 

allir að segja oj ertu með í vörinni þegar ég er með í vörinni!!! láta mig skammast mín og eitthvað svona sálfræðilegt. gáum hvort það virki... held reyndar ekki. kannski þarf ég að segja það bara við mig sjálf. oj er ég að fá mér í vörina. ógeðsleg. djók. eða hvað. kannski ekki djók. kannski þarf ég að brjóta mig niður til að byggja mig upp. þetta er gæti verið gott efni í cult,,,, segi svona. 

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


Bloggfærslur 15. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband