stór stelpa í ítalíu

hjartans yndin mín!!! nú eru nokkrir dagar síðan ykkar kona hefur bloggað og það sem ég hef saknað ykkar<3<3<3<3<3<<3<3

 

mig langar til að segja ykkur frá ferð minni til ítalíu núna í lok september. ég byrjaði að skrifa færslu þegar ég var úti en svo var ég bara busy in my bliss og náði ekki að klára. ég ætla að leyfa því samt að byrja færsluna, setja tóninn. (hef það í skáletruðu til að þið ruglist ekki)

 

ég verð og þarf og verð og þarf svo ótrúlega innilega að fylgja mínu lífi og mínu hjarta og mynda mín tengsl og ferðast og gera allt sem mig dreymir um að gera. 

er úti á ítlaíu núna ein, á stjörnuspeki ráðstefnu og án alls gríns. þetta er það sem lífið mitt á að snúast um. að ferðast. og vinna og hitta fólk og vera stjörnuspekingur. ég þarf og þarf og verð að fylgja þessu.

 

byrjum samt á byrjunninni. ég fór s.s. út á stjörnuspeki ráðstefnu úti á ítalíu. ég flýg út á fimmtudegi. var aaaalein á flugvellinum, alein í flugvélinni, aalein að bíða eftir rútu, alein í rútu og alein í ferju. og djööööööfull var það næææææææææææs!!!!!! mér hefur aldrei í lífinu liðið jafn ótrúlega vel. ég elska elska elska að vera ein. og þetta var í fyrsta skipti sem ég ferðsast ein og geri eitthvað bara fyrir sjálfa mig. en já ég mæti svo upp á hótel, tjékka mig inn og fer uppá herbergi, herbergið mitt var allt bleikt! svo mikil staðfesting á því að ég væri nákvæmlega þar sem ég átti að vera.

síðan er eittthvað af fólkinu að socialisea niðri. ég hoppa niður og hitti þau. hitti meðal annars gamla kennarann minn, marc laurenson frá ástralíu. og það var svo gaman!! hann var í lúmsku sjokki þegar hann sá mig hahaha svo sagði hann öllum að ég væri geðveikt góð!! í stjörnuspeki!! ég gaddem elska að fá hrós og sérstaklega frá kennurum. allir að segja að ég sé klár og dugleg og flott!!!!!!!!!!!! 

 

síðan kemur föstudagurinn. þá byrjar fyrsti dagurinn af fyrirlestrum. allir fyrirlestrarnir voru ótrúlega fræðandi og skemmtilegir. síðan förum við öll saman í hádegismat og ég talaði við fullt af ótrúlega skemmtilegu fólki. ég var samt smá feimin þarna fyrsta daginn. smá síðan ég hef talað ensku og mér fannst ég vera að stama endalaust hahahha. síðan fór ég ein út að borða um kvöldið. fékk ótrúlega fynda þjónustu og það voru bandarísk hjón á næsta borði að drepast úr óþolinmæði. svo fyndið. 

 

okei laugardagurinn!!! þarna fór allt að gerast! ég fór í morgunmat, fékk mér cappuccino og drakk hann allan!! rosalegt (ég drekk ekki kaffi) svo voru fleiri fyrirlestrar. í lok dagsins þá fórum við öll út að taka hópmynd. síðan var ég eftir með 2 öðrum gellum, fórum á mega trúnó og það var svo gaman!! náði að komast yfir feimnina og bonda þvílíkt. svo var joinaði önnur kona okkur. sem er uppáhalds konan mín í þessum heimi. hún heitir eve, er 70 ára og býr í florida. ég sver hún er sálarsystir mín. náðum svo vel saman, ég til florida ASAP. um kvöldið þá er social night og við fáum okkur öll að borða saman svo er disko! hahah það var svo fyndið, þetta var algjör 5. bekkjar dansleikja stemning. yndislegt!

 

allavega svo kemur sunnudagurinn. þá er síðasti dagurinn af fyrirlestrum. yndislegt! um kvöldið þá fer ég út að borða með 3 öðrum stelpum. allar algjörar dúllur! yndislegar og bestar í heimi. síðan lentum við í smá ævintýri. við fórum s.s. í lítinn bæ smá frá hotelinu. þegar það kom að því að finna taxa heim þá var það smá vesen. enduðum á því að fá far frá tveimur ítölskum herramörrum. vorum 4 aftur í hahah og þegar við keyrðum af stað þá var gangsta´s paradise í útvarpinu. þar á eftir kom girls just wanna have fun! svo fyndið! þær peppuðu mig líka til að senda manninum sem ég er búin að vera skotin í að ég geti ekki verið vinir. bestu mínar.  

 

en vá í alvörunni. þetta var svo ótrúlega gefandi, yndisleg og opnandi upplifun!!! málið er, ég er gaddem stjörnuspekingur. ég fann fólkið mitt svo innilega þarna úti. að vera umkring hóp af fólki sem talar sama tungumál (stjörnuspeki) var svoooooooooo næs og svo gaman. ég í alvörunni ég get ekki lýst því hvað mér leið vel. 

ég hef vitað í smá tíma að ég á að gera eitthvað með stjörnuspekina. en núna veit ég 10000000000000000% að ég get ekki beðið með það. það má ekki bíða. ég ætla ekki að vakna til lífins 30, 40, 50 eða eldri og hugsa fokk afhverju gerði ég aldrei neitt með stjörnuspekina. ég ætla að fara all in í stjörnuspekina eftir skólann!!!!!! ég er búin að finna mitt!!! og það er svo fokk nææææææsssssss. ég er hér til að hjálpa öðrum finna sitt!! í gegnum stjörnuspeki....

 

manifesto astrólafíu er að gera stjörnuspeki mannlega og það á íslensku! það er endalaust til af upplýsingum um stjörnuspeki á netinu en ég vil hafa þetta aðgengilegt á íslenku. því íslenskan er svo falleg og ég vil ekki að við töpum henni!!!!! ég vil hjálpa fólki að lifa sínu besta lífi! 

núna er stefnan tekin á instagram, byggja upp astrólafíu og svo bara fulla ferð beibíííííííííííííí!!!

 

en okei bæ ætla að segja ykkur eitthvað meira krassandi næst!!

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


Bloggfærslur 5. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband