innblástur!!

hæ vinir

 

muniði þegar ég var í dramakasti um daginn?... ég er ennþá í dramakasti, held það sé bara mitt náttúrulega ástand. en núna er ég í öðruvísi dramakasti.. týnd á annan máta.. því núna erum við á námskeiði sem heitir einleikjasmiðja og erum búin að vera eitthvað að leika okkur og í spuna og svo að búa til okkar eigin einleik til að sýna á föstudaginn. (ég skrifaði þetta 23. okt held ég)(er að klára að skrifa núna á laugardeginum)(erum s.s. búin að sýna)

 

en málið er að maðurinn sem er að kenna okkur er svo ótrúlega frábær týpa!! huge s/o á elfar loga!!! hann er svo mikið að gera eitthvað sem hann brennur fyrir og það smitar svo út frá sér!! þetta er nákvæmlega það sem mig var búið að vanta! að sjá einhvern sem elskar það sem hann gerir og hvetur mann til að gera það sama. ég fylltist svo miklum innblæstri að ég fór meira að segja að pæla hvort mig langaði bara líka til að vera leikari. 

 

ég held reyndar að mig langi ekki endilega til að verða leikari. en mér finnst mjög gaman að vera með performance. nýt mín alveg lúmskt uppi á sviði. eða ókei ekki lúmskt, elska sviðsljósið. ég er að læra að njóta þess betur. mér finnst best að vera bara ég sjálf þó ég sé uppi á sviði. kannski prófa ég að leika einhvern annan en mig ehvtíman. mér finnst bara svo gaman að vera ég. og ég geri það svo vel. en já ég þurfti mjög innilega þennan eldmóð! ef næstu námskeið verða svipuð þá get ég vel séð fyrir mér að vera hérna eftir áramót.. en sjáum bara til hvernig þetta þróast... það er ekki mitt að vita núna hvað ég geri. (þetta er dramakastið sem ég var að tala um í byrjun)(er búin að ná mér aðeins niður)

 

á ég að segja ykkur frá mínum einleik. ég las upp úr dagbókinni minni. það var mjög gaman. ég hef skrifað í dagbók reglulega frá svona 2017. og vááááá´hvað ég mæli með því að allir geri það! það er svo ótrúlega gaman. bæði frábær leið til að koma tilfinningum sínum og hugsunum á blað. og fá smá útrás og losun. svo er líka bara svoooooo gaman að lesa til baka. skemmtilegasta sem ég geri. finnst svo gaman að skrifa og lesa það sem ég skrifa hahahaha. nenniði að byrja að skrifa í dagbækur og byrja að blogga!! mun aldrei hætta að segja fólki að byrja með blogg. ég er að endurvekja þennan miðil. öll að hætta á insta og byrja bara á blog.is og strava. mesta stemningin er þar. 

 

en já ég las nokkrar dagbókarfærslur sem ég hef skrifað um einn mann. svo fyndið. og fólkið hló með mér! sem var svo gaman! ekkert sem ég elska meira en að fá fólk til að hlægja!!!! þannig ef ykkur vantar atriði á árshátíð eða eitthvað þá get ég tekið að mér sýningar. minnsta mál í heimi. kannski verður þetta svona mitt thing þegar ég verð fræg... eins og emmsjé gauti er með julevenner... þá verð ég með upplestur úr dagbók ársins. það væri svo fyndið. en ég ætla samt alveg að passa mig að halda sumu fyrir mig. líka með bloggið. ég er mjög opin en vil ekki heldur gefa mig alla!! því þá er ekkert eftir fyrir mig!!!!!

 

ókei aftur að dramakastinu.... lúmskt.... ég er nefnilega smá búin að vera að fríka út yfir því hvað mig langar að prófa mikið og gera mikið og vera mikið. en mamma sagði að ég má alveg prófa allt. og það er bara hárrétt hjá henni!! ég má alveg prófa að vera leikari ef ég vil það! það liggur ekkert á!! ég er svo mikið að æfa mig í að vera bara til. er með svo mikila þörf fyrir því að verða fræg... lowkey... og set svo mikla pressu á mig að finna eitthvað sem verður mitt og blablablba en það er bara allt mitt. ég má gera allt sem ég vil í þessum heimi og ekki ætla ég að fara að stoppa mig!!!! það væri galið!!!!

 

btw ég verð að segja eitt..... og það er bara takk!!! takk fyrir að taka svona ótrúlega vel í bloggið kæru vinir! það er svo gaman. gleður mig að þið séuð líka að hafa gaman af þessu öllu saman!!! kann svo innilega að meta það þegar þið hrósið mér. það er svo fallegt ég elska að hrósa og fá hrós. knús á ykkur sætustu mín. og bara takk fyrir að taka mér eins og ég er!!! dái ykkur og dýrka. haldið áfram að vera svona sæt og blíð og góð. love u!

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


Bloggfærslur 26. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband