ljúfa líf

halló vinir !

 

ég elska fólk. mér finnst þetta ljúfa líf vera svo ótrúlega fallegt. fæ ekki nóg. er að fljúga til hollands að heimsækja hildi mína bestu konu!!!!!!!! mér finnst fólkið í vélinni með mér svo mannlegt. það er svo mannlegt. krútta yfir mig. við erum án gríns bara eitthvað fólk sem er saman á jörðinni að upplifa okkar líf saman. það er svo fallegt.

 

það er til dæmis hópur af strákum (sumir myndu segja mönnum)(þeir eru allir fullornir)(en samt svona 30-40 ára max) og þeir eru greinilega í vinnuferð. eða einhverskonar strákaferð. og það er svo gaman hjá þeim. þeir eru svo spenntir að vera fara saman og hafa gaman ooooh ég er að elska þetta. svo góð stemning.

 

síðan er par fyrir aftan mig sem fékk að sitja saman þrátt fyrir að vera ekki með sæti saman upprunalega. sætu. konan er eitthvað flughrædd greyið sagði hún. svo er annað par við hliðina á mér sem er max!!!! kósy á því. með svona ferðakodda og viftu í sambandi. og þau eru bæði sofandi. stemningin hjá þeim er mjög kósy en samt líka svona kannski líður þeim óþæginlega. ég fæ smá innilokunarkennd með þeim eitthvað. veit ekki hvað það er.

 

svo er strákur við hliðina á mér. veit nú ekkert með hverjum hann er. en hann pantaði sér vodka og appelsínusafa. fékk glas með til að blanda þessu saman en hann var ekkert að því. hann tók bara skot og fékk sér síðan sopa af appelsínusafanum. svo fyndið.

 

ok jæja lífið er hætt að vera fallegt það var einhver að prumpa rosalegri lykt. lífið er ömurlegt. sike!!!!! þetta er víst líka partur af þessu lífi. en nei vó ok þetta er alveg svakaleg lykt hahahhahahahahaha.

 

svo er ég líka mannleg. munum það. ég sit ein að skrifa í tölvunni og flissa. það er nefnilega svoldið gaman að vera ég. og ég hugsa mjög oft eitthvað mjög skemmtilegt sem fær mig til að hlægja og flissa. það er ótrúlega skemmtilegt. nú heldur einhver eflaust að ég sé að hlusta á fyndið podcast. en ég er bara svona fyndin sjálf. það er svo gaman að vera svona fyndin oh ég elska það. þakklát fyrir að deila sama húmor og ég sjálf.

 

ég fæ svipaða tilfinningu oft þegar ég er að fylgjast með fólki í sundi. þar eru allir svo mannlegir. börn að leika sér. foreldrar að leika við börnin sín. ung pör. og taktlausu pörin sem eru bara í feitum sleik í pottinum. og svo gamlir kallar að snýta sér í bakkann. eða reyndar það gera það alveg fleiri en bara gamlir kallar. það finnst mér alltaf jafn ógeðslegt. en hey partur af þessu lífi!

 

þetta líf er gjöf elsku vinir. njótið þess í botn. njótið þess góða og þess ´slæma´. love you<3<3 ég er til dæmis að njóta og sjá fegurðina í þessu öllu þrátt fyrir það að vera með bólu. mjög stórt.

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


bold rush orka

hæ vinir

 

er að drekka bold rush orku omggggggg hvað ég elska hana. hún er ekki lengur til í búðum en ég keypti fokk margar í febrúar þegar ég tók eftir að hún var að hætta hahahha. á ennþá tvær eftir. plús þessa sem ég er að drekka núna. jummy! þetta er svo gott. 500ml yup! 160 mg af koffíni YUP!!!!

 

ég bloggaði oft í haust/vetur með eina svona ískalda á kanntinum. það get ég sko sagt ykkur gullin mín. vitiði hvað ég get líka sagt ykkur. ég skal segja ykkur smá hvað ég er að hugsa og bralla núna undanfarið. ég var að taka pásu af instagraminu mínu (sjokk). allir í sjokki ég veit. ég hætti 1. apríl og ætlaði ekki að fara aftur á insta fyrr en í krabba-tíð (21. júní)...

 

en svo kom tvíbura-tíð...... og tvíburinn elskar að hafa gaman og tjá sig og tala og flippa og ég bara varð að fá mér instagramið mitt aftur. þannig ég er mætt aftur á grammið og það er svo mikil stemning. i love it. ég elska instagram. ég elska að hafa gaman. ok sko ég var alveg á astró instagraminu en það er bara ekki eins. þar er ég ekkert að flippa jafn mikið og á persónulega. en það var líka mjög gaman að vera aðeins persónulegri á því. höfðum öll gott af því.

 

svo bjó ég líka til eitt leyni prívat instagram bara fyrir vini... í pásunni minni tók ég nefilega eftir því að mér fannst raunverulega leiðinlegt að geta ekki séð hvað nánasta fólkið mitt var að bralla. þannig mér finnst það vera ágætis lending. svo er þetta endalaus vegferð. alltaf er ég að vega og meta þetta instagram og skjáinn og miðlana alla. en já þetta er mjög áhugavert allt saman.

 

hm hvað meir. ég er bara búin að hafa það gott. mjög gott. búin að hitta vini mína mjög mikið upp á síðkastið. svo kærkomið. svo nauðsynlegt fyrir heilsuna mína omg. er að fara að hitta vinkonu mína á eftir og svo aðra á morgun. svo gott og gaman. og er líka að fara á stefnumót... bara segja. en segi ekki meir.... en það verður eflaust gaman. elska stefnumót. 

 

ókei ætla núna að klára það sem ég er að gera ókei bæ. btw á ég að fara á substack eða....? ég var að færa astró bloggið þangað... en ég veit ekki hvort ég vilji færa þetta líka... sef á þessu eða eitthvað

bæ love u!

 

með hjartans kveðju, 

ólafía sigurðardóttir


svo er ég bara mannleg eftir allt saman??

halló kæru vinir og óvinir!!!

 

nú hef ég verið að upplifa ákveðna lægð.... bara í nokkra mánuði. og það er ekki gaman. mér finnst nefnilega svo gaman að hafa gaman. ég er að eðlisfari bara hress og skemmtileg. og jákvæð. en omg svo kemur í ljós... að stundum er ég það ekki hahahhaha. ég sakna þess svooooooooo ótrúlega mikið að búa í bænum. að vera nær vinum mínum.

 

ég elska vini mína svo mikið. þau eru mér svo kær og ég á án gríns bestu vini í heimi. dýrka þetta fólk. en núna hef ég ekki búið í bænum í marga mánuði!! flutti vestur í byrjun september,,, flyt svo ´heim´ í sveitina fyrir jól. og núna er maí. og ég er ekkert á leiðinni í bæinn á næstunni. er nefnilega að fara í heimsreisu (meira um það síðar). 

 

en já ég bý í sveitinni. og það er alveg huggulegt. mikil ró. ég er búin að fá rosalega góðan og mikilvægan tíma til þess að sinna mínu. byggja upp stjörnuspekina og allt það. mjög gott og ég veit að ég hefði ekki gert það jafn innilega í bænum.... hér er erfitt að trufla mig nefnilega. lítið um freistingar. og ég er alveg búin að njóta mín. ekki misskilja. ég er í kringum fjölskyldu sem er svo kærkomið. þau eru líka best. ég er alltaf að reyna og reyna að sjá björtu hliðina á því að búa hér. og ég sé þær alveg. ég sé fullt af jákvæðu og góðu. en samt er ég í lægð. ég bara þarf meira. ég þarf meiri andlega og félagslega örvun en sveitin og selfoss getur boðið mér. 

 

ég er bara mannleg og get greinilega ekki notið mín í botn hvar sem er????? ég hélt svo innilega að ég gæti verið FRÁBÆR hvar sem er. og í hvaða aðstæðum sem er. en svo get ég það ekki????? ég er greinilega bara mannleg? ég var án gríns að fatta það bara í vikunni. helga systir benti mér á að það er mjög eðlilegt að fýla sig misvel á stöðum. ooooh og hjartað mitt býr í miðbæ reykjavíkur. elsku 101 i love u. i miss u. ég sakna vina minna. og mér finnst ótrúlega vont að vera ekki á leiðinni þangað,,, ekki strax amk.

 

ég er samt svo ótrúlega þakklát fyrir það að búa hérna. en mig langar bara í meira. hjartað mitt þráir meira. og ég mun fá meira. ég er að safna fyrir heimsreisu. það verður most epic. og svo kærkomið. svo er hækkandi sól og allt það. en úúúffffff ég er komin með svo mikið ógeð af því að vera alltaf í fýlu. eða ekki upp á mitt hressasta. mér finnst ekkert gaman að hafa ekki gaman. og þó það sé alveg gaman þá er ég smá tóm bara. arg. en þetta er bara tímabundið. og ég er alveg að gera það besta úr þessu. er bara búin að vera í extra mikilli fýlu eitthvað seinustu vikuna. (var líka að byrja í nýrri vinnu og ég er ekkert að ofpeppast yfir því hahahahah ekki beint skemmtilegasta vinna lífs míns)(no offense)(hef eiginlega engan tíma til að spjalla við neinn í vinnunni og það gerir mig alveg gráhærða)

 

ÉG ÞARF FÉLAGSLEGA ÖRVUN GUYS PLÍS TALIÐ VIÐ MIG!!!!!!!!! 

allavega. ég geri bara það besta úr þessu :) 

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband