30.4.2025 | 09:59
x
ókei ég er búin að vera eitthvað skrítin í hálsinum og ég held það sé því ég á eitthvað ósagt við þig kæri maður! og er þá ekki bara best að segja það. nema ég ætla ekkert að segja þér. bara koma þessu niður á blað.
ég held að ég muni aldrei hitta þig aftur. eða hvað veit ég svosem. ég veit ekkert um það. en ég elska þig hahahahhaha. úps þetta kom bara út hahahahah. ég elska þig og það kemur þér ekki einu sinni við. þú ljómaðir upp þvílíka fantasíu. og vá hvað ég er þakklát fyrir það. mér finnst segja mjög mikið að ég hafi fattað að mig langar í börn þegar ég var með þér. en ég þekki þig varla. eða sko.... faktískt séð þá þekki ég þig ekki, hittumst ekki oft. en mér líður ekkii þannig. mér líður eins og ég hafi þekkt þig.
æj ég sakna þín samt alveg. ég er alltaf að þykjast ekki sakna þín og ég er alltaf að gera lítið úr því sem við áttum saman. en þetta var bara mjög stórt fyrir mér. á blaði var þetta kannski ekkert rosalegt og kannski var þetta ekki svona stórt fyrir þér. en fyrir mér þá var þetta svo stórt. ég er amk ennþá að klára að melta þetta og vinna úr þessu. er að finna leið til að taka þetta með mér út í lífið án þess að vilja bara fá þig til baka.
ef við áttum að vera kærustupar þá værum við kærustupar. en ég held að mér sé ætlað eitthvað stærra og meira en að vera kærastan þín. amk í bili. þú myndir heltaka mig. hahha ég held ég hefði ekki séð sólina fyrir þér elsku kallinn minn. ekki þá. ekki núna. en kannski myndi ég ná því seinna.
þetta hefur svoldið haldið mér lengi. hugmyndin um að sjá þig seinna. hittast seinna. þegar tíminn er réttur. að núna sé ég bara að sinna öðru, byggja upp astrólafíu og svona og svo seinna... þegar ég er tilbúin... þá hittumst við og stofnum fjölskyldu... en omg ég get ekki haldið í það. og ég er farin að halda að ég muni aldrei sjá þig aftur. að ég muni ekki einu sinni rekast á þig út í búð. ég held að þetta sé í alvörunni búið. að eilífu. í þessu lífi amk. ég er ansi hrædd um það. er það ekki bara best samt.
svo hef ég svo mikinn húmor fyrir þessu. ég mun pottþétt aldrei hætta að hugsa um þig því þó það fari svo ótrúlega mikið í taugarnar á mér að vera ennþá !!! að hugsa um þig, bókstaflega mörgum mánuðum seinna. þá finnst mér það líka eitthvað svo fyndið. og það verður alltaf fyndara því lengra sem líður.... ha ha ha já er ennþá að hugsa um þig 5 árum seinna. nei okei það væri ekki fyndið hahahhahahaha. ég verð hætt þá.
ó já ég ætlaði að skrifa þakkarbréf. ég ætlað að þakka þér fyrir þann part sem þú spilaðir í mínu lífi. þakka þér fyrir þitt hlutverk í minni mótun í lífinu. takk fyrir allt. takk fyrir að vera þú. takk takk takk!! það sem ég hef gaman af þér. takk fyrir að sýna mér þá fegurð sem þú sýndir mér. takk fyrir að taka mér eins og ég er. takk fyrir að vera svona fyndinn og skemmtilegur og ruglaður. alveg kex. takk fyrir að sýna mér að menn eins og þú séuð til. takk fyrir að vera ´réttur maður´ á ´röngum tíma´. (gæsalappir því ég trúi ekki á svoleiðis).
takk fyrir að vera rétttur maður á réttum tíma! takk fyrir allt!!!!!!!!!!! án gríns! takk fyrir sokkana. takk fyrir að senda mér ekki galla. hahah égbjóst alveg við því tbh... takk fyrir að heyra ekki í mér í mars. takk fyrir að láta mig vera. takk fyrir að hlusta á mig. takk fyrir að likea ekki sexy story. takk fyrir að hafa svona gaman af mér. takk fyrir. takk takk takk takk takk. takk fyrir allt það hugarangur sem þú gafst mér. takk fyrir allar dagbókarfærslurnar sem ég skrifaði um þig.
og þó mér finnst mjög sárt og erfitt að segja það... takk fyrir að vera ekki lengur í mínu lífi.
það sem við áttum var fullkomið eins og það var. takk fyrir samveruna.
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt 6.6.2025 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2025 | 11:22
ok feik bitch
ég er feik bitch..... hahahhahahahaha
ég er það. ég þykist vera svo líbó og næs og alltaf í svo miklu flæði og að taka hlutunum bara eins og þeir eru. það gerist bara það sem gerist. en ég er í raunninni mökk stjórnsöm hahahahhaha. ég er svo miklu vanafastari en ég held og það kemur mér sífellt á óvart.
í gær þá var ég næstum því búin að stoppa uppþvottavélina og vaska upp ákveðna skál sem ég er vön að setja frosnu hindberin mín í þegar ég fæ mér svoleiðis.... í staðin fyrir að setja bara í aðra skál eða bolla eða eitthvað. (endaði á því að setja hindberin í bolla)(stórt)
og ég er líka bara ógeðslega stjórnsöm. en á svo lúmskan máta. ég til dæmis drekk ekki. hætti að drekka því ég hafði bara ekki stjórn á drykkjunni. þetta er mest valid birtingarmynd stjórnseminar. dæmi um að stundum er bara mjög gott að vera stjórnsöm. þvílík gjöf sem það er að hafa hætt að drekka omggggg best Í HEIMI!!! frfrfr
allavega svo hætti ég að taka í vörina. líka því eg var háð því og ég fýla ekki að vera háð einhverju. að ´´þurfa´´ eitthvað. oj ofnæmi fyrir því. en svo er ég alltaf að reyna að stjórna öðrum hlutum í lífinu í staðin fyrir að leyfa þeim bara að vera. eða leyfa þeim að þróast náttúrulega.
hvaða þörf er þetta hjá mér að skilgreina allt? núna erum við vinir. núna erum við ekki vinir. núna erum við ekki að hittast. ég er HÆTT. alltaf þarf allt að vera eftir mínu höfði. þetta er svo áhugavert. og mér finnst þetta ótrúlega magnað. því ekki hefði ég haldið þetta um sjálfa mig. að ég væri bara feik bitch sem er stjórnsöm. mjög spennt að æfa mig að ráða ekki öllu. og vera ekki alltaf með svona dramatískar yfirlýsingar.
ætla amk að prófa það. svo hlýt ég að finna eitthvað jafnvægi í þessu einn daginn. að vera í flæði. leyfa hlutum að gerast. en leyfa ekkert endilega hverju sem er að gerast. jú omg afhverju ekki? ég er bókstaflega bara 25 ára stelpa ég veit ekkert hvað ´´á´´ að gerast??? ég veit ekkert um það hvaða plan alheimurinn er með fyrir mig og hvað þykist ég vita hvaða leið er best til að komast að því sem ég óska mér???? ég veit bara ekkert um það??!?!!!
ég er líka búin að vera mikið að hugsa um ýmis ´mistök´ sem ég gerði í menntaskóla. að hafa brotið traust vinkonu og svona ýmislegt annað sem ég myndi aldrei gera í dag. ég get sagt 1000000% að ég var í röngu í ýmsu. og ég get 10000% sagt að ég myndi ekki endurtaka þetta. en ég get ekki sagt að ég sjái eftir neinu. því ef ég hefði ekki gert þessi mistök þá hefði ég ekki fengið að læra af þeim. og vá þvílíkur ótrúlegur lærdómur. mér þykir auðvitað fyrir því að hafa sært fólk í kjölfar þessara mistaka... en ég get bara ekki sagt að ég sjái eftir þeim.
þannig hver er ég að segja að mistök sem ég geri núna sem 25 ára séu röng? ég sé ekki stóra samhengið. ég veit ekkert. ég er bara hér til að læra og vá hvað það er frábært. en ég er tilbúin að prófa að sleppa betur tökum á þessari stjórn sem ég vil hafa. því ég stjórna þessu ekkert.
ég ræð ekkert hvað hefur áhrif á mig. ég ræð ekki hverjum ég verð skotin í. hvaða vini ég eignast. hvað strákar sem ég verð skotin í hafa áhrif á mig lengi og hvað hver breytir miklu. ég ræð því ekki. og ég get ekki vitað það fyrir fram. þannig hver er ég að fara að reyna að stjórna því. að ákveða nei ég ætla ekki að eignast kærasta á þessu ári?? ég ræð því ekkert hahahhahah ok sure jú ég get alveg ráðið því. en vil ég ráða því? nei ég vil að lífið komi mér á óvart. og ég er tilbúin að leyfa lífinu að koma mér á óvart.... eins og lífið vill.. ekki eins og ég er búin að ákveða að það muni/eigi að koma mér á óvart.
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)