heimsendir (fékk 37 like á instagram)

hæ vinir

 

ég hef mjög mikið að segja reyndar. og allt því ég fékk svo fá like á nýjustu myndina mína á instagram. en fyndið. okei ég postaði s.s. mynd í gær. ég ákvað að hafa svoldið gaman, því ég elska að hafa gaman. og lífið er leikur. don´t forget it. 

ég postaði s.s. mynd af "they don´t know..." memeinu nema gæjinn var að hugsa um mynd af mér. í staðin fyrir texta. fattiði. mér finnst það mjög skemmtilegt. en instagram hatar að hafa gaman. eins og við vitum öll. 

 

og vegna þess að instagram hatar að hafa gaman þá fékk ég bara 37 like á myndina. sem er svo fyndið. ég vissi ekki að ég gæti fengið svona fá like. svo finnst mér svo galið og grillað og fáránlegt að pæla í því hvað þessar tölur, like og áhorf og svona dæmi nær okkur. ég er mjög örugg í sjálfri mér en ég hugsa samt hmm dem fólk var ekki að fýla myndina. eins og það skipti einhverju máli???????????? !!!!! það skiptir bókstaflega engu máli. ef það er raunin, að fólk sá og likeaði ekki. það er bara gott og blessað. í rauninni er það nauðsynlegt fyrir konu eins og mig. koma mér aðeins niður á jörðina af og til.

 

en ég held samt líka að instagram hati þegar fólk hlýðir þeim ekki. eða held. er ekki búið að sanna það eða? instagram (og meta) er eins og frekur og illa upp alinn krakki sem vill að allir hlusti á sig og geri hlutina eins og hann vill. bara því hann segir það. ég fokka svooooo lítið í því. og tala nú ekki um nýjast nýtt hjá mark ljóta. að leyfa meiri hatursorðræðu. reynir að láta eins og þetta snúist um tjáningarfrelsi. en þetta snýst bara um að fá að hata minnihlutahópa, það er nefnilega svo gott fyrir algorithamnn. að fá okkur öll til að hata hvort annað svo við gleymum hvern við eigum í raun að hata..... segi bara eins og haymitch og finnick í hunger games.... remember who the real enemy is. 

 

allavega. ég er alveg komin með upp í kok að eiga að spila eftir reglunum sem þessir miðlar setja okkur. ég er ekki að fara að posta stuttum myndböndum því það er það sem öppin vilja. það fer gegn öllu sem ég stend fyrir. ef fólk er ekki tilbúið að hlusta á mig tala eins og mig langar að tala þá er það bara þannig. ég er ekki fyrir alla. sem er líka svo frábært. 

 

plús það að mig langar alls alls alls ekki að spila inn í núverandi vanda að fólk geti ekki haldið athygli. það er bara mjög alvarlegt. og ég ætla ekki að taka þátt í því að búa til efni sem gjörsamlega fokkar því upp en meira. gleymdu því. 

 

svo er ég líka sannfærð um það að instagram sé á seinasta snúning. fólk er hætt að fokka í þessu. að láta segja sér hvað það á að fýla. hvernig það á að lifa. þetta er svo miklu dýpra en maður leyfir sér að pæla í. því ef maður pælir í því þá verður svo raunverulegt hvað þarf mikið að breytast. en krakkar. við getum alveg breytt. það er nefnilega ekkert svo flókið. það tekur bara smá tíma og það tekur mikinn aga. 

 

instagram er búið að missa allan sinn sjarma. og það er alveg langt síðan. ef instagram myndi einfaldlega sætta sig við að vera eitt af mörgum öppum. í staðin fyrir að vera stanslaust að reyna að vera eina appið. það bað enginn um myndbönd á instagram. og ég held að heilt yfir þá vill fólk ekki hafa reels. en það er það sem grípur fólk. þar festist fólk. og meta elskar það. elskaaaaar að eyða tímanum okkar. 

 

ég hef pælt í því lengi að hætta bara. það sem stoppar mig er stjörnuspekin. það er astrólafía. því instagram er í raunninni bara business. það eru endalausar auglýsingar. allir að reyna að selja þér eitthvað. meira að segja ég. ég er að byggja upp stjörnuspeki-dæmið á instagram. ég auglýsi bloggið á instagram. fokk maður ég er komin með svo mikið ógeð af instagram. það er ekki hægt að treysta á þennan miðil fyrir neitt. 

 

persónulega er ég að taka skref á bakvið tjöldin til að tryggja það að ég sé ekki háð þessum miðli. því hann er að syngja sitt síðasta. ég finn það. ég veit það. og við vitum það öll. 

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


afmæli

hæ vinir

 

ég á afmæli á morgun og ég er svo til í það. ég elska afmæli. elska að eiga afmæli, elska þegar aðrir eiga afmæli, elska að bjóða í afmæli elska að vera boðið í afmæli. allt við þetta er svo skemmtielgt. mér finnst svo gaman að halda upp á hlutina. fagna mér. fagna öðrum. fagna lífinu! það eru forréttindi að fá að eldast og fara enn einn hringinn í kringum sólina. þvílík gjöf. 

 

mér er hugsað til vina minna. til tímans þar sem það var eðlilegast í heimi að setja þvílíku ræðurnar á facebookið hjá nánustu vinum sínum þegar þau áttu afmæli. og helst vera búinn að safna saman myndum og ýmsu skemmtilegu í myndband sem fékk að fylgja með. 

 

svo fór ég að hugsa um menninguna að setja í story þegar einhver á afmæli. og að það sé smá deyjandi list. samt ekki. en samt. eins og afmæli séu ekkert svo merkileg lengur. æj bíðið ég ætla fyrst að segja það sem mig langaði að tala um. svo skal ég tala um þetta.....

 

mig langaði nefnilega að segja að tilhugsunin um að einhverjir vinir mínir óski mér til hamingju er að gera mig voðalega væmna akkurat núna. fékk afmælisgjöf frá vinkonum mínum um daginn og á kortinu stóð að þær væru þvílíkt heppnar að eiga mig. hættu nú fer ég að gráta. ég er heppin að eiga þær!!!!! 

 

ég er svo ótrúlega heppin með fólkið í kringum mig. svona án gríns. og ég veit vel að ég hef rætt þetta áður en ég í alvörunni get talað um þetta endalaust. ég á svo ótrúlega dýrmætar vinkonur. þær eru mér allt!!!! allt sem ég er og allt sem ég á er útaf öllum konunum í lífi mínu. shit stelpur ég elska ykkur. konur eru bestar. svona almennt. en líka.... ég án gríns þekki allar bestu konur heimsins. allar vinkonur mínar eru svo ótrúlega fallegar, dýrmætar, góðar, skemmtilegar og yndislegar sálir að það hálfa væri nóg! ég án gríns skil þetta ekki. 

 

hvað fær ein kona eins og ég að vera heppin? hvað er hægt að vera heppin???? svona án GRÍNS? 

hvernig datt ég eiginlega í þennan lukkupott? það er svo fallegt að vera umkringd fólki sem vill mér allt það besta. sem styður mig og hvetur mig áfram í einu og öllu! ég gaddem elska ykkur. verð svo ótrúlega montin líka. bara mmmmmhm þetta eru sko vinkonur mínar! og vinir mínir!!! eru þau ekki öll ótrúlega fyndin og skemmtileg og blíð og góð? óóójú! þau eru það nefnilega!!! 

get ekki lýst því með orðum hvað ég er þakklát fyrir það að svona yndislegt fólk kjósi að vera vinir mínir. við eigum í rauninni öll afmæli á morgun því ég væri ekki konan sem ég er í dag nema út af ykkur!

 

(ég tel btw systur mínar með sem vinkonur... þó þær hafi ekki valið mig endilega sem systur)(nema reyndar helgu systur.... því hún er alltaf að segja að við séum ekki vinkonur, heldur bara systur)(tussa)

 

en já svo ætla ég aðeins að ræða þessar afmæliskveðjur. því ég var bara að hugsa það núna á meðan ég skrifaði. afhverju ætli við séum farin að posta minna þegar vinir okkar eiga afmæli? er það því við erum bara meira í núinu? var þetta orðið of mikil skylda? gæti vel trúað því, ég veit að ég fann mig oft knúna til að posta öllum því annars myndi viðkomandi verða fúll. (fyrir mörgum árum)(tek það fram)

 

en vitiði hvað ég held..... okei sko við getum öll verið sammála um að stelpur voru (og er) duglegri að posta þegar fólkið í lífi þeirra á afmæli. gæti verið að við séum líka búnar að minnka þetta þvi að strákar (bókstaflega allir strákar í öllum heiminum) gerðu grín af þessu........... ég held að það gæti alveg spilað eitthvað inn í. 

 

og nú er ég ekkert að segja að þetta sé endilega eitthvað sem þurfi að endurvekja. þetta var alveg frekar mikið á tímabili. amk í minni upplifun á instagraminu góða. en það er samt svo ótrúlega fallegt hvað við mennirnir höldum mikið upp á hvort annað.

 

það er svo fallegt að við elskum hvort annað. og að við séum svona montin með fólkið okkar. auðvitað vil ég að sem flestir viti þegar uppáhalds fólkið mitt á afmæli. mér finnst afmæli og afmæliskveðjur frábær leið til þess að deila gleðinni. deila ástinni. 

ókei hætt að vera væmin (í bili) love u

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband