27.12.2024 | 13:39
innilegar þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða
hæ vinir!
nú er komið að því! árið er að klárast! ég dýýýýýrka tímamót og elska að horfa til baka og skoða hvað hefur breyst á árinu sem er að líða. hvort ég hafi náð þeim markmiðum sem ég setti mér og hvað ég hef lært. markmið mitt á árinu var fyrst og fremst að fara út fyrir þægindarammann. og prófa eins mikið nýtt og ég gæti. sem ég gerði svo sannarlega!
í janúar fór ég út að hlaupa í einhverju gríni... en svo fannst mér það smá skemmtilegt, síðan fór ég aftur út að hlaupa í mars.... og það var aftur bara frekar gaman. svo varð ég bara algjör hlaupakona um vorið/sumarið. en ég lærði líka,,, að að er mikilvægt að vera í alvöru hlaupaskóm. því undir lok sumars þá var ég nefnilega byrjuð að fá verk í vinstra hnéð þegar ég hljóp.
ég prófaði líka að æfa box. foooooookk hvað það var mikil stemning omg!! ég dýrka allt við það. var að æfa í mjölni og stemningin þar er svo góð!! strákarnir í boxinu voru reyndar frekar vandræðanlegir alltaf hahahahah það var svo fyndið. þeir áttu án gríns bara frekar erfitt með það að það væru gellur á æfingunum. voru ekkert dónalegir en flestir þorðu varla að horfa á mann. við vorum oftast fjórar gellur á æfingunum og það var biluð stemning. svo fór ég einu sinni og var eina gellan. sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég var að sparra við einn sem var svoldið vandró stundum. og hann nennti sko eeeeeeekkert að sparra við mig en lét sig þó hafa það greyið. hann kýldi mig ekkert eðlilega oft í andlitið hahahahah þá lærði ég að ég er ekki með snögg viðbrögð.. ég bara færði mig ekki frá þegar höggið kom. það var mjög fyndið.
lærði líka bara núna rétt í þessu að maður segir "í frásögur færandi" ekki "frásögu færandi".... alltaf að læra eitthvað nýtt!!! þvílíkt ár!
ég fór líka í fyrsta skipti á þessu ári í world class. og viti menn...... nú dýrka ég það, ekki world class per se, en bara svona ræktar stemningu. ég byrjaði að lyfta og eitthvað svona skemmtilegt. 2025 ætla ég að vera sterkust lífs míns. bíðið bara!!!!
ég hef verið að endurskoða samband mitt við snjallsímann minn mikið á árinu! í janúar 2024 þá tók ég mánuð án instagram. og var svo allt árið að skoða og vega og meta og eyða og downloada og ýmislegt. mjög upp og niður allt saman. er komin með ógeð af því að nota hann svona mikið en ég dýrka samt instagram. líður oft eins og ég hafi verið fædd til þess að posta í story. það er án gríns top 10 skemmtilegasta sem ég geri.
og nú hefur embla systir fundið töfralausnina (höldum við báðar). hún fékk hugmyndina að kaupa sér samlokusíma og nota hann sem síma. en eiga instagram og allt þannig ennþá í snjallsímanum. EN snjallsíminn verður bara heima. síðan keypti hún samlokusíma (bleikann)(barbie)(með spegli framan á) en var ekki alveg að fokka í því hvað hann væri rosalega bleikur þegar hún opnaði hann heima....sem var fullkomið fyrir mig því ég er rosa bleik gella.
annað sem einkenndi árið mitt svoldið voru stákar. vissuði að ég elska stráka. ég nenni samt í rauninni ekki að tala um þá því ég bloggaði svo gott strákablogg í september. hér er hlekkur á það, fyrir áhugasama. því ég hef ekki deitað síðan ég skrifaði þetta. eða jú fór einu sinni á rúntinn með ehv gaur fyrir vestan og svo fórum við í bíó og hann sofnaði hahahaha... hitti hann ekki aftur en myndin var góð!
ég missti líka köttinn minn. elsku hjartans besti rökkvi minn. fokk hvað ég sakna hans. hann var sálufélaginn minn. og nú er ég ekkert að grínast eða ýkja. það sem ég er þakklát fyrir það að hafa átt þennan kisa vá. þvílík forréttindi að fá að eiga hann og þekkja hann og elska hann. besti köttur í öllum heiminum. þakklát fyrir öll þau skipti sem við kúrðum. og öll þau skipti sem hann vakti mig um miðjar nætur. elsku kjána kisi. bestur. elska þig rökkvi leó. þangað til næst<3<3<3<3<3
fleira sem ég lærði á þessu ári.. hmmm ég lærði að ég er stjörnuspekingur, fyrst og fremst. svo lærði ég að mér finnst mjög gaman að vera uppi á sviði.... lærði líka að ég geri skemmtileg pub-quiz. ég gerði kalda pottinn að tíkinni minni. lærði að húðin manns getur farið í fokk þegar maður hættir á pillunni :) og það getur tekið heilt ár að lagast :) það var gaman.
ég eignaðist full af nýjum og dýrmætum vinum. ég naut mín líka í félagsskap vinanna sem ég átti fyrir. lærði að það er alls ekki sjálfsagt að vera umkringdur svona fallegu og góðu og jákvæðu fólki. læri líka á hverjum degi að ég er heppnust í heimi með vini og fjölskyldu. elsku elsku elsku elsku bestu mín! dýrka ykkur
ókei fleira er það ekki í bili! takk fyrir allt 2024, love u
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt 30.12.2024 kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2024 | 11:28
ok bæ
það er komið að því kæru vinir.
ég er að flytja í dag! flytja aftur heim. og alveg aftur heim. eða heim til systur minnar. ég er smá leið að vera að fara..... nei það er ekki satt. ég er svo spennt að fara heim að ég er ekkert leið. en mér þykir samt alveg leiðinlegt að vera að yfirgefa flateyri (í bili)(amk).
þessi staður er eitthvað annað. það er svo gott að vera hérna. ég bara finn að ég á að gera eitthvað annað eftir áramót. það er svo ótrúlega fallegt og gott að geta treyst innsæinu mínu svona innilega. fékk mjög oft í haust mjög skýr merki um að ég ætti að fara aftur suður.
ferðin mín til ítalíu t.d. sýndi mér nákvæmlega hvernig mér líður þegar ég er alsæl að fylgja hjartanu. svo fór ég aftur vestur og þegar ég fór að pæla að vera líka eftir áramót þá deyr kötturinn minn. shit hvað það var ótrúlega sárt og vont og sorglegt. hann var (og er) besti minn í heimi. sálufélagar frrrrrrrr. fór heim í viku að syrgja og jarða elsku kisa. það sýndi mér að ég væri ekki að njóta mín nóg til að vera svona langt frá fólkinu mínu.
síðan fer ég aftur vestur og þá var svo ótrúlega skemmtilegt námskeið! einleikjasmiðja!! nei sko það var svo gaman!!! þá hugsaði ég aftur hmm ókei dem þetta er alveg gaman kannski á ég að vera lengur. og á mánudeginum eftir þessa skemmtilegu viku þá átti ég bara án gríns leiðinlegasta dag lífs míns í skólanum. það leiðinlegur að við vorum þrjú sem ákváðum að fara fyrr í frí hahahhha.
en svo um leið og ég ákveð í alvöru að fara suður eftir áramót þá hefur allt hérna fyrir vestan gengið eins og í sögu!! ímynda mér að ég væri í veseni ef ég vissi ekki svona innilega að ég ætti að fara heim. þá væri eflaust hægt að sannfæra mig um að vera lengur. því allt sem er í skólanum eftir áramót hljómar ótrúlega spennandi! verður eflaust ótrúlega gaman og gefandi að fá að taka þátt í því öllu.
en ég á að gera eitthvað annað. veit ekki nákvæmlega hvað, en ég á líka ekkert að vita það núna. ég finn það líka. plús er að æfa mig að segja ekki öllum allt.... þannig ég myndi ekkert endilega segja ykkur þó ég væri með eitthvað gameplan. okei eitthvað fleira? já alveg rétt ég ætlaði að segja meira frá flateyri og hvað ég ætla að taka með mér héðan.
það sem ég dýrka mest við þennan stað er samfélagið. fólkið er svo frábært. og það er svo hressandi að koma í samfélag sem er svona mikið samfélag! þetta er alveg ótrúlega fallegt allt saman. fullt af frábæru fólki sem tekur manni svo fagnandi. öll að spjalla í pottinum. ég er á þeirri skoðun að það er alveg jafn mikilvægt að eiga kunningja og að eiga nána vini. mikilvægi tengsla hefur svoldið gleymst. þessi raunverulegu mannlegu tengsl. sem eiga sér stað í persónu. það er ekki eins að tala við fólk á netinu og í persónu.
það sem ég ætla fyrst og fremst að taka með mér héðan er nákvæmlega þetta. að mynda þessi tengsl. og þó það sé ekki meira en að heilsa ókunnugum. að bjóða góðan dag. eða brosa til fólks á götunni. það án gríns skiptir svo miklu máli!!!! ég er líka vatnsberi... ég á það alveg til að gleyma mér í mínum heimi og aftengjast smá þeim sem ég þekki ekki. finn að ég geri það sérstaklega í ræktinni. þá fer ég í hugarfarið ´omg ég er heitust og svo fokking hardcore týpa´ sem er svo fyndið. því ég er svo innilega ekki svona hardcore. ég elska að tala við fólk. það gerir svo mikið fyrir mig.
(vitiði hvað mér finnst svo gaman)(að öðru)(að vera að segja eitthvað/hlusta á aðra segja eitthvað og vita nákvæmlega hvað það er í stjörnukortinu sem er að tala hahahha)
annað sem ég dýrka hérna er kyrrðin. það er svo rólegt. kennir manni alveg að slappa örlítið af. það er ekkert stress!! lífið er til þess að lifa því og til þess að njóta þess! ég er að æfa mig að vera stundum sein. og sjá hvað gerist (það gerist ekkert). það er nefnilega ekkert hættulegt að þurfa að bíða eða láta bíða eftir sér. (tek fram að ég er ekki að leika mér að því að láta bíða eftir mér hahaha þið fattið). ég ætla svo sannarlega að taka þessa ró með mér suður.
ohhhhhhhhh er svo ótrúlega spennt að fara heim omggggg. er svo spennt að vera í kringum fólkið mitt!!! umkringd fjölskyldunni minni og vinum og kunningjum og ókunnugum og bara öllum!! er samt alveg spenntust fyrir því að búa nálægt fjölskyldunni. ekki það, var ekkert galið langt frá þeim þegar ég bjó í bænum. en núna verður bara veggur, eitt hús eða örstuttur bíltúr á milli okkar. ooooh vá hvað ég er spennt. var ég búin að segja ykkur hvað ég á skemmtilegar systur eða??? því þær eru án efa skemmtilegasta fólk í þessum heimi! svo fyndar og sætar og klárar og skemmtilegar og góðar og ruglaðar og einstakar. er svo spennt fyrir því að eyða eins miklum tíma og ég líkamlega get með þeim. held ég geti ekki fengið nóg af þeim. svo dýrmætar. bestu mínar.
líka svo spennt að vera aðeins nær öllum vinum mínum! eða amk flestum, fyrir utan þá sem eru í útlöndum og þá sem ég hef eignast á flateyri og eru að klára árið.
takk fyrir allt elsku elsku flateyri! þangað til næst!!!!
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt 14.12.2024 kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)