26.11.2024 | 17:57
ég er hætt að taka í vörina (remastered)
hæ vinir!
ég er hætt að taka í vörina. eina ferðina enn! batnandi mönnum og allt það!!!! í tilefni þess að plútó er farinn yfir í vatnsbera. og verður í vatnsbera næstu 20 ár þá ákvað ég að hætta að taka í vörina.
þetta eru tímamót! ég hugsaði hmm hvernig sé ég næstu 20 ár fyrir mér? vil ég taka í vörina næstu 20 árin? og svarið var nei. þannig ég hætti bara að taka í vörina. núna eru komnir 10 dagar síðan ég hætti. og ég held ég þurfi að vera bara alveg hætt. ég var að láta mig dreyma um að taka í vörina kannskki einu sinni í viku eða eitthvað. en ég held það sé ekki raunhæft. ég myndi alltaf vilja fá mér meira í vörina.
svo veldur það líka frumubreytingum. að taka bara einu sinni. eða ég held það. geri bara ráð fyrir því. ekki segja mér ef það gerist ekki. vil halda að ég fái krabbamein ef ég tek í vörina.
ég er búin að taka ýmsar ákvarðanir í lífinu seinustu daga. ekki að það komi ykkur endilega við. ég er nefnilega líka að æfa mig að segja ekki öllum allt, alltaf. ég trúi því að sumir draumar séu of stórir til að leyfa öllum að heyra. þið fáið bara að sjá þegar það hefur ræst úr draumunum mínum. þolinmæði börnin góð!
en ég get sagt ykkur að ég er hætt við að fara aftur að vinna í leikskólanum. ég hringdi í leikskólastjórann um daginn og sagðist vilja koma aftur. en hefði hugsað mér að vera bara að vinna 50% max og bara þar til í sumar. en svo fannst mér það vera of mikið skref aftur á bak. ég ákvað þegar ég hætti að ég væri hætt. í alvörunni. og ég finn að það er staðan. ég er með of mikið af hlutum sem mig langar að gera til að réttlæta að fara alltaf aftur í sama gamla. sama gamla gefur mér ekki neitt nýtt!!! hallóóóó?!?!?!
önnur pæling. ég var að frétta af substack um helgina. vissuði öll af því eða? er meiri stemning þar? nei vitiði ég er að fýla mig of vel hérna á blog.is. íslenskt og skemmtilegt!!
ókei að öðru. um daginn þá var ég í mestu fýlu lífs míns yfir því að eiga ekki kærasta. þið munið kannski eftir því.... það er færsla hér fyrir neðan. munið kannski líka eftir þvi þegar ég hætti í þeirri fýlu.... það er færsla fyrir ofan fýlu færsluna. allavega. ég er ennþá bara sæl og glöð að vera kærastalaus. það er gjöf. ég er bara slök og að slappa af þar til minn tími kemur. ég ætla ekki að hafa neiiiinar áhyggjur af þessu. ég held að það muni bara birtast kærasti fyrir mig einn daginn. og ég mun ekki þurfa að hafa neitt fyrir því!!
svo fyndið samt því nú eru tvær vinkonur mínar aaaaalltaf að reyna að fá mig til að vera skotin í einum strák. og svo eru þær líka þvílíkt að segja sama strák að vera skotinn í mér. elsku strákurinn hahhahaha. þetta er svo fyndið. það er svo ótrúlega mikil 5. bekkjar stemning í þessu öllu saman. en vitið þetta kemur mér ekki einu sinni við! ég er bara chilliin. mér liggur ekkert á að eignast kærasta! veit í rauninni ekki hvort ég myndi hafa tíma til að viðhalda einum slíkum í augnablikinu. er nefnilega að láta mig dreyma svo stórt og svo þarf ég að fara að vinna fyrir hlutunum.
það er svoooooo gaman að vera bara að chilla omg. kannski verð ég skotin í þessum strák. það kemur mér bara ekki við. var líka lúmskt að fríka um daginn að núna yrði vandró þegar ég hitti hann næst. en svo rifjaðist upp fyrir mér að lífið er leikur og það þarf ekki að vera vandró ef það er ekki vandró. og mér finnst ekkert vandró.
þó ég sé ekkert að stressa mig þá er ég samt með markmið að fara á (amk) eitt deit og fara í (amk) einn sleik fyrir áramót. því mig langar á deit og í sleik. það er bara það skemmtilegasta sem ég geri! það verður gaman. ókei þetta var bara smá uppfærsla af pælingum mínum upp á síðkastið.
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2024 | 12:03
baggfærsla
nú er ég í vandræðum kæru vinir. því mig langar að blogga en ég hef ekkert að segja.... ég er smá að pæla að hætta að taka í vörina. hef hætt 2x áður, í fyrra skiptið hætti ég í 3 vikur og í seinna entist ég í mánuð. en það er bara svooo gaman að byrja aftur þegar maður er hættur. mér finnst mjög gaman að taka í vörina,,, en mér finnst ekki gaman að vera háð einhverju. og nú er ég orðin eitthvað svo aum í gómnum. veit ekki hvort það sé alvöru áhyggjuefni eða hvort ég sé að gera meira mál úr því í tilefni þess að mig langar ekkert að vera að taka í vörina.
seinast þegar ég hætti þá hélt ég að ég myndi í alvörunni aldrei taka aftur í vörina. öllu gríni sleppt. ég hætti að taka í vörina 10. ágúst 2024... sirka 2-3 vikum seinna fór ég út að borða með nokkrum vinum mínum svona rétt áður en ég flutti svo vestur... og þá var salka vinkona mín líka nýhætt að taka í vörina. og við vorum að ræða það hvað það væri fokk næs og auðvelt. því mér fannst svo létt að hætta. var bara hætt og það var svo næs.
svo segir siggi (mesti púki sem ég þekki) að hann fer spenntur að sofa á kvöldin vitandi það að á morgun getur tekið í vörina. sem er svo fyndið. hann var líka ekkert að grínast.
þetta er einn af þessum hlutum sem ég á svo innilegt love/hate samband við. annars vegar þá veit ég að nikótín er ávanabindandi og að ég er alveg háð því.. og ég er ekki að gera mér neina greiða að vera alltaf að bagga. en svo hugsa ég líka, hvað í ósköpunum má ÉG EKKERT? ég drekk ekki. ég reyki ekki. jú okei ég reyki alveg aaaaaf og til. samt ekki einu sinni einu sinni í mánuði. má ég þá ekki taka í vörina??? en svo vil ég það ekki heldur því ég vil ekki vera háð. þetta er alveg ástand.
er að æfa mig að taka lífinu ekki of alvarlega muniði! svo datt mér í hug um daginn að vera bara týpan sem er alltaf að hætta og byrja aftur. að hætta til að byrja aftur. taka 3 vikur no bagg og svo 2 vikur with bagg. það gæti verið eitthvað.
ég byrjaði aftur seinast því ég var að eyða svo mikilli hugarorku í að pæla hvort ég ætti að byrja aftur. langaði að byrja aftur og hugsaði ekki um annað!!!! þá fannst mér betra að byrja bara aftur og losa amk um smá hugarplásss.
þetta er dagbók fíkilsins í raunninni. svo fyndið að sjá allar afsakanarnir sem maður finnur bara til að réttlæta það að halda áfram að taka í vörina. veit ég mun hætta þegar ég verð stór. sé ekki fyrir mér að vera 30+ og taka í vörina... það er svoldið asnó. ég hætti líka að veipa bókstaflega bara því mér finnst það svo kjánalegt og asnalegt. þarf bara að finna leið til að gera munntóbakið asnalegt og þá er ég góð.
allir að segja oj ertu með í vörinni þegar ég er með í vörinni!!! láta mig skammast mín og eitthvað svona sálfræðilegt. gáum hvort það virki... held reyndar ekki. kannski þarf ég að segja það bara við mig sjálf. oj er ég að fá mér í vörina. ógeðsleg. djók. eða hvað. kannski ekki djók. kannski þarf ég að brjóta mig niður til að byggja mig upp. þetta er gæti verið gott efni í cult,,,, segi svona.
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2024 | 12:48
nýtt líf
kæru vinir!!!!!!!
ég byrjaði nýtt líf í gær. líf þar sem ég er ekki alltaf í einhverjum gaddem fýlum og endalausum dramaköstum. ég vil til dæmis byrja á því að segjast vera hætt í fýlu yfir kærastaleysi...... því það er svo næs að vera einhleyp og ég ætla svo innilega að njóta þess í botn á meðan ég get! því konan verður eflaust ekki einhleyp að eilífu og þá mun ég þurfa að pæla ekki bara í sjálfri mér. en núna á meðan ég er ennþá á lausu þá má ég gera hvað sem er!!
ég gleymdi nefnilega ´fokka mér´ hugmyndafræðinni minni í smá. en ég er að enduvekja hana. lífið er of stutt til að vera í einhverjum fýlum endalausum. þannig ég er hætt því! ég ætla bara að njóta þess að vera til og hafa gaman og sjá það fallega í öllu. sem er í rauninni mitt náttúrulega state of mind. en ég gleymdi því bara í smá. ég nefnilega ræð alveg hvort ég er í fýlu eða ekki. ´fokka mér´ hugmyndafræðin felst í því að vera duglegri að fokka mér! þetta er í rauninni smá yolo-moment nema með annað heiti. ég ætla að fokka mér!! gera það sem ég vil! þegar ég vil! því ég ræð mér sjálf!!!! ég er fullorðin kona og ég má gera það sem mér sýnist. langar t.d. til grænlands með manni sem ég svaf einu sinni hjá - því hann fer oft til grænlands. ekki gæti ég farið til grænlands með manni sem ég svaf einu sinni hjá ef ég ætti kærasta... amk ekki án þess að það væri skrítið.... best að fokka mér og gera það á meðan ég get! grípa þessa gaddem gæs!
ég er s.s. hætt í fýlu yfir því að eiga ekki kærasta. þó mig langi í kærasta þá vil ég miklu frekar bíða og æfa þolinmæðina og fá svo einhvern frábæran kærasta. frekar en að vera óþolinmóð og eignast leim kærasta. það væri martröð. ég gæti ekki átt leim kærasta úffffff pælið í því. það væri galið. allavega strákar þið megið alveg reyna við mig aftur ef ykkur langar til. það er ekkert mitt að banna fólki að vera skotið í mér. ég ræð því ekkert. en ég er samt bara chillin að grípa gæsir og svona. hafið það á bakvið eyrað...
en já í gær byrjaði ég nýtt líf! og er ekki einu sinni smá að grínast!!!! tímamót! fór á fyrsta fjar-fundinn á námskeiðinu sem ég verð í næsta árið. kafa dýpra í stjörnuspeki og læra betur að taka að mér kúnna til að geta lesið fyrir hvern sem er. fokking geeeeeðveikt!!!!!!! er svo ótrúlega spennt fyrir þessu. tímamót í mínu lífi fr!! ég á svo feitt að vera að fylgja stjörnuspekinni elsku vinir. muniði hvað ég upplifði mikla alsælu í ítalíu?? því það má ekki gleymast.
ég hef einnig ákveðið að vera ekki á flateyri eftir áramót. ég dýrka þennan stað og fólkið hérna. en ég á bara ekki að vera lengur hérna, ekki í bili. er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera eftir áramót. en stjörnuspekin verður í forgangi. það er ekki til umræðu. auka vinna yrði einmitt það, aukalega með stjörnuspekinni. því ég dýrka gaddem stjörnuspeki!! vissuði það?
heyriði svo er bara vatnslaust á flateyri?? það er fokking fyndið.
ókei bæ er farin í hádegismat.
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2024 | 00:38
er í FÝLU
okei vinir vitiði hvað? þetta er uppsagnarbréf. ég ætla að segja upp voninni minni að ég muni eignast kærasta. ég er í gaddem fokking fýlu hahahah. það helltist allt í einu yfir mig hafsjór af neikvæðni. og ég er mannleg og má þess vegna bara vera neikvæð í smá.
ég er komin með gaddem leið á því að langa í kærasta og eiga ekki kærasta!!!!!!! sorry en hvað er það eiginlega sem ég er að læra? hvað er það sem ég þarf að mastera áður en ég fæ bara að eiga fokking kærasta? er það að ég þurfi ekki kærasta? því ég veit vel að ég þarf ekki maka en mig langar gaddem í!!!! ég er með ótrúlega mikla ást til að gefa og ég gef vinum minum og fjölskyldu ótrúlega mikið en ég er ennþá með nóg eftir. og ég gef mér líka nóg, hafið ekki áhyggjur af því. en hvað í ósköpunum er það sem er að koma í veg fyrir að ég finni bara mann sem er fyrir mig og er tilbúinn að elska mig og vera elskaður af mér? hvaða tíma á þetta að taka? ég er samt hætt að vera óþolinmóð því ég hef ákveðið að gefast bara upp!
ég ætla ekki að leita að maka. ég nenni þessu ekki. og ég er líka hætt að trúa á eitthvað þetta gerist þegar þú býst ekki við því kjaftæði. því ég er búin að vera að gera mitt. og ég er að gera mitt. og hvað á ég bara ekki að vera að deita? hvernig í ósköpunum á ég þá að vita hvernig eitthvað myndi ganga? ég GEFST UPP! og þetta er ekki elegant uppgjöf. þetta er fýlukast og dramakast. því ég er bara í fýlu. ég er líka í fýlu því mér finnst svo ótrúlega gaman að deita en ég bara get ekki meir ég NENNI ÞESSU EKKI. vá ókei ein í vondu skapi.
ef ég ætti að eiga kærasta þá myndi ég bara eiga kærasta. og ég á því greinilega ekki að eiga kærasta. þannig ef þið eruð skotnir í mér strákar, finnið ykkur bara nýtt áhugamál. því mér er ekki ætlað að eiga maka. kannski bara í næsta lífi eða eitthvað. allavega ekki núna.
ókei vil líka að það komi skýrt fram að ég held ekki að það sé ekki hægt að elska mig. eða neitt þess háttar. ég er ekkert lítil í mér og leið að engin vilji mig hahah ég er bara í frekjukasti okei. er í fýlu að ég fái ekki það sem ég vil, þegar ÉG vil. ég hélt svo innilega að ég myndi eignast kærasta á þessu ári en svo var ekki. og ekki segja en árið er ekki búið. ég er búin að gefast upp muniði. gleymum því ekki. ég ætla ekkert að eignast kærasta.
djöfull er þetta barnaleg færsla hahah kærasti er svo fyndið orð. og hvað með það að mig langi í gaddem kærasta. ég er líka komin með nóg af því að það sé eitthvað bannað. að maður megi ekki vilja deila lífinu með öðrum. og plís ekki vorkenna mér omg það er bannað. ég á fullt af góðum vinum og ég á yndislega fjölskyldu. og lífið mitt er mjög gott. langar bara í sleik og kúr en á sama tíma langar mig ekkert í sleik og kúr frá hverjum sem er. mig langar bara að elska og vera elskuð wtf. en já ég er hætt við það. ég nenni því ekki.
mig langar ekki að fara á eitthvað gaddem app og segja hvaða strákar mér finnst sætir og hverjir ekki og vona að komast mögulega á deit. ÉG NENNI ÞVÍ EKKI. ég nenni ekki að veiða. ég vil bara vera veidd. en ég nenni ekki heldur að neinn fari eitthvað að veiða mig núna því ég er í fýlu. og ekki heldur halda að ég sé eitthvað veikburða eða berskjölduð. alls ekki. ég veit vel að ég gæti átt kærasta ef ég myndi bara sætta mig við hvað sem er. en ég er með ákveðin skilyrði.
ég held ég hafi byrjað í fýlu því mig langar svo að fá mér smitten en ég veit bara að það væri ekki gaman. ég þori ekki einu sinni að vona að það sé einhver þar fyrir mig. því það er ALDREI NEINN!!!!!! meira ruglið. ókei bæ er farin að sofa. (í fýlu)(nei djók ætla að lesa bók og sofa svo)
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2024 | 17:14
nei takk er á bíl
hæ elsku bestu vinir minir
á föstudaginn átti ég 2 ára, 2 mánaða og 22 daga áfengislaust afmæli! þann 1.11!! þvílíkur dagur!!! það er eins og ég hafi planað þetta þegar ég hætti að drekka. en það gerði ég svo sannarlega ekki! þetta var bara divine timing beibi. get svo svarið það stundum er ég svo ótrúlega klár.
það að hafa hætt að drekka er dýrmætasta og fallegasta gjöf sem ég hef gefið sjálfri mér. og ég er svo þakklát fyrir það á hverjum einasta degi. í alvöru talað! ég bara kemst ekki yfir það hvað þetta er frábært!!!!! gjöf sem heldur áfram að gefa! eru það ekki bestu gjafirnar?
ég veit alltaf nákvæmlega hvar ég hef mig. ég er alltaf með fulla meðvitund. veit alltaf hvað ég er að gera og segja og hugsa. og það er svo ótrúlega fokking illa hellað næs!!!!! og nú er ég alls ekki að segja að ég sé fullkomin og geri, segi og hugsa alltaf rökrétt. alls ekki. ég er bara mannleg eins og þið hin. en þegar ég segi t.d. eitthvað sem ég meina ekki eða vil ekki segja þá get ég bara tekið ábyrgð á því jafnóðum og beðist afsökunar ef þess þarf. svo geri ég bara betur næst. ég myndi líka ekki vilja vera laus við öll mistök, því hvernig í ósköpunum ætti ég þá að læra?? það er hægt að læra svooooo mikið af því að mistakast. og það er svo frábært! krefjandi og stundum erfitt en frábært.
ég mæli svo ótrúlega mikið með því að hætta að drekka gaddem!!! ég var búin að pæla í því stundum áður en ég hætti. ég tók af og til ehv drykkjapásur og svona. en það entist aldrei lengi. þar til einn daginn þá sat ég úti með vinum að drekka bjór. vorum að fagna því að elsku besta salka mín átti afmæli. og þá labba 3 vinir mínir inn, segjast allir vera hættir þessu rugli. hættir að drekka. man þetta eins og þetta hafi gerst í gær! því þá hugsaði ég.,,,, mmmmmmhmm já okei ég er hætt líka. þetta er síðasti bjórinn minn. sem það var. og gaddem ég segi bara takk strákar!
nú er bara smá síðan ég fór að viðurkenna fyrir sjálfri mér að hvernig ég drakk var ekki heilbrigt. ég reyndar trúi því að það sé í rauninni ekkert til sem kallast heilbrigð drykkja... áfengi er bókstaflega eitur. en það er ekki mitt að dæma drykkju annarra. ég veit bara að það er ekki fyrir mig og er ekkert að vesenast mikið í því að segja öðrum að hætta. en ég var mjög mikill djammari. og úff það var bara ekki sexy. svo fannst mér alltaf svo gaman að vera þunn?? mér leið eins og ég væri fyndust í heimi þegar ég var þunn en svo skoða ég story tilbaka og ég var í rauninni bara lúmskt subbuleg. mér finnst það amk núna ef ég horfi til baka. en gott að ég skemmti mér þá.
en vitiði samt eitt sem ég hef raunverulega þurft að syrgja eftir að ég hætti að drekka. það er það að vita ekki betur. því núna veit ég alltaf betur. og ég geri svo sjaldan eitthvað heimskulegt sem er ekki gott fyrir mig. á svona strákamála-skala aðallega. ég heyri ekki í neinum sem ég veit að ég ætti ekki að heyra í því ég veit betur. og shit hvað mér finnst það stundum þreytandi. stundum vil ég ekki vita betur!! og ég vil fá að taka heimskulegar ákvarðanir. sem ég leyfi mér alveg stundum en það er bara miklu erfiðara að taka heimskulegar ákvarðanir þegar maður er alveg meðvitaður um það. ég veit nákvæmlega hvernig áhrif það mun hafa á mig. svo er líka stundum bara mjög leiðinlegt að vera með háar kröfur og svona. en alltaf betra en að hafa þær ekki.
hitt var bara svo gaman. en samt ekki. æj þið fattið. þetta er bara spurning um skammtíma skemmtun eða langtíma sælu. stundum vill maður bara fá að vera heimskur. en það er bara spari núna. má alveg aaaaaaf og til. þá er ég alltaf voða meðvituð um að ég sé að leyfa mér að vera stupid. og það er líka alveg ágætt af og til. stundum langar mig bara í sleik ókei er það of mikið til að biðja um?
mjög fyndið að það sem hráir mig mest við að hafa hætt að drekka er bara það að geta ekki verið heimsk lengur. ég er líka voðalega ´heppin´ að hafa hætt áður en það yrði erfitt. eftir að ég hætti að drekka var eitt skipti sem ég hugsaði "hmm okei ég byrja á morgun". það var bókstaflega svona 3 dögum seinna þegar það var frír bjór í boði í einhverju afmæli. en ég fékk mér ekki bjór og mér hefur ekki dottið það í hug síðan!!
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2024 | 00:15
vinir
kæru vinir!!!!!!!
ég er fyrir sunnan. oooooh og það er svo yndislegt og frábært og gott. mér líður svo vel. er samt ekki í rútínu og ég er mikil rútínukona. en annars er svo huggulegt að vera hérna. fór út að borða með nokkrum vinum í gær og guuuuð minn hvað það var kærkomið!!! að hitta fólkið mitt er það besta sem ég veit í þessum heimi. og þvílíkt sem maður er heppinn með fólkið sitt!! finnst alltaf jafn magnað að ein kona eins og ég fái bara heiðurinn á því að þekkja fallegasta, blíðasta og skemmtilegasta fólkið í þessum heimi. það er svo ótrúlega dýrmætt og ég elska elska elska elska vini mína svo mikið. bestu mín! ride or die frrr!!!!!
svo fór ég líka í partý með bibbu
nei bíddu vil fyrst tala meira um vini mína. eigum við að ræða það hvað það er gaman að eiga vini!!?!! já ræðum það, ég á þetta blogg. það er svo gaman að eiga vini sem eru skemmtilegir og sem þykir ég líka skemmtileg! það er svo gaman omg ég kemst ekki yfir það. svo gott að geta bara verið ég sjálf í kringum fólkið mitt og það tekur mér eins og ég er. ekki bara það, það tekur mér fagnandi!!!!!!! og ég þeim!!! ooooooooh ég elska vini omg þetta er mesta snilld í heimi fr hver fann þetta dæmi upp? eitthvað legend.
ókei allavega að partýinu. ég er nefnilega búin að eignast nýja vinkonu á flateyri sem heitir helga en er kölluð bibba. og hún bauð mér með í búningapartý í gær. það var svo gaman!! hitti fullt af nýju skemmtilegu fólki sem er svo innilega það sem ég þurfti. og þau voru öll mjög skemmtileg og hugguleg og opin. alveg hreint yndislegt! ég elska nefnilega að kynnast nýju fólki. ooooh vá ég er að eiga svo góðan dag kæru vinir.
það var líka ótrúlega kærkomið að fara niður í bæ í gær og sjá nýtt fólk. er búin að vera að kreiva það svo innilega. og svo gaman að sjá sæta stráka! gleymum því ekki að ég elska stráka. vá hvað það var gaman að sjá stráka og að gæla við hugmyndina að geta verið skotin í strák. yndislegt alveg hreint. svo mikið það sem ég þurfti.
er búin að vera í lúmsku vonleysis-stuði upp á síðastið bara útaf ýmsu. ekkert alvarlegt er bara búin að vera ögn týnd og ekki alveg viss um næstu skref en þetta fyllti mig af svo mikilli von. þurfti mjög innilega að hitta fólkið mitt. og að hitta nýtt fólk sem gerir mig spennta að kynnast betur. og að sjá sæta stráka! það er svo gaman!!!!! hausinn minn er aftur orðinn skýr. ég er t.d. búin að ákveða að vera ekki á flateyri eftir áramót. hvað ég geri í staðin skýrist bara betur þegar nær dregur og það er líka ekkert stress! það gerist bara eitthvað frábært og flott og gott!
lífið er svo dýrmætt og fallegt. það er svo innilega ekki sjálfsagt að þekkja svona yndislegt fólk og að fá að kynnast meira af skemmtilegu fólki endalaust út lífið! ég er svo þakklát fyrir ykkur elsku elsku elsku vinir og kunningjar og ykkur öll! þið gerið öll lífið svo fallegt! er að kafna úr væmni ahhhh það er svo næææææææs!!!!!!
ókei hef ekki meira að segja í bili bæ love u! kossar og knús<3<3<3
með hjartans kveðju,
ólafía sigurðardóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)