innblástur!!

hæ vinir

 

muniði þegar ég var í dramakasti um daginn?... ég er ennþá í dramakasti, held það sé bara mitt náttúrulega ástand. en núna er ég í öðruvísi dramakasti.. týnd á annan máta.. því núna erum við á námskeiði sem heitir einleikjasmiðja og erum búin að vera eitthvað að leika okkur og í spuna og svo að búa til okkar eigin einleik til að sýna á föstudaginn. (ég skrifaði þetta 23. okt held ég)(er að klára að skrifa núna á laugardeginum)(erum s.s. búin að sýna)

 

en málið er að maðurinn sem er að kenna okkur er svo ótrúlega frábær týpa!! huge s/o á elfar loga!!! hann er svo mikið að gera eitthvað sem hann brennur fyrir og það smitar svo út frá sér!! þetta er nákvæmlega það sem mig var búið að vanta! að sjá einhvern sem elskar það sem hann gerir og hvetur mann til að gera það sama. ég fylltist svo miklum innblæstri að ég fór meira að segja að pæla hvort mig langaði bara líka til að vera leikari. 

 

ég held reyndar að mig langi ekki endilega til að verða leikari. en mér finnst mjög gaman að vera með performance. nýt mín alveg lúmskt uppi á sviði. eða ókei ekki lúmskt, elska sviðsljósið. ég er að læra að njóta þess betur. mér finnst best að vera bara ég sjálf þó ég sé uppi á sviði. kannski prófa ég að leika einhvern annan en mig ehvtíman. mér finnst bara svo gaman að vera ég. og ég geri það svo vel. en já ég þurfti mjög innilega þennan eldmóð! ef næstu námskeið verða svipuð þá get ég vel séð fyrir mér að vera hérna eftir áramót.. en sjáum bara til hvernig þetta þróast... það er ekki mitt að vita núna hvað ég geri. (þetta er dramakastið sem ég var að tala um í byrjun)(er búin að ná mér aðeins niður)

 

á ég að segja ykkur frá mínum einleik. ég las upp úr dagbókinni minni. það var mjög gaman. ég hef skrifað í dagbók reglulega frá svona 2017. og vááááá´hvað ég mæli með því að allir geri það! það er svo ótrúlega gaman. bæði frábær leið til að koma tilfinningum sínum og hugsunum á blað. og fá smá útrás og losun. svo er líka bara svoooooo gaman að lesa til baka. skemmtilegasta sem ég geri. finnst svo gaman að skrifa og lesa það sem ég skrifa hahahaha. nenniði að byrja að skrifa í dagbækur og byrja að blogga!! mun aldrei hætta að segja fólki að byrja með blogg. ég er að endurvekja þennan miðil. öll að hætta á insta og byrja bara á blog.is og strava. mesta stemningin er þar. 

 

en já ég las nokkrar dagbókarfærslur sem ég hef skrifað um einn mann. svo fyndið. og fólkið hló með mér! sem var svo gaman! ekkert sem ég elska meira en að fá fólk til að hlægja!!!! þannig ef ykkur vantar atriði á árshátíð eða eitthvað þá get ég tekið að mér sýningar. minnsta mál í heimi. kannski verður þetta svona mitt thing þegar ég verð fræg... eins og emmsjé gauti er með julevenner... þá verð ég með upplestur úr dagbók ársins. það væri svo fyndið. en ég ætla samt alveg að passa mig að halda sumu fyrir mig. líka með bloggið. ég er mjög opin en vil ekki heldur gefa mig alla!! því þá er ekkert eftir fyrir mig!!!!!

 

ókei aftur að dramakastinu.... lúmskt.... ég er nefnilega smá búin að vera að fríka út yfir því hvað mig langar að prófa mikið og gera mikið og vera mikið. en mamma sagði að ég má alveg prófa allt. og það er bara hárrétt hjá henni!! ég má alveg prófa að vera leikari ef ég vil það! það liggur ekkert á!! ég er svo mikið að æfa mig í að vera bara til. er með svo mikila þörf fyrir því að verða fræg... lowkey... og set svo mikla pressu á mig að finna eitthvað sem verður mitt og blablablba en það er bara allt mitt. ég má gera allt sem ég vil í þessum heimi og ekki ætla ég að fara að stoppa mig!!!! það væri galið!!!!

 

btw ég verð að segja eitt..... og það er bara takk!!! takk fyrir að taka svona ótrúlega vel í bloggið kæru vinir! það er svo gaman. gleður mig að þið séuð líka að hafa gaman af þessu öllu saman!!! kann svo innilega að meta það þegar þið hrósið mér. það er svo fallegt ég elska að hrósa og fá hrós. knús á ykkur sætustu mín. og bara takk fyrir að taka mér eins og ég er!!! dái ykkur og dýrka. haldið áfram að vera svona sæt og blíð og góð. love u!

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


niður af hestunum strákar!

hæ vinir

 

vitiði hvað er að bögga mig í augnablikinu. að strákar sem ég hef deitað halda að þeir hafi bara verið stóra ástin í lífi mínu og að þeir hafi brotið í mér hjartað þegar þeir dumpa mér.

 

okei viðurkenni er að hugsa um einn ákveðinn strák sem ég var að hitta í þrjár eða fjórar vikur einu sinni. omg nei ekki einu sinni!! var að kíkja og við vorum að hittast í tvær vikur og nokkra daga hahahha. 

 

allavega ætla að segja ykkur söguna... við vorum s.s. búin að fara á nokkur deit og svo gista nokkrum sinnum. svo finn ég að hann var að draga sig eitthvað til baka. en ég er að æfa mig að lesa ekki í þannig. því stundum (sjaldan) hef ég rangt fyrir mér og ég einfaldlega nenni ekki að vera að lesa á milli línanna. sérstaklega þegar hlutirnir eru svona nýir. plús það að ef einhver vill ekki lengur hitta mig þá þarf viðkomandi einfaldlega að segja mér það! er líka að kenna þeim að vera ábyrgir í stefnumótalífinu. ég þykist alltaf bara vita ekkert, vil ekki gera þetta auðveldara fyrir þá. færi þeim ekki tækifæri til að dumpa mér á silfurfati.

 

en já ókei hann var að draga sig til baka og ég fann það. en ég lét eins og ekkert væri. spyr hvort hann vilji hitta mig eitthvað á næstu dögum. þá svarar hann með þvíííílíku ræðunni!!!! heilt yfir ágæt ræða en ég fékk meeega yfirlætisfullt vibe frá þessum skilaboðum. hann segir ólafía mín...... eeeeeeewwww gaur er búin að þekkja þig í þrjár vikur. ekki ólafía mín-a mig. allavega hann segir mér upp í skilaboðum sem er bara gott og blessað en svo hittir hann manneksju sem ég þekki. og hann þekkir. niðri í bæ nokkrum dögum eftir að hafa dumpað mér. og nú ætla ég ekki að fara að uppljóstra heimildarmönnum en hann gefur viðkomandi svo skrítinn svip!! svona "æj ja eg veit eg var að dumpa vinkonu þinni og brjota i henni hjartað" svip.

sem ER BÖGGANDI því HANN BRAUT EKKI Í MÉR HJARTAÐ!!!!! ég er mjög opin með það þegar strákar eru mér mikilvægir og þegar ég er sár og leið og skotin. mér finnst ekkkert mál að viðurkenna það. ég viðurkenni t.d. að ég var ekkert að hoppa hæð mína úr gleði þegar þessi dumpaði mér en það var samt bara mjög gott. fattaði um leið að ég var skotnari í hugmyndinni um hann en í honum.

 

svo fór ég einu sinni á deit með öðrum strák. fórum á eitt deit og þegar ég spurði hvort hann vildi hittast aftur þá sagðist hann "vilja chilla aðeins með þetta"... brooooooo..... það er ekkert til að chilla með hahahha segðu bara nei. ég er stór stelpa ég höndla alveg að láta hafna mér! bara endilega! þá verður allt skýrt og flott og frábært!!

 

fer svo í mig þegar fólk er að reyna að vernda tilfinningarnar mínar svona?? það er svo leim og asnó þegar maður finnur að fólk er ekki að vera hreinskilið. ekki segjast vilja chilla aðeins með þetta þegar það sem þú vilt segja er nei vil ekki hitta þig. segðu bara að þú hafir ekki áhuga!! það er svo valid!!! og ekki segjast vera að dumpa mér því þú ert ekki að fýla þetta nóg en líka því ég er að flytja út á land og spyrja svo hver mín plön voru??hahahah nei kallinn minn þú ert að dumpa mér þá færð þú ekkert að vita meira um það. 

 

veit ekki hvort þeir fatti hvað ég hef verið dugleg að fara á stefnumót? bara því ég er skotin í þér þá þýðir það ekki að ég sé hrifin af þér.. hvað þá ástfangin! there´s levels to this shit!! líka þó ég sé skotin og þið dumpið mér þá eruði ekki að brjóta í mér hjartað elsku strákar. hafið ekki áhyggjur, ef þið brjótið í mér hjartað þá mun það ekki framhjá ykkur fara, ég er nefnilega svo dramatísk.

 

var t.d. að endurdumpa einum manni núna fyrr í október. manni sem ég dumpaði í byrjun júni því ég var skotin í honum en hann ekki í mér. svo var ég ennþá skotin hahaha og dumpaði honum aftur. var ekkert búin að hitta hann í millitíðinni btw. ég er nefnilega ekkert hrædd við það að vera opin og væmin og segja hvað liggur mér á hjarta. eða jú alveg smá stundum hrædd við væmnina en þess vegna forðast ég hana ekki! engin hræðsla fær að stjórna mér!!! hana nú!

 

ókei bæ er búin að ranta

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


dramakast... segi svona...

hæ vinir! 

 

ég er smá týnd... ég er búin að vera í lýðskólanum á flateyri núna síðan í byrjun september. aðeins lengur en mánuð. og það er búið að vera mjög fínt.. en samt ekki mikið meira en það... bara fínt. ég hef alveg notið mín hérna... en ég nokkuð viss um að ég geti notið mín hvar sem er. 

 

ég sá fyrir mér að ég myndi fá meira út úr listræna-aspectinu af náminu. en mér finnst áherslan vera meira lögð á það að kynnast sér og læra að lifa og vera maður sjálfur.... sem er einfaldlega eitthvað sem ég er búin að mastera.. hate to say it en ég er svo mikið með það að vera ég á hreinu að ég gæti kennt fólki það.... sem er bókstaflega það sem mig langar að vinna við sem stjörnuspekingur.... aaaaallavega...

 

síðan dó elsku besti kötturinn minn núna um daginn og það var ótrúlega vont og erfitt og sorglegt. þá fór ég heim og syrgdi og kvaddi hann. það var mjög mikilvæg áminning um hvað lífið er ótrúlega dýrmætt og viðkvæmt. í kjölfarið fattaði ég að ég er ekki að njóta mín nóg hérna til að réttlæta fyrir sjálfri mér að vera svona langt frá öllum sem ég elska. ef ég væri að dýrka allt við það að vera hérna þá myndi mér finnast auðveldara að sakna allra...

 

allt fólkið mitt!! fjölskyldan mín! elsku bestu og yndislegustu vinir mínir eru fyrir sunnan. og ég er fyrir vestan. og ég er bara ekki að njóta mín nóg. ég var með ákveðnar væntingar til mín og til skólans en mér finnst hvorugt okkar vera að standast væntingar mínar. þetta er samt búið að vera ótrúlega gefandi. en líka ótrúlega krefjandi. þetta er frábær skóli með frábæra stefnu og ég fokka mjög í þessu öllu en ég held þetta sé einfaldlega ekki fyrir mig. 

 

mér finnst ég ekki vera að finna mig hérna. sem er alveg leiðinlegt því flateyri er yndislegur staður!! mér líður meira eins og ég sé að týna sjálfri mér. því ég hef ekki neina þörf eða löngun til að sanna mig fyrir neinum hérna og þar af leiðandi finn ég ekki neina þörf eða löngun til að verða betri útgáfa af sjálfri mér. ókei það er ekki satt, ég vil alltaf bæta mig fyrir mig en mig skortir innblástur og hvatningu. ég fæ svo mikinn innblástur af því að fylgjast með fólki sem er að gera sitt!! og veit hvað það vill og skammast sín EKKERT þegar það sækir það sem það vill og fær það!!!!

 

mér finnst samt mjög fallegt hvað það er mikið af mismunandi týpum hérna. erum rosalega fjölbreyttur hópur af fólki og ég elska fjölbreytileikann. en ég er líka of mikil félagsvera til þess að það sé nóg að hitta alltaf sama fólkið aftur og aftur. það eru líka bara ekki allir fyrir alla sem er svo fallegt. og það eru einfaldlega ekki nógu margir hérna fyrir mig. 

 

þetta hljómar svo dramó hahahah er ekki að dissa fólkið sem er hérna!!!! þau eru öll yndisleg með sína kosti en æj þið fattið. ég þarf bara eitthvað meira!! langar í eitthvað sem kveikir í mér!!!!!! þrái meiri spennu og ég sakna þess líka ekkert eðlilega mikið að geta farið á deit..... ég fór vissulega á deit um daginn en það var bara ekkert spes... svo er algjör strákaskortur á vestfjörðum. þetta er agalegt ástand fyrir konu eins og mig.

 

er að sofa á því hvort ég verði áfram hér eftir áramót...... er að hallast að því að koma heim en við sjáum bara hvernig þetta þróast...

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


allt eða ekkert!!!!!!!!!!!!

sælar

 

er að fara á deit í kvöld kæru vinir. er voða spennt. eg nefnilega elska að fara á deit. voruði nokkuð búin að gleyma því? skrifaði heila færslu um stráka því ég elska stráka. en já deit í kvöld mjög gaman!!!! 

 

vitiði hvað ég er að æfa mig að gera. ég er að æfa mig að vera ekki ströng við sjálfa mig. að leyfa mér svoldið að njóta vafans... það er ekki allt svart og hvítt! ég er nefnilega frekar dugleg að setja mér reglur... er pínu (mjög mikil) allt eða ekkert týpa. en ég er að finna fyrir þörf til að slappa aðeins af í því. sem dæmi þá hef ég mjög oft farið í ´strákapásu´ man eftir að hafa talað um að vera í strákapásu þegar ég var 16 eða 17 ára fyrst. svo alveg reglulega síðan. 

 

og meira að segja var ég búin að ákveða að nýta tímann hérna til að hugsa bara um sjálfa mig og ekki vera í neinu strákastússi.... en afhverju finn ég þessa þörf að banna mér eitthvað? og þá sérstaklega eitthvað sem mér finnst raunverulega skemmtilegt? eins og að fara á stefnumót og taka í vörina hahahha. og instagram! hef verið mikið on and off þar. 

 

ég held ég sé að læra að njóta bara hóflega lol. að finna jafnvægið í því að að nota instagram t.d. án þess að þurfa endilega að vera ekkert á instagram. það að vera að deita án þess að týna sjálfri mér er 10000% eitthvað sem ég þurfti að læra. og ég tel mig vera alveg búin að ná tökum á því. en það gat ég líka ekki lært nema að vera að deita. 

 

ég er í rauninni með smá uppreisn gegn... sjálfri mér?? það er ógeðslega fyndið. því ég er fullorðin og það er enginn nema ég sem set mér mörk og reglur. og það er svo fyndið hvað ég set oft mikla pressu á mig í svona málum.. því lífið er í rauninni ekki svona alvarlegt. svona án gríns... og ég er líka bara 24 ára. er ekki einu sinni með fullmótaðan framheila. en ég er samt gaddem stolt af mér að vera bara 24 ára og svona flott gella! er með mjög sterka sjálfsímynd og öryggi og veit hvað ég vil!! það er ekkert eðlilega gott að vita! það að hafa hætt að drekka fær ekkert eðlilega mikið kredit fyrir að gera mig að gellunni sem ég er í dag. vá ég þarf að skrifa heilt blogg um það!! omg held ég eigi meira að segja hálf kláraða bloggfærslu í notes um það! 

 

allavega ég hef því ákveðið að fara á deit á kvöld. ég ætla að gera allt sem mig langar að gera. ef ég vil gera eitthvað.... þá geri ég það. engar afsakanir. vil frekar sjá eftir að hafa gert eitthvað en að hafa ekki gert eitthvað.... ekki það ég sé almennt ekki eftir neinu. því ég læri alltaf eitthvað, til dæmis bara hvað ég vil ekki gera aftur. 

 

hef ég eitthvað meira að segja? nei held ekki.

 

jú get sagt ykkur hvernig var svo í skóginum. það var nefnilega bara ágætt. ég skrópaði þarna á mánudaginn og það var yndislegt. fékk mér orkudrykk klukkan 13-14 þann dag og sofnaði svo ekki fyrr en 3 um nóttina hahahahah. elska orskakir og afleiðingar. þá ákvað ég að taka smá orkudrykkjapásu. drakk engan orkudrykk fyrr en núna í dag. er að drekka eina bold rush orku. mmmmmsvo góð. orkudrykkir eru aftur ornir spari hjá mér. finnst skemmtilegast að drekka orkudrykki í fríi. því þá er það svo mikið trít og ég get notið eins og ég vil!

allavega var að tala um skóginn. það var mjög fínt í skóginum. við byggðum vegg og þrautabraut og svona lítið hús til að geyma eldivið í. man ekki hvað þaannig kofar kallast. nenni ekki að tala meira um skóginn. hann er í fortíðinni og ég lifi í núinu. plús þetta var smá svona had to be there vibe... mynduð ekki skilja.

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


er að skrópa

hæ vinir!

 

ég er að skrópa í skólanum og djöfull er það nææææææs!!!! skipulagið í skólanum er þannig að það er alltaf bara eitt námskeið í gangi í einu. eða tvö, þegar brautirnar skiptast. en núna í þessari viku eru báðar brautirnar saman á námskeiði sem heitir skógurinn........ þar sem við erum bókstaflega úti í skógi í viku.

 

nú er ég ekkert sérlega mikil útivistarkona en ég er ekki heldur óvinur útivistarinnar. en skal alveg segja ykkur það að ég er ekki að fokka í skóginum. fórum fyrir hádegi að hreinsa til greinar og eitthvað. sem er bara gott og blessað en ég hélt ég myndi deyja úr fýlu. ég var svo innilega ekki að nenna þessu og var svoooo neikvæð!!!! ég á svo erfitt með það að vera neikvæð, mér finnst það ótrúlega leiðinlegt! en að vera að taka til og smíða eitthvað úti í skóginum er bara ekki mitt... þar nýt ég mín ekki.. fékk reyndar að saga nokkrar greinar og það var ágætt, leið eins og katniss everdeen í fyrstu hungurleikunum. 

svo fór ég í sturtu í morgun og þreif á mér hárið... bara til þess að þurfa að vera með húfu í gaddem kuldanum. núna er ég með húfuhár. sem er ekki skemmtilegt. allavega svo fórum við í hádegismat og ég var í krónískt vondu skapi. ekki einu sinni fýlu. bara VONDU skapi. hefði þurft að komast á boxæfingu í morgun vá það hefði bjargað öllu.

 

en í hádegismatnum ákvað ég að fara ekki aftur út í skóg í dag. mér líður svo ótrúlega leiðinlega þegar ég er svona neikvæð því það er ekki ég! ég er jákvæð og hress og skemmtileg og vil gleðja aðra en ég bara gat það ekki. ég reyndi að vera jákvæð! sver! en ég bara sá ekki neitt skemmtilegt í því sem ég var að gera og mér var líka smá kalt. þannig núna sit ég við skrifborðið mitt að blogga. með orkudrykk svo ætla ég að fá mér lummu þegar ég klára orkudrykkinn.. lífið er gott. ég þurfti mjög innilega að kjarna mig aðeins. eyddi nánast engum tíma með sjálfri mér um helgina.

 

málið er líka. lífið er of stutt til að gera eitthvað sem veitir mér ekki hamingju. og nú er ég ekki að segja að ég geri aldrei neitt leiðinlegt. stundum þarf að gera leiðinlegt... en..... ekki alltaf. ég er líka 24 ára kona og ég ræð mér sjálf! plús það að ég borgaði sjálfviljug fyrir þennan skóla. þá má ég alveg skrópa einu sinni. en á morgun er nýr dagur!! kannski leggst skógurinn betur í mig þá! sjáum til!! mjög spennandi..

 

en ég er allavega hætt í vondu skapi, það er fyrir öllu!!!! fer mér ekkert eðlilega illa að vera í vondu skapi nefnilega. 

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


var að horfa a pulp fiction

hæ vinir 

 

ég var að horfa á pulp fiction í annað skiptið í lífinu. hún er bara mjög góð. ég horfði á hana þegar ég var svona 15-16 ára og ég skildi hana í rauninni ekki. en núna náði ég að fylgjast almennilega með öllu sem var að gerast og svona. og hún er bara mjög góð. svoldið löng samt. klukkan er hálf 3 og ég var að klára hana núna. ég fer líka vanalega alls ekki svona seint að sofa. 

 

er að pæla að láta vini mína á facebook líka vita að ég er byrjuð að blogga en er smá feimin við að posta núna svona seint um nótt. æj fokk it ég geri það bara, hverjum er ekki sama ahahaha mér er sama. það eru samt alveg sumir á facebook sem þurfa ekkert endilega að fylgjast með blogginu mínu, en hver er ég að banna fólki það? þetta er nú internetið okkar allra!

 

ég má líka alveg vera vakandi um nótt stundum. þó mér finnist betra að vera sofandi á nóttunni. allavega mig langaði líka að segja ykkur frá því að ég finn að ég er að eyða meiri tíma á instagram og að pæla í story og posta í story. sem er ekkert sérlega skemmtileg þróun.... en mér finnst líka svo gaman að posta í story.

ókei vó að allt öðru. á ég að prófa að vera flugfreyja or nah.... nei ég ætla að vera stjörnuspekingur, er alltaf að detta í hug nýjar vinnur sem væru sniðugar svona sem aukajobb með stjörnuspekinni en þá set ég stjörnuspekina alltaf til hliðar. því mér finnst erfitt að sinna ekki vinnu þar sem aðrir stóla á mig. ég er greinilega að læra að vera minn eigin yfirmaður. að setja sjálfri mér mörk og svona í tenglum við vinnu. góð æfing núna fyrir framtíðina. því ég sem stjörnuspekingur verð bara að vinna fyrir mig. og sjáum svo hvert það tekur mig! vonandi um allan heim!!!! að vinna og ferðast og svo kannski prófa ég sidegigg sem köfunarkennari eða flugfreyja eða eitthvað! hver veit??? ekki ég!

 

ég er svo spennt að sjá hvert lífið tekur mig! hvert förinni er heitið og hvað ég mun upplifa mikið fallegt og skemmtilegt og krefjandi og gefandi og allt! spennt að fá að kynnast nýju fólki og læra af þeim. er líka spennt og passsa að rækta þau ótrúlega mörgu og fallegu sambönd sem ég hef myndað hingað til. á sama tíma er ég ótrúlega þakklát fyrir alla sem hafa verið partur af mínu lífi, gott eða slæmt, allt kennir manni eitthvað og ég dýrka það. vó ókei ég er eitthvað smá væmin í kvöld en gaman!! ég er í rauninni fáááá´ránlega væmin gella ef það fór eitthvað á milli mála. stundum er ég smá feimin með væmnina, er líka að læra það í þessu lífi að það má alveg vera væminn!!!!! og hvað með það að ég sé væmin og jákvæð, það eru bara frábærir kostir og nákvæmlega orkan sem ég vil gefa frá mér! geri það bara eins vel og ég get. 

 

en já vildi bara deila smá pælingum svona fyrir háttinn. kannski horfi ég á aðra mynd á morgun. endilega kommentið hvaða mynd ég á að horfa á!! omg og nenniði að byrja að blogga? þá getum við verið bloggvinir á blog.is!!!!! það er svo gaman að blogga, þið ráðið alveg hvað þið viljið tala um, það er fegurðin í þessu! og kannski viljiði bara setja myndir það má líka. omg talandi um myndir! það var að klárast ljósmyndanámskeið í skólanum og við héldum litla krúttlega ljósmyndasýningu, epic. baby´s first listasýning!1 og haldiði að ég hafi ekki bara selt eina myndina!!! hversu skemmtilegt og gaman! ykkar kona er listakona. 

 

góða nótt love u!

 

með hjartans kveðju, 

ólafía sigurðardóttir


stór stelpa í ítalíu

hjartans yndin mín!!! nú eru nokkrir dagar síðan ykkar kona hefur bloggað og það sem ég hef saknað ykkar<3<3<3<3<3<<3<3

 

mig langar til að segja ykkur frá ferð minni til ítalíu núna í lok september. ég byrjaði að skrifa færslu þegar ég var úti en svo var ég bara busy in my bliss og náði ekki að klára. ég ætla að leyfa því samt að byrja færsluna, setja tóninn. (hef það í skáletruðu til að þið ruglist ekki)

 

ég verð og þarf og verð og þarf svo ótrúlega innilega að fylgja mínu lífi og mínu hjarta og mynda mín tengsl og ferðast og gera allt sem mig dreymir um að gera. 

er úti á ítlaíu núna ein, á stjörnuspeki ráðstefnu og án alls gríns. þetta er það sem lífið mitt á að snúast um. að ferðast. og vinna og hitta fólk og vera stjörnuspekingur. ég þarf og þarf og verð að fylgja þessu.

 

byrjum samt á byrjunninni. ég fór s.s. út á stjörnuspeki ráðstefnu úti á ítalíu. ég flýg út á fimmtudegi. var aaaalein á flugvellinum, alein í flugvélinni, aalein að bíða eftir rútu, alein í rútu og alein í ferju. og djööööööfull var það næææææææææææs!!!!!! mér hefur aldrei í lífinu liðið jafn ótrúlega vel. ég elska elska elska að vera ein. og þetta var í fyrsta skipti sem ég ferðsast ein og geri eitthvað bara fyrir sjálfa mig. en já ég mæti svo upp á hótel, tjékka mig inn og fer uppá herbergi, herbergið mitt var allt bleikt! svo mikil staðfesting á því að ég væri nákvæmlega þar sem ég átti að vera.

síðan er eittthvað af fólkinu að socialisea niðri. ég hoppa niður og hitti þau. hitti meðal annars gamla kennarann minn, marc laurenson frá ástralíu. og það var svo gaman!! hann var í lúmsku sjokki þegar hann sá mig hahaha svo sagði hann öllum að ég væri geðveikt góð!! í stjörnuspeki!! ég gaddem elska að fá hrós og sérstaklega frá kennurum. allir að segja að ég sé klár og dugleg og flott!!!!!!!!!!!! 

 

síðan kemur föstudagurinn. þá byrjar fyrsti dagurinn af fyrirlestrum. allir fyrirlestrarnir voru ótrúlega fræðandi og skemmtilegir. síðan förum við öll saman í hádegismat og ég talaði við fullt af ótrúlega skemmtilegu fólki. ég var samt smá feimin þarna fyrsta daginn. smá síðan ég hef talað ensku og mér fannst ég vera að stama endalaust hahahha. síðan fór ég ein út að borða um kvöldið. fékk ótrúlega fynda þjónustu og það voru bandarísk hjón á næsta borði að drepast úr óþolinmæði. svo fyndið. 

 

okei laugardagurinn!!! þarna fór allt að gerast! ég fór í morgunmat, fékk mér cappuccino og drakk hann allan!! rosalegt (ég drekk ekki kaffi) svo voru fleiri fyrirlestrar. í lok dagsins þá fórum við öll út að taka hópmynd. síðan var ég eftir með 2 öðrum gellum, fórum á mega trúnó og það var svo gaman!! náði að komast yfir feimnina og bonda þvílíkt. svo var joinaði önnur kona okkur. sem er uppáhalds konan mín í þessum heimi. hún heitir eve, er 70 ára og býr í florida. ég sver hún er sálarsystir mín. náðum svo vel saman, ég til florida ASAP. um kvöldið þá er social night og við fáum okkur öll að borða saman svo er disko! hahah það var svo fyndið, þetta var algjör 5. bekkjar dansleikja stemning. yndislegt!

 

allavega svo kemur sunnudagurinn. þá er síðasti dagurinn af fyrirlestrum. yndislegt! um kvöldið þá fer ég út að borða með 3 öðrum stelpum. allar algjörar dúllur! yndislegar og bestar í heimi. síðan lentum við í smá ævintýri. við fórum s.s. í lítinn bæ smá frá hotelinu. þegar það kom að því að finna taxa heim þá var það smá vesen. enduðum á því að fá far frá tveimur ítölskum herramörrum. vorum 4 aftur í hahah og þegar við keyrðum af stað þá var gangsta´s paradise í útvarpinu. þar á eftir kom girls just wanna have fun! svo fyndið! þær peppuðu mig líka til að senda manninum sem ég er búin að vera skotin í að ég geti ekki verið vinir. bestu mínar.  

 

en vá í alvörunni. þetta var svo ótrúlega gefandi, yndisleg og opnandi upplifun!!! málið er, ég er gaddem stjörnuspekingur. ég fann fólkið mitt svo innilega þarna úti. að vera umkring hóp af fólki sem talar sama tungumál (stjörnuspeki) var svoooooooooo næs og svo gaman. ég í alvörunni ég get ekki lýst því hvað mér leið vel. 

ég hef vitað í smá tíma að ég á að gera eitthvað með stjörnuspekina. en núna veit ég 10000000000000000% að ég get ekki beðið með það. það má ekki bíða. ég ætla ekki að vakna til lífins 30, 40, 50 eða eldri og hugsa fokk afhverju gerði ég aldrei neitt með stjörnuspekina. ég ætla að fara all in í stjörnuspekina eftir skólann!!!!!! ég er búin að finna mitt!!! og það er svo fokk nææææææsssssss. ég er hér til að hjálpa öðrum finna sitt!! í gegnum stjörnuspeki....

 

manifesto astrólafíu er að gera stjörnuspeki mannlega og það á íslensku! það er endalaust til af upplýsingum um stjörnuspeki á netinu en ég vil hafa þetta aðgengilegt á íslenku. því íslenskan er svo falleg og ég vil ekki að við töpum henni!!!!! ég vil hjálpa fólki að lifa sínu besta lífi! 

núna er stefnan tekin á instagram, byggja upp astrólafíu og svo bara fulla ferð beibíííííííííííííí!!!

 

en okei bæ ætla að segja ykkur eitthvað meira krassandi næst!!

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband