bon appétit

vitiði vinir

sumir mega bara éta skít. og helst með bestu lyst.

 

nú á ég afmæli eftir nokkra daga. hef því verið í miklum hugleiðingum varðandi það hvernig ég vil að stemningin hjá 25 ára ólafíu sé. muniði, mikil tímamótakona. og ég trúi því að hvernig maður eyðir afmælisdeginum endurspegli svo hvernig árið mun vera. ég ætla t.d. að fara í nudd.... mmmmmmmhmm ólafía 25 ára ætlar nefnilega að hafa það goooooooottttt. YUP.

 

en já svo var ég að ákveða eitt annað. þegar ég er 25 ára þá verð ég svo miiiiikil no bullshit gella að þið mynduð ekki trúa því. svona án gríns. ég myndi reyndar ekki halda því fram að ég sé mikil bullshit gella núna eða hafi verið síðustu ár. en nú verður það bara tekið svo innilega alla leið. ætla ekki að eyða hálfri hugsun í fólk sem kemur illa fram við mig. það má nefnilega bara éta skít. 

 

þú mátt alveg haga þér eins og fáviti! endilega! en afleiðing þess er einfaldlega sú að við erum ekkki vinir. því vinir mínir eru ekki fávitar. vinir mínir eru bestir í heimi! vinir mínir eru skemmtilegir, fyndnir og bera virðingu fyrir mér (og öðrum). ef þú velur að koma illa fram við mig þá ertu einfaldlega að sýna mér að við séum ekki vinir. þetta er ekki mikið flóknara en það! vertu sökkuð týpa en ekki ibba gogg við mig eða væla því ég vil ekki vera í kringum sökkaðar týpur lol. 

 

svo horfði ég á svo frábæra mynd um daginn. scent of a woman (1992). mér fannst hún svo góð að ég ákvað að fá mér loksins letterboxd til að skrifa umsögn (á reyndar eftir að gera það). en þetta er það sem ég skrifaði um hana í notes:

 

9/10

svo góð að eg ætla að fá mér letterboxd til að skrifa skoðun mina.

falleg mynd og skemmtileg. ég grét smá.

fylltist innblæstri, helst þá til að hafa hátt og láta í mér heyra og til að haggast ekki á minni réttlætiskennd. þ.e. finna það sem er rétt fyrir mig, mín gildi, og lifa samkvæmt þeim.

 

og lokið nú augum ef þið viljið ekki að ég spilli myndinni fyrir ykkuur. nei samt ekki beint spoiler. nú er kallinn í myndinni alveg krefjandi týpa. sérstaklega á ákveðnum tímapunktum. en það er bara ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir honum. hann lætur í sér heyra!!!!! sama með strákinn. hann haggast ekki á sínu. og ræðan þarna í lokin. guyyyyys hún var svo góð. 

 

allavega allt þetta til að segja. ég er hætt að bera ábyrgð á öðrum. ég ber bara ábyrgð á mér. og ég ætla að hætta algjörlega að pæla í því afhverju fólk hagar sér eins og það hagar sér. það kemur mér ekki við. og tala nú ekki um þegar fólk segir manni ekki einu sinni afhverju það hagar sér einhvernvegin. guuuuuð. gleeeyyyyyyymdu því að ég ætli að eyða mínum tíma að pæla afhverju einhver var dónalegur við mig hahahhahaha. ekki sééééééns. 

 

en ég vil samt líka taka það fram að ég er ekki fáviti sjálf. og ég ætla mér ekkert endilega að vera fáviti við fávitana. ólafía 25 ára ætlar ekki að vera dónaleg! ég er ekki dónaleg! en ef dónum finnst ég vera dóni þegar ég sýni ekki áhuga.... þá er það bara þeirra.....stundum þarf maður bara að sitja í súpunni....

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


haha var að drepa partinn sem hrökklast

guyyyyyyyyyys vitiði hverju ég er alveg komin með nóg af?

 

og ég ætla bara að hætta því u.þ.b. núna STRAX!!!!!!!!! ég er komin með nóg af því að vera feimin. ókei þið sem þekkið mig gætuð hugsað hmmmm ólafía..... feimin.... veit ekki hvort dæmið gangi upp. og ég skal svo sannarlega gefa ykkur það. alemennt þá er ég alls ekki feimin. ég er mjög opin og skemmtileg og alltaf til í að kynnast nýju fólki. EN! ég er með tvær aðstæður (?) í huga þar sem ég verð bara víst frekar feimin. og ég nenni því ekki lengur. nei er með þrjár. 

 

ókei númer eitt. mér finnst þetta hrjá mig mest, ég tek amk mest eftir þessu hjá mér. og það er ég er svo ótrúlega feimin á ensku. sem er mjög áhugavert því ég kann alveg að tala ensku? er þetta því við sem íslendingar erum svo ótrúlega meðvituð um hreiminn okkar? og viljum svo innilega ekki vera með hreim? guys allir eru með hreim? líka fólk sem talar ensku sem móðurmál. afhverju ætti þeirra eðlilegi breski hreimur að vera eitthvað meira valid en minn íslenski? 

 

ég tek svo innilega eftir því að ég þori ekki að tala ensku. mér finnst það svo vandræðanlegt. ég er t.d. að læra meiri stjörnuspeki með hóp af ótrúlega flottum konum á netinu. og þar erum við allar frá mismunandi löndum. seinast þegar við vorum með live-fund þá var ein kona frá frakklandi sem hafði svo mikið að segja og hún talar ekki bestu ensku í heimi. og mér fannst það svo frábært. og það var svo gaman að sjá hvað hún var ekki feimin við að tala þó hún hikaði og tók tíma að finna réttu orðin. hún vildi svo innilega deila því sem hún vildi segja. það var svo fallegt!!!!! 

 

svo fór ég líka í stjörnukortalestur til gamla kennarans míns í febrúar 2023. hann er frá ástralíu, algjört yndi. allavega. ég hef svo alltaf ætlað mér að hlusta á upptökuna aftur en ég hef aldrei komið mér í það. jú hef hlustað á fyrstu 3 mínúturnar og svo þegar ég heyri mig tala ensku þá finnst mér það svo kjánalegt að ég stoppa? GELLA???? afhverju í aaaandskotanum fæ ég kjánahroll yfir sjálfri mér? þegar ég er bara ein að hlusta? hvaða rugl er það? hverjum er ekki sama? og hvað með það ef ég er skrítin þegar ég tala ensku?????? (sem ég er btw bara alls ekki neitt)

 

ég get ekkert haldið áfram að lifa lífinu mínu að finnst vandræðanlegt að tala önnur tungumál. fæ sting í hjartað að ímynda mér öll fallegu tengslin sem ég myndi missa af. úff. það var ein stelpa á ráðstefnunni í ítalíu sem er svo ótrúlega falleg sál. svo opin og hlý. algjört yndi. og ég fann að ég var abbó. sem er svo frábært tilfinning!! ekki ein og sér en hún segir manni svo margt! afbrýðisemin mín var að sýna mér að ég vil vera opnari. ég vil elska!! alla! eins og þau eru! elska ykkur<3

 

ókei og númer tvö. þetta hrjáir mig ekki alveg jafn mikið því ég fæ fleiri tækifæri til að bæta mig í mínu daglega lífi. en ég er stundum svoldið feimin við að byrja samtöl. að byrja að tala við ókunnuga. en eins og ég sagði þá hráir þetta mig ekki jafn mikið. því ég vil ekki heldur tala við bókstaflega alla alltaf. 

 

en númer þrjú. sem ég hef tekið svoldið eftir. þegar ég er að hitta menn... (og stráka)(ekki allir sem ég hef hitt fá að vera kallaðir menn)(ég flokka ykkur) allavega. og ef ég t.d. gisti eða er að chilla hjá þeim þá finn ég að ég verð svoldið passív. og ég er að vega og meta hvort ég geri þetta of mikið. hvort þeir fá of mikið að ráða för..... einu sinni horfði ég á strák spila tölvuleik í svona klukkutíma. það var ekki alveg jafn hræðilegt og það hljómar en ég man ég hugsaði ??? er þetta bara staðan ??? er ég an gríns bara að horfa á hann í tölvuleik hahahaha hvað er ég gömul? 

 

ég held að það sé ákveðið jafnvægi sem ég þarf að mastera í þessum málum. því ég vil alls ekki ráða för of mikið. held það sé ótrúlega mikilvægt að taka stundum skref til baka og sjá hvernig stemningin er. til að geta séð hvort ég fokka í stemningunni eða ekki. því ég er varla að fara að breyta einum né neinum. en svo má líka biðja um það sem maður vill. ohh þetta er svo frábært. ég elska lífið. og alla partana af því.

 

ég elska að vera skotin í strákum og ég að vera í ástarsorg. nei ókei elska það ekki en mér finnst það svo fallegur partur af lífinu. tilveran er dásamleg og ég er hætt að vera feimin forever! 

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


frekar reið í dag

mér finnst eitthvað ótrúlega skrítið við það að vera að tala um stjörnuspeki. og hvernig maður getur lifað sínu besta lífi blablabla þegar það er svona ótrúlega mikil hægri sveifla í gangi.

en ég held samt,,,, og ég hef sagt þetta áður. ég held að með plútó í vatnsbera þá mun allt fara í meira fokk áður en við fáum okkur alveg fullsadda af þessu. þess vegna vann trump. held ég. því að trump felur ekki ógeðið sem hann er. það að það sjá ekki allir að það sé ógeð er annað. en hann felur ekkert. hann er alveg hreinskilinn og það mun koma aftan að honum.

 

held að hann muni uppljóstra ljótu vini sína (elon og co) fyrir að vera að eyða pening í eitthvað fáranlegt. eða eitthvað ég veit ekki. eða það verða fleiri svona hamfarir eins og los angeles eldarnir þar sem venjulegt fólk er að fara í fokk en ríku ljótu gera ekkert í því. ég held að það verði eitthvað svona ótrúlega fokked dæmi sem gerist til að láta ljótu sem styðja trump.... heimsku.... rasistana og kvenhatarana. til að fá þau til að snappa út úr þessu. og þau munu (amk einhver hluti þeirra) fatta hver óvinurinn er. eins og í catching fire. remeber who the real enemy is. óvinurinn er ekki trans-konan sem notar sama klefa og aðrar konur og er ekki með neitt vesen. óvinurinn er auðvaldið.

 

auðvaldið mun falla. en það verður líklegast frekar messy. og við verðum að muna eftir hjartanu krakkar. ekki gleyma að elska. en þetta er það sem mer finnst svo erfitt......... mer finnst eg ekki vera að gera neitt gagn. mér finnst ég vera svo gagnslaus. mér finnst eins og ég viti ekki nóg um pólitík til þess að vera að tjá mig um þetta. en ég veit samt líka alveg fullt. og stjörnuspeki er mjög mögnuð! líka í tenglsum við söguna. þarf að skoða það betur. ég á bara erfitt með það þegar fólk í andlega heiminum lætur eins og ekkert sé. 

 

það hjálpar ekki að láta eins og það sé bara allt í góðu í heiminum og það mesta sem ég get gert er að halda áfram að vera jákvæð:) nei stundum þarf bara að vera brjálaður. og það þarf að vera reiður. og það þarf að gera eitthvað í málunum. að manifesta eitt og sér er ekki allt. palestína verður ekki frjáls ef ég hugsa bara nógu mikið um það. ég þarf líka að mæta á mótmæli og fræða aðra og allt það. mér finnst svo erfitt þegar fólk vill bypassa þetta. 

 

maður skilur það samt alveg. þetta er fokking mikið af shitti. og það er ótrúlega vont og erfitt að horfast í augu við þetta. að þetta sé bara án gríns staðan í heiminum núna. og veistu mér finnst líka ótrúlega sökkað að vera ein umkringd ógeðslega hatursfullum öfga kalla bloggum hérna á blog.is

ég skoðaði um daginn nýjustu færslur og það var án gríns allt að tala um jæja loksins er trump kallinnn að taka við forsetaembættinu gleðilega hátið. þið eruð öll ógeðsleg. ég nenni ekki að þið séuð án gríns að styðja þennan mann. já því hann segir það sem hann hugsar? og er hreinskilinn? hann er líka bara mökk ógeðslegur. erum við að gleyma því eða? haha já nei það voru náttúrulega allt! konur að ljúga. allar að reyna að fella kónginncoolcoolcool

 

vona að allir sem eru ekki ógeðslegir séu duglegir í ræktinni, undirbúa sig fyrir byltinguna.

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


ég ræð og í mínum heimi þá eru allir skotnir í mér

heil og sæl kæru vinir!

 

vil byrja á því að hvetja ykkur (enn og aftur) til þess að byrja að blogga! það er svo gaman! ég elska þetta dæmi. og ekki þykjast vera lélegir pennar.... trúi ekki á neitt slíkt. svo er ég líka sannfærð um það að þið hafið miklu meira að segja en ykkur grunar. 

vil einnig benda á það að það er hægt að vera blogg vinir á blog.is. OG!!! það er hægt að hafa læst blogg, þá geta bara þeir sem eru með lykilorð komist inn og skoðað það sem þið skrifið. það er svo töff.... þið sofið á þessu!

 

allavega mig langar svoldið að ræða ákveðna hugmyndafræði sem ég hef tileinkað mér. ég veit samt í rauninni ekki hvort þetta sé hugmyndafræði....veit ekki hverjar kröfurnar eru svo að eitthvað teljist sem hugmyndafræði. aaaaallavega. það sem ég vildi sagt hafa er að ég er búin að tileinka mér það að lifa bara í mínum heimi. og í mínum heimi þá ræð ég og allir eru skotnir í mér.

 

um daginn þá postaði ég í story á instagram og maður sem ég var að deita (erum ekki lengur að followa hvort annað) skoðaði storyið mitt. sjúkur í mig. svo daginn eftir þá horfði annar strákur sem ég var að deita (vorum aldrei að followa hvort annað) á storyið mitt. skotinn í mér. og málið er. ég veit alveg að það er ekkert endilega satt. í þeirra heimi. ég veit vel að það eitt að horfa á story þýðir ekkert endilega að viðkomandi sé ástfanginn af mér og sakni mín og hugsi um mig oft á dag. 

 

en í mínum heimi!!!!! ræð ég og þá eru þeir ennþá skotnir í mér hahahhahaha. þetta er svo mikil snilld. svo gaman að ráða svona miklu. ef ég myndi horfa á story hjá þeim myndi það þýða að ég væri skotin í þeim? nei! því ég ræð hahahha. kannski í þeirra heimi, en ég bý ekki þar. ég held að á meðan ég geri mér grein fyrir því að minn heimur endurspegli ekkert endilega raunveruleikann þá sé þetta bara stemning. og allt í góðu. og ekkert hættulegt.

 

æj vitiði ég hélt ég myndi hafa meira að segja um þetta... en svo hef ég bara ekkert meira að segja. ætla að tala um eitthvað annað.

 

skal segja ykkur eitt sem ég er búin að ákveða. ég er búin að ákveða að hætta að setja mér svona miklar reglur. ég er alltaf eitthvað að bæta mig og blaaablabla. nenni ekki þessu endalausa dæmi maður shit. það er alveg gott og blessað að breytast og bætast og allt það! segi það ekki. ég vil aldrei hætta að verða betri og læra meira. en ég er svo oft að reyna að fatta hvað ég er að læra af ÖLLU.

 

í rauninni þá langar mig stundum bara að fá að gera eitthvað án þess að vera endalaust að pæla í því hvað mér finnst um það sem ég geri. sem dæmi mætti ég alveg hitta mann án þess að vilja byrja með honum og án þess að vera að pæla í því hvað ég væri að læra af því að vera hitta mann sem ég vil ekki byrja með. það kemur mér ekkert allt við!!! sumt á ég bara að fatta eftir á. 

 

ef ég á að fatta eitthvað þá fatta ég það bara. þarf ekkert að vinna svona mikið fyrir þessu. þá er ég líka ekki að njóta mín í augnablikinu. 

 

hef ekki meiru við að bæta.......sofið á þessu

 

með hjartans kveðju,

ólafía sigurðardóttir


lífið er leikur!!!!!!!!!!!!!!!

góðan og blessaðan hjartans yndin mín! og gleðilegt nýtt ár elsku bestu!!!

 

nú er ég mikil tímamóta kona og tek þessu nýja upphafi fagnandi! 2024 kenndi mér ýmislegt og ég er voðalega þakklát fyrir allt sem það gaf mér. en það er líka ýmislegt sem ég ákvað að skilja eftir á árinu 2024 og fékk ekki að koma með mér yfir þennan þröskuld. vá hvað ég er ótrúlega til í þetta ár! þvílíkt tímamóta ár. ég veit það bara. (svo er stjörnuspekin þetta árið líka rosalega merkileg)(en ég blogga kannski frekar um það á astrólafíu-blogginu)(ef ég nenni)(sjáum til). 

 

ég er með fullt af alls konar markmiðum, misstór og mis-alvarleg. sum þeirra eru reyndar leyndarmál en ég er tilbúin að deila nokkrum með ykkur! 

en bíðið! byrjum á því allra mikilvægasta! það eru ekki markmiðin. það eru leiðarorðin mín. sem ég ætla að leyfa að leiða mig allt árið - ef ekki bara alla mína ævi. 

 

lífið er leikur! !!!!!!!!!

 

því lífið er leikur!!!!! ég kom í þennan heim til þess að skemmta mér og hafa gaman. það er mitt helsta markmið. að njóta lífsins! og fyrir mig þá fellst það í því að gera það sem mér þykir skemmtilegt. lífið er ekki svona alvarlegt. eða ókei sko ég er reyndar óssammála því að maður eigi ekki að taka neinu alvarlega. lífið er líka mjög alvarlegt. og ég trúi því að fólk þurfi að taka ábyrgð á sér og sínum gjörðum í þessu lífi. það spilar allt inn í. 

 

ég er meira að tala um svona hvers dags hluti. hverjum er ekki sama hvað fólki gæti fundist ef þú gerir eitthvað. hverjum er ekki sama svona án gríns!! mér er sama. lífið er leikur!!! ég er með mjög gott dæmi, sem ég var ekki viss um að ég vildi deila því ég er að fara að nafngreina strák... en svo rifjaðist upp fyrir mér að..... lífið er leikur!

 

ókei sko einu sinni, fyrir langa löngu, var ég að deita strák sem heitir þorlákur. sem er ekki að frásögum færandi nema hvað. svo kom þorláksmessa. og mig langaði svooooooo að senda honum "til hamingju með daginn" því það er svo fokking fyndið. og ég gerði það. og það var svo fokking fyndið!! fyrir mig amk. ef stráksi heldur núna að ég sé ennþá skotin í honum þá er það bara hans að kryfja. kemur mér ekki við!!! það er svo fallegt og gaman ég elska þetta!

 

ég er alveg lúmskt búin að vera óþolandi með þetta motto en þetta er bara svo fokking gott!! tek það fram að þetta er samt spilað innan skynsemismarka hjá mér. ætla ekki að koma mér í neitt vesen. og það má ekki nota þetta til að afsala sér ábyrgð eða gera eitthvað sem maður veit að fokkar í öðrum, á alvarlegan máta og að óþörfu.

 

lífið er leikur hugmyndafræðin smitast svoldið inn í markmið mín. því ég er líka með það markmið eða þema að leyfa gleðinni að leiða mig áfram í lífinu. ef mér finnst eitthvað skemmtilegt þá geri ég meira af því. ef eitthvað er leiðinlegt þá fer það ekki í forgang.

 

en já ókei að markmiðunum mínum. því þau eru svoldið skemmtileg. fyrst og fremst ætla ég ekki að eignast kærasta! rosalegt! seinustu tvö ár hef ég verið með það "markmið" að eignast kærasta. eða ég upplifði mig amk loksins tilbúna í það verkefni. og ég deitaði og leitaði og varð skotin í nokkrum en fann ekki neinn kærasta. sem er bara gott og blessað. en nú hef ég ákveðið að eignast ekki kærasta á þessu ári og ég er svooooo spennt fyrir því! mér finnst það frelsa mig svo mikið. ég get bara átt vini og flirtað og gert hvað sem er án þess að ég seti pressu á mig. því ég ætla ekki að eignast kærasta! þvílík gleði. 

 

ég ætla hins vegar að hlaupa maraþon. heilt maraþon. fyrst skrifaði ég hálf maraþon... en það er bara ekki jafn töff og að hlaupa heilt maraþon. og ég er fyrst og fremst töff og nett og því hleypt ég heilt maraþon. 

 

svo ætla ég líka að fara á mótorhjól.

 

hmm fleiri markmið???? úú já eitt sem er svoldið skemmtilegt. ég ætla að eiga fleiri leyndarmál. með sjálfri mér. ég er nefnilega rosalega opin og allt það en á sama tíma þá vel ég mjög hvað ég segi hverjum. það er ekki allt fyrir alla. þetta er eitthvað sem ég fór að tileinka mér meira í lok árs 2024 og ætla að gera meira af núna 2025. mjög spennandi. er mjög spennt fyrir því að eiga leyndarmál sem enginn!!!!!!! veit. ekki einu sinni systur mínar. sorry stelpur þið megið ekki vita allt! núna ætla ég að eiga leyndarmál.

 

ég vil vera duglegri að tala við ókunnuga. og brosa til fólks. langar svo að fólk (líka ég) hætti að vera svona afskaplega lokað og feimið og ég ætla að mynda tengsl beibi.

 

ætla líka að læra að gera orminn og fara amk einu sinni í stjörnuskoðun!

 

með hjartans kveðju, 

ólafía sigurðardóttir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband